Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 54

Andvari - 01.01.1983, Síða 54
52 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVAllI um Gísla, að hann væri „afbragð flestra unglinga, gáfur þær beztu, breytni og hjartalag eins og eg get ímyndað mér manneskju í sakleysisins standi“.4 Af skólaveru Gísla á Bessastöðum er það helzt að greina, að þeir voru rekkjunautar hann og Brynjólfur Snorrason fyrsta vetur Gísla í skólanum.5 Benedikt Gröndal greinir frá því í Dægradvöl, að Gísli hafi verið einrænn og undarlegur, en einna mestur snyrtimaður í skólanum. Hann hafi aldrei legið í áflogum og aldrei farið með skot, en glímdi stundum og rann vel á skautum. Eftirtektarverð er frásögn Gröndals af afstöðu Gísla gagnvart kærumáli, sem upp kom í skólanum milli skólasveina og Þorvalds Böðvarssonar, „og hélt eng- inn með honum það eg til man, nema Gísli Brynjúlfsson“,° en skólapiltar lögðu almennt hatur á Þorvald, og ber þetta réttlætiskennd og sjálfstæði Gísla fag- urt vitni. Gröndal greinir einnig frá því, að hann hafi stundum farið með Gísla til Reykjavíkur og gist hjá móður hans. „ . . . hún dikaði við hann eins og ungbarn“,7 og margt bendir til, að oftengsl hafi verið á milli mæðginanna, því að þau voru saman alla ævi, nema tvö fyrstu háskólaár Gísla, og móðir hans lifði hann. Haustið 1843 bar það til tíðinda í Bessastaðaskóla, að Grímur Thomsen, sonur skólaráðsmannsins, kom heim til Islands og dvaldist í foreldrahúsum. Hann hafði mikið samneyti við skólasveina og ekki sízt Gísla, kenndi þeim frönsku og hefir án efa sagt þeim frá bókmenntum samtímans, enda hafði hann þá nýlokið bók sinni ,,Om den nyfranske Poesi". Grímur og Björn Gunnlaugs- son lágu í sífelldum rökræðum um heimspekileg efni. Hegel, Rasmus Nielsen og Soren Kierkegaard voru Gríms menn, segir Gröndal í Dægradvöl.8 Áður en Grímur Thomsen fór af landi brott á útmánuðum 1844, trúði Gísli Brynjúlfsson honum fyrir því, að hann bæri í brjósti ofurást til Ástríðar Helgadóttur, og frá því greinir hann í bréfum til Gríms, sem prentuð eru aftan við Dagbók í Höfn." Grímur var ekki sá eini, sem Gísli vildi trúa fyrir sjafnarmálum sínum. Hann skrifaði Brynjólfi Snorrasyni frænda sínum 2. marz 1845 og sagði hon- um tíðindin með þessum orðum: „Margt hefur nú breytzt síðan eg seinast skrifaði þér með póstskipi, nefnilega í fyrravetur, mörg gleði og mörg sorg hefur komið fyrir mig síðan, nú elska eg stúlku, og þessi stúlka elskar mig aft- ur, hún er falleg, ágætlega vel vaxin, augun þau fegurstu, sem eg nokkurntíma hefi séð, dökkblá og svo djúp og full af ástarglans, hún hefur hrifið mig allan og eg lifi ekki nema í henni, þessi stúlka er Ástríður Thordarsen og hún elskar mig svo það er ómögulegt að nokkur geti elskað meir, en við megum ekki njóta þessarar ástar, þessarar fyrstu sælu ástar, foreldrar hennar hafa bannað okkur að tala saman, sed vetuere patres qvod non potuere vetare, segir Ovidius, og svo er líka hér, ástin finnur upp ótal meðöl, og þó þúsund Argusar væru settir til að passa uppá, þá gcetu þeir það ekki, og af því bún er svo kjarkmikil og trygg og væn, þá mcga foreldrarnir til að láta undan, og eg veit, að allt \
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.