Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 69

Andvari - 01.01.1983, Side 69
ANDVARI TIL GRÍMS JÓNSSONAR AMTMANNS 67 unnar. Vendömestyttan er gjörð eftir Trajansstyttunni í Róm, nema hvað sá er munurinn, að Trajansst[yttan | er úr marmara. Nærri má geta, hvaða maður Napoleon hefir verið, því enn þann dag í dag vöknar Frökkum um augun, þegar þeir minnast á hann, og enn þann dag í dag og nú meir en áður er hann þeirra skurðgoð, þarsem hann stendur á Vendömeplátsinu og horfir yfir staðinn dauður en þó lifandi, því hann vakir alltaf, en hann sefur ekki. Mér heppnaðist þá, einsog þér sjáið, að fá ferðastípendíum og það strax í fyrsta sinni, sem er sjaldgæft í dönsku landi. Flestir og það þeir, sem eru langt- um eldri en eg og innfæddir „beztu danskir borgarar“, mega sækja þetta þrisvar og fjórum sinnum, áður en þeir fá nokkuð, og svo slettir stjórnin þetta 400, 600, 800 dölum í þá, en jeg fékk strax 1200 dali, reyndar í tvö ár, en maður er ekki neyddur til að vera leng- ur í burtu en rúmt ár. Reyndar skal eg ekki neita, að mig langaði til að vera burtu tvö ár að minnsta kosti, en „efnin hljóta að ráða“, einsog þeir segja mælskumennirnir á alþingi, og vita þeir, hvað þeir segja, mennirnir þeir, þó ekki kunni eg að nefna þá, afþví nöfnin þeirra eru svo stór, eða að minnsta kosti löng, svosem t. d. Schweinbjörnsson (vide Statskalenderen). Eg segi það satt, eg vildi þér væruð kominn hingað úr einsetunni á Gáfunni, því drottinn minn má vita, hvörnin Yð- ur líður í rauninni, þó þér berið Yður vel. Eg er ekki hjartalaus, þó eg kunni að vera lundstirður og óeftirlátur, það segi eg Yður satt og eg gjöri orð franska höfundarins að mínum, þar hann segir: „un homme de coeur ne ment jamais á sa conscience“, hvað sem hann kann að segja dauðlegum manneskjum allajafna. Þegar eg kem héðan og sný aftur við norður á bóginn, þá kem eg að Gáfu, hvört sem þér eruð dauður eða lifandi, ef þér lifið, trúi eg ekki öðru en eg geti skapað Yður einn skemmtunardag eða tvo. Ef þér liggið undir leiði, sé eg, hvar það stendur, og þá veit eg svo mikið. „Fætur þeirra, sem eiga oss burt að bera, eru fyrir dyrum,“ það er lítil hugg- un, en huggan þó, því aðrir bera þá burt og allir „finna náttstað náhvals í gapanda gini“, einsog Bjarni segir Thor- arensen, formaður Yðar og eftirmaður. Það er eitthvað sérstakt í því, að hafa átt sér sama mann bæði fyrir formann og eftirmann, en standa sjálfur aleinn eftir af heilli kynslóð og vera bæði for- tíð og framtíð, einsog þér gerið. En — haldið þér ekki eitthvað sé sprungið fyrir innaní hauskúpunni á mér, svosem eg tala í svefni, og tala þó satt. Eg fór þann 16da júlí frá Kh. til Stettín, þaðan til Berlín, sem er leiðin- legur staður, þaðan til Dresden, sem er indælis borg, þaðan með syni greifa Moltkes af Bregentved fjárhaldsráðgjafa til Teplitz í Bæheimi; þaðan til Carls- bad; þaðan til Bayreuth í Bæjaralandi; þaðan til Bamberg, þarsem er sú elzta kirkja á Þýzkalandi frá 1006 frá tíma Konráðs keisara, sem þar er grafinn; þaðan til Wurtzburg, þaðan til Frank- furt við Main og þaðan uppað Ríná til Mainz, Coblentz, Bonn og Cöln, þarsem stendur dómkirkjan mikla, sem aldrei verður búin, en sem einmitt er svo merkileg vegna þess, því það er til merk- is um, hvað mikilfengleg hún er, ekki lengra en hún er komin. Þaðan fór eg til Brussel, og brá mér þaðan til Water- loo, þarsem keisarinn loksins varð að hníga fyrir óvinafjöld og ógæfu; og svo „ók eg á ísarnvegi" til heimsins höfuð- borgar. Eg kom hingað 12ta ágúst og verð hér líkasttil framum nýár, eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.