Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 104

Andvari - 01.01.1983, Page 104
EIRÍKUR J. EIRÍKSSON: Nicolai Frederik Severin Grundtvig F. 8. september 1783. D. 2. september 1872. Erindi flutt á tveggja alda afmæli hans. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson segir frá lokaprófi sínu við Prestaskólann vorið 1897. Barnaspurningar voru á prófskránni. Kennarinn Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, var seinn fyrir. Börn höfðu ekki verið fengin. Þau voru kölluð inn í Dómkirkjuna utan af Austurvelli, óundirbúin. Verkefnið kom Sigtryggi á óvart. Það var úr Hinni postullegu trúarjátningu: ,, - steig niður til HeljarV Sigtryggi hefði verið fengur að því þarna að hafa kvæði N. F. S. Grundtvigs út frá þessum orðum fyrir framan sig, sem bókmenntafræðingurinn ágæti Vilhelm Andersen telur mesta ljóð Grundtvigs og er að vísu þýðing, en um leið sjálfstætt verk, eins og ávallt þýðingar hans. En hér má finna lífsskoðun og útlegging hennar Grundtvigs og hans manna, að lífinu ljúki ekki í Heljar greipum, heldur á Feginsbrekku, og megi ekki á milli sjá þessa ljóss og annars. Niels Bohr nefnir einkum 3 Dani í ritverki um menningu þeirra árið 1940: H. C. Andersen, B. Thorvaldsen og N. F. S. Grundtvig. Hann segir, að við- reisn Dana á 19. öld sé lítt hugsanleg án Grundtvigs. Jón Sigurðsson sagði í hita baráttunnar, að Danir þyrfti að lenda í vandræð- um, gerði þeir eitthvað fyrir oss. Þróun málefna vorra á sér að aðdraganda framvindu sögunnar á Norður- löndum og úti í heimi, og hið mikla hugtak Grundtvigs ,,folket“ er ekki hans uppfinning, heldur kall tímans, er hann hafði forystu um að móta og aðlaga eigin þjóð og öðrum þjóðum Norðurlanda. Hinn 17. júní 1789 er oft talinn fæðingardagur frönsku stjórnarbyltingar- innar, er III. stétt, einkum borgarar, lýsti því yfir, að hún væri þjóðin. Merkur danskur rithöfundur telur, að framan af 19. öld hafi stéttamun- ur verið sá í Danmörku, að félög í alþjóðar anda hafi vart verið hugsanleg - aðeins um konunginn hafi menn getað skipað sér. Grundtvig mælti og, er Danir fengu stjórnarskrá 1849: ,,Nú er það ekki lengur stéttin, heldur þjóðin.“ En svo var ástatt í Danmörku þá, að þjóðin var fyrst og fremst bóndinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.