Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 76

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 76
74 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI lega hættu um skeið. Sum verst settu ríkin eru svo skuldum vafin, að þau áttu að inna af hendi meira fé til greiðslu vaxta og afborgana af erlendum skuld- um sínum á síðastliðnu ári en nemur árlegum útflutningstekjum þeirra. Þeim kom í koll að hafa tekið mikið fé að fáni til skamms tíma með breytilegum vöxt- um á undanförnum árum til misjafn- legra arðsamra verkefna. Þegar dollar- vextir snarhækkuðu, útflutningsmarkað- ir brugðust og bankar á Vesturlöndum kipptu að sér hendinni, riðaði alþjóða- fjármálakerfið til falls. Fjárkreppan virt- ist um sinn á liðnu ári mundu auka mjög á viðskiptakreppuna, sem þegar var orð- in hin langvinnasta frá stríðslokum. Þessari hættu tókst þó að afstýra með alþjóðlegri samvinnu. Enn er þó ekki allur vandi leystur í þessu efni, og er við því að búast, að meiri varkárni muni gæta á næstunni í útlánum banka miili fanda, og hefur reyndar verulega úr þeim dregið. Hjöðnun verðbólgu, lækkun nafn- vaxta og olíuverðs voru einu jákvæðu hliðarnar á hagþróun í heiminum á iiðnu ári. Þrátt fyrir lækkun nafnvaxta eru þó raunvextir á alþjóðalánamarkaði enn háir, en það ásamt óstöðugleika í gengi helztu gjaldmiðla og sterkri til- hneigingu til verndarstefnu veldur því, að batahorfur verða enn að teljast óviss- ar, þótt þegar sjáist merki þess, að hag- vöxtur sé að glæðast á ný í mikilvægum iðnríkjum - ekki sízt í Bandaríkjunum. Margt bendir til þess, að undir lok árs- ins sem leið hafi heimsbúskapurinn náð botni í óvenjudjúpri lægð. Saman fóru venjuleg hagsveifla og langæ vandamál í skipulagsgerð atvinnuvega og hagkerf- is í hinum gamalgrónu iðnríkjum. Af þessum sökum má við því búast, að bat- inn verði hægur, en eftir öllum sólar- merkjum að dæma er hann þó hafinn, Tvennt er nú helzt viðreisn efnahags í heiminum til trafála, háir raunvextir og vaxandi tilhneiging til viðskiptatálm- ana víða um lönd. Ekki sízt snúast ýmis evrópsk og norður-amerísk ríki til varn- ar gegn innflutningi frá Asíu og Suður- Ameríku. Vextir á lánum til skamms tíma í dollurum eru komnir niður undir 9% og langtímavextir nálægt 11%. í þessu felst geysimikil lækkun frá því sem hæst fór árin 1980 og 1981, þegar skammtímadollarvextir fóru yfir 20%, en þegar þess er gætt, að verðbólga í Bandaríkjunum er nú talin 4-4%%, sést hve þetta eru háir vextir í raun réttri. Hvað þessu veldur, er mikið álita- mál, en mjög er á orði haft, að hér valdi meðal annars mikill halli á ríkisfjár- málum Bandaríkjanna, en hann er nú 4 til 5% af þjóðarframleiðslu, og útlit fyrir mikinn halla áfram, ef ekki koma til sérstakar ráðstafanir, meðal annars hækkun skatta. Flest eiga iðnríkin enn við mikið at- vinnuleysi að stríða, og mun það áger- ast á þessu ári. Því er spáð, að hagvöxt- ur í iðnríkjum verði um 2% eftir V\% samdrátt í fyrra. Svo hægur bati megnar ekki að koma í veg fyrir, að atvinnu- leysi vaxi úr 8V2 í 9-9V2 % í OECD ríkjum. Úr verðbólgu er spáð að dragi frá 8 1982 í 6% 1983. Allar eru þessar spár óvissu undirorpnar, ekki sízt geta breytingar á olíuverði og vöxtum á al- þjóðalánamarkaði breytt þessútti niður- stöðum. Þannig verður að segjast, að horfur eru enn ótryggar, þótt’ nokkuð hafi rofað til. Þegar svo horfir í um- heiminum, er sérstök ástæða til þess að fara með gát í íslenzkum efnahagsmál- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.