Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 79

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 79
ANDVARI EFNAHAGURí ÖLDUDAL 77 meiri en áður var talið. Að óbreyttu verðbótakerfi launa má því búast við um 20% hækkun launa hinn 1. júní. Ef að vanda lætur, fylgja flestar inn- lendar tekjuákvarðanir í kjölfarið, svo sem búvöruverð og fiskverð og innlend- ur kostnaður yfirleitt. Framundan er því, ef ekkert er að gert, einhver mesta verðhækkunarskriða, sem dæmi eru um á seinni árum. Hvernig á að bregðast við þessum horfum? Við verðbólgu á þessu stigi eru því miður engin einföid, skjótvirk ráð. Stjórnvöld, sem vilja andæfa gegn verð- bólgu, verða að beiía öllum þeim tækj- um, sem þau hafa yfir að ráða, ef ár- angur á að nást. Stefnan í fjármálum hins opin'bera og í peningamálum gegn- ir hér mikilvægu hlutverki bæði bein- línis með áhrifum aðhaldssamrar stefnu í fjármálum og peningamálum á heild- areftirspurn, en ekki síður með óbein- um áhrifum sínum á verðbólgueftirvænt- ingar almennings. Af þessum sökum er mikilvægt að tryggja sem bezt jafnvægi í ríkisfjármálum og aðhald að útlánum. En hætt er við, að aðgerðir á þessum sviðum einar sér hrökkvi skammt og verki hægt við núverandi aðstæður. Þrír kostir Um þrjá kosti er að velja í stjórn efna- hagsmála við ríkjandi aðstæður. Hinn fyrsti er að láta skeika að sköp- uðu um víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og láta hækkunarhrinuna dynja yfir um næstu mánaðamót, en freista þess að halda atvinnuvegunum gangandi með sílækkandi gengi og und- anlátssamri lána- og fjármálastefnu. Af- leiðingin hlyti að verða enn vaxandi verðbólga. Ekki er þessi kostur fýsileg- ur og virðist reyndar þegar hafa gengið sér til húðar, því þótt samkeppnisstaða fyrirtækja kunni á pappírnum að vera tryggð með þessu móti, fylgja þessari leið vaxandi fjármögnunarvandamál í rekstri atvinnuveganna, en þeim vanda fylgir öryggisleysi um atvinnu manna. Annar kosturinn væri að andæfa gegn verðbólgu eingöngu með samdrætti í rík- isútgjöldum og fjárfestingu og lánveit- ingum með mikilli hækkun vaxta, jafn- framt því sem reynt væri að halda verðlagsþróun í skefjum með gengisað- haldi. Hætt er við, að uppskera slíkrar stefnu yrði, að minnsta kosti fyrstu misserin, stórfelldur hallarekstur, gjald- eyrisútstreymi og á endanum atvinnu- brestur. Ekki virðist þessi leið vænleg, ef atvinnuöryggi er sett efst á mark- miðaskrána í efnahagsmálum, eins og víðtæk samstaða er um og mikils er um vert bæði vegna heildarhagsmuna, en þó fyrst og fremst frá manngildissjónarmiði. Þriðji kosturinn er að freista þess að stilla verðbólgurótið með því að 'beita beinum aðgerðum á sviði launa- og tekjumála auk aðhalds á sviði fjármála, peningamála og gengismála, sem hefði það markmið að tryggja atvinnu og draga úr viðskiptahalla. Ef vinnufriður næst um lausnir af þessu tagi, má með þeim nálgast efnahagsjafnvægi án þess að til atvinnubrests þurfi að koma. I þessu hlyti að felast breyting að minnsta kosti um sinn - og ef til vill til fram- búðar - á því kerfi tekjuákvarðana, sem nú er bundið í samninga og lög. Ég á hér fyrst og fremst við verðbótakerfi launa - vísitölubindinguna -, en einnig gildandi ákvæði um ákvörðun búvöru- verðs og fiskverðs og verðákvarðanir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.