Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 111

Andvari - 01.01.1983, Page 111
ANDVARI N. F. S. GRUNDTVIG 109 ur Ólafsson, sem Sigurður mat mjög mikils, hjálparhella Guðmundar í hví- vetna og fleiri ágætir menn nyrðra, þótt Möðruvellingar væri honum næsta andvígir, þeir Hjaltalín og Gröndal og hvorugum sómi að. Það hefur eiginlega hvergi komið frarn, hver breyting verður á Mennta- skólanum í Reykjavík við komu Pálma Hannessonar. Ætla má, að Jónas Jónsson frá Hriflu hafi staðið á bak við þær breyt- ingar, þótt ekki verði um það fullyrt hér. En fróðlegt er að bera saman skóla- málahugleiðingar Jónasar í Skinfaxa frá því hann var ritstjóri hans við nýjungar nokkrar, er Pálmi kemur á við skólann upp úr 1930. Að vísu verða þær ekki túlkaðar þannig, að menntaskólinn hafi orðið eins konar lýðháskóli, en áhrifa lýðháskólamannsins Jónasar frá Hriflu gætir þar á þessum árum og heimfærast til skólahugsjóna hans frá fyrri tíð. Annars er viðhorf Jónasar nokkurt íhugarefni - til lýðháskólans danska. Menn benda á, að þeim skólastjóranum J. Appel og Jónasi hafi ekki komið of vel saman, og ekki gefur Jónas Askov neina ágætiseinkunn í sinni frægu Eimreiðargrein um skólann. En það gerðu þeir ekki heldur Gunnar Gunnars- son, Nexo né Aakjær, en þó munu þeir allir hafa átt skólanum mikið að þakka og viðurkenna það, svo sem Nexo, sem telur, að án hans hefði braut sín til frama lokazt, og á Askov sá Aakjær Björnson, og varð það honum vega- nesti til lífstíðar. Því má ekki gleyma, að svo að segja heimskunnur vísindamaður kenndi á þeim árum við skólann eðlisfræði, og einn kunnasti málfræðingur Norður- landa, Marius Kristensen, kenndi þar, og litlu munaði, að fræðajöfurinn Axel Olrik settist þar að. Háskólamenn voru upp og ofan hrifnir af Grundtvig, og var varla von annars, svo ákaflega sem hann sagði guðfræðiprófessorum til syndanna og leizt ekki á, þegar einn þeirra kom með tillögu um að flytja inn erlenda colibrífugla til þess að prýða söng næturgalanna í dönsku skógunum. Það lá því einatt við, að háskólamenn níddi niður lýðháskólann og teldi hann ala á andlegri leti og yfirborðsmennsku dönsku þjóðarinnar, svo sem ýmsir Brandesarsinnar létu sér og um munn fara. Hafði t. d. gagnrýni bróður Georgs Brandesar, Edvards, á Grundtvig stórpólitíska þýðingu í Danmörku, og þó urðu þeir bræður að viðurkenna, að stórmenni væri hann, og síðasta „citat“ G. Brandesar á ævinni var að fara með á banasæng sinni sálmavers eitt Grundtvigs: Pá andlátstíminn að fer minn, send ástvin kæran minn og þinn að banabeði mínum - Þýð. Helga Hálfdanarsonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.