Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 58

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 58
56 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI hana grunar það ei, því mér er vel við hana og eg ann aungri konu. Engin ást lifir lengur í þessu brjósti, og gaman þætti mér að sjá þá stund, þegar konuást aftur kviknar í því. Hvörnig gat hinn hreini ástarlogi lifað eilíflega í brjósti mér, þegar engin Vestumey lengur kynti hinn tæra vafurloga.“17 Þessi orð eru að vísu lögð vini hans í munn, en varla þarf að fara í graf- götur um það, um hvaða aðila er verið að ræða. Tæpast er hægt skilja dagbók- ina frá þessu sumri öðruvísi en svo, að hann hafi fellt hug til annarrar konu, því að 22. júní kveður við annan tón, þegar hann skrifar: ,,Ó! heilagi guð minn! eg elska hana! Þessi tilfinning er einstök, hrein og djúp er hún í brjósti mínu. Þið eruð þá ei ónýtir ævidagar, fyrst guð hafði . . . enn ætlað mér sælu þá að líta hina fögru meyju, sem eg elska, þegar eg minnst á von á; svona kemur sælan að óvörum, þegar menn ei leita hennar, en þann sem leitar hennar, flýr hún.“1s Hér getur ekki verið átt við Ástríði, enda skýrist það betur á því, sem hann skrifar í dagbókina 17. júlí 1846: „Bráðum er allt það horfið burtu, sem eg unni, einn fór í gær, og eg horfði eftir honum, hin fara líka bráðum, og eg sit einmana eftir og horfi á eftir þeim, og bráðum ferð þú kannske líka, þú sem eg ann, en þori ei að nefna, og þá er altómur þessi leiði staður.“19 Hér er að líkindum átt við, að Grímur Thomsen fór í ferðalag suður um Evrópu, 16. júlí (sbr. bréf hans til Gríms amtmanns 14. september 1846, birt síðar í þessu hefti), og innan tíðar rann skilnaðarstund Gísla og Ástríðar upp, og þá er sú, sem hann ann, enn eftir óskilgreind. Hver þetta var, er hulin ráðgáta, og óvíst er, að Gísli hafi nokkru sinni vitað, hvað hún hét, en hann virðist hafa verið þeirrar skoðunar, að hún væri af suðrænu bergi brotin og þá af gyð- ingaættum. Einnig getur hann þess í Dagbók í Höfn, að hún hafi orðið á vegi hans einstöku sinnum,20 en hann virðist aldrei hafa fest á henni hendur, en hún á hug hans og hjarta fram á árið 1848 og vitjar hans stundum í draumi ásamt Ástríði. Hinn 30. júlí 1846 rann skilnaðarstundin upp, og Gísli segir frá því, að hann hafi fylgt biskupinum og Ástríði út á skip, ,,mér rann til rifja að sjá Ástríði út á hinu dapurlega skipi gráta hreinum tárum, blíð ást rann aftur í brjóst mér, og nú finn eg, að eg elska hana, þegar eg hugsa til, að þegar eg fór í land þá sat auminginn eftir grátandi og mændi í land, þá get eg líka tárfellt.“21 Samt fór hann ekki aftur um borð til að hugga hana og sjá hana einu sinni enn og varð að láta sér nægja að horfa á eftir skipinu, ,,og mér fannst eg vera einn eftirskilinn, eiga engan, sem eg gæti látið hjarta mitt tala við, og fann eg það, Ástríður! að innst í hjartanu hefi eg alltaf elskað þig innilega, og hvörnig get eg annað við þá, sem elskar mig svo djúpt og hjartanlega.“22 Þennan sama dag orti Gísli kvæði til Ástríðar, sem er prentað í Ljóðmælum hans og ber heitið Til Ástríðar. Það hefst á þessa leið: \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.