Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 95

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 95
ANDVARI PRESTSDÓTTIRIN FRÁ REYKIIOLTI 93 gjörva hönd, smiður góður á tré og málma. Hann unni mjög öllum þjóðlegum fornum fræðum og hafði glöggt auga fyrir mörgu því, sem samtíðarmenn hans skeyttu lítið um og höfðu ekki vit á að meta. Nafnkunnastur var hann fyrir forngripasöfnun; enda byrjaði hann á henni fyrstur manna hér á landi; og var hann sá allra fyrsti frumkvöðull þess, að hið íslenzka Forngripasafn var sett á stofn í Reykjavík með því að gefa til þeirrar stofnunar 15 gripi, með bréfi, sem hann ritaði á Jörfa 8. janúar 1863, til Stiptsyfirvaldanna, og er það bréf langt og merkilegt og sýnir, hve gjörhugull séra Helgi var um slíka hluti og ráðsnjall að binda gjöfina þeim skilyrðum, að safnið væri landsins eign undir umsjón og vernd yfirvaldanna.“ Þegar Sigurður kvæntist Ragnheiði Eggertsdóttur, var hann þegar orðinn sextíu og tveggja ára að aldri. Má því ætla, að þessi annálaði vinnuvíkingur hafi verið tekinn að lýjast, þegar hann hóf búskap á Fitjum. - Þetta er þó sízt viðhlítandi skýring á þeirri gagngerðu breytingu, sem verður á hegðun Sigurðar og háttum, eftir að tengslin við forna vini og heimaslóðir rofna. Á heimaslóðum var hann sem konungur í ríki sínu, hafði þar flest ráð í hendi sér, ákaflega metnaðargjarn, djarfur að sveigja inn á nýjar leiðir, atorku- samur og fjölhæfur um vinnubrögð. Þar vestra var hann efldur til forystumanns af sveitungum sínum og héraðsbúum. Þeir kunnu vel að meta yfirburði hans: hyggindi, sem í hag komu, djarflegt framtak og andlegt hugarflug. Fjarri fór því, að Sigurður Helgason væri á köldum klaka staddur, er hann flýði úr sjö ára svalviðrinu á Fitjum 1856. Á Jörfa hafði hann fyrr verið stór- bóndi og mikilsvirtur 26 ár og hreppstjóri Kolbeinsstaðahrepps í 23 ár. Hafi hann í bili kennt sársauka af þessari lífsháttabreytingu, þá hefur hitt orðið honum mikil sárabót, svo metorðagjarn sem maðurinn var, að einmitt þetta sama ár (1856) var hann heiðraður með nafnbótinni dannebrogsmaður. Gjöra má sér í hugarlund, að líkamlegt þrek Sigurðar Helgasonar hafi ekki verið til stórátaka við stritvinnu, eftir að hann sneri heim á ættaróðalið á ný eftir ævintýraförina í Skorradal, þá nálega sjötugur að aldri. En svo fjölbreytileg voru hugðarefni Sigurðar og gáfur hans víðfeðmar, að gnægð verkefna hefur hann að öllum líkindum haft við að fást sér til dægrastyttingar. Hann hafði t. d. áhuga á ættfræði, sagnfræði og stærðfræði. Þó benda líkur til þess, að þá hafi Sigurður unað bezt hag sínum, þegar hann lét skáldfákinn bruna á kost- um. - Á vettvangi kyngimagnaðra ljóða Sigurðar Helgasonar (sem flest munu ennþá óprentuð) bíður bókmenntafræðinga okkar óplægður akur, sem kynni að skila glæsilegri eftirtekju, verði þar dyggilega að verki staðið. Að Jörfa dvaldist Sigurður tíu ár eftir heimkomuna. En 1866, er Helgi sonur hans fékk veitingu fyrir Setbergi, fylgdist Sigurður með fjölskyldu son- arins þangað. Þar andaðist hann 3. október 1870, áttatíu og fjögurra ára að aldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.