Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 56

Andvari - 01.01.1983, Page 56
54 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI væri að setja sig á móti vilja hennar og gefiS samþykki sitt til trúlofunarinnar. í bréfum Gísla til Gríms kemur fram, að Gísli Magnússon hafði hug á Ástríði sem konuefni. Þeir, sem Gísli nafngreinir, höfðu allir verið Ástríði samtíða í Kaupmannahöfn, en Sigurður Melstcð, frændi Gísla, og Gísli Magnússon komu heim til íslands 1844 og 1845. Þeim var öllum vísað á bug í þetta skiptið. Gísli varð stúdent frá Bessastaðaskóla vorið 1845 með ágætiseinkunn, og nú nálgaðist sú stund óðfluga, að hann stigi á skipsfjöl og sigldi til háskóla- náms í Kaupmannahöfn. Grímur Thomsen kom heim til Islands þetta sumar að loknu meistaraprófi og ferðaðist um landið sér til skemmtunar. Hann skrif- aði Brynjólfi Péturssyni 1. ágúst 1845 og bað hann að taka á móti Gísla litla og annast um hann.11 í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn er t. a. m. að finna tvo handrita- böggla úr fórum Gísla, Ny kgl. Saml. 3320 4to I og II. í þeim síðari, sem kallaður er Digte, er einnig að finna dagbókarbrot, sem Gísli hefir skrifað upp úr vasabók og eftir minni 31. maí 1846, þar sem hann greinir frá brottför sinni frá Islandi 4. ágúst. Það var hafnsögumaðurinn, sem vakti hann fyrir sólar- uppkomu, og fóru þá öll á fætur í Landakotsbænum. Hann kvaddi Ástríði í prófastshúsinu, „en ei mátti eg gráta“. Móðir hans gekk með honum á leið ofan að Götuhúsum og kvaddi hann þar og gekk svo heim grátandi, en „mér varð ei tára auðið“. Síra Helgi, Stefán sonur hans, Jónas Thorstensen og Sigurður Melsteð fylgdu Gísla á skipsfjöl, og þegar þeir voru farnir frá borði, var akkerum létt og undin upp segl og siglt í hægum byr út að Engey. Hjá Reykjanesi tók að herða vindinn, öldurnar að hvítna, og skipið lagðist á hlið- ina og risti vel frá sér, segir Gísli í dagbókinni. Hugur hans var bundinn hjá Ástríði, og hann kvað: Yroðan rýknr fram hjá mér, fer hún til þín, meyja, og þér kossa ótal ber, er á vörum deyja. . ,12 Gísli Brynjúlfsson innritaðist í Kaupmannahafnarháskóla 23. október 1845 að loknu inntökuprófi (examen artium) með fyrstu einkunn. Kaupmannahöfn hefir löngum haft margt að bjóða íslenzkum námsmönnum, sem komu þangað úr fásinni og einangrun ættlands síns. Gísli hafði lítils háttar fengizt við skáld- skap síðustu árin í Bessastaðaskóla, og þau Ástríður lásu saman fagurbók- menntir, eins og bréf Gísla til Gríms Thomsens votta.13 Þegar til Kaupmanna- hafnar kom, virðist hann hafa sökkt sér niður í bókmenntalestur, og má ætla, að kynni hans við Grím Thomsen hafi ráðið þar nokkru um. Á götum Kaupmannahafnar mátti einnig líta mann, sem Grímur gerði sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.