Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 17
11
Jónsson fékk útrýmt kláðanum um 1876—1877. Hal-
dór var að vísu ötull og fylginn sér að hverju, sem
hann gekk, en hvergi sýnist hann hafa lagt fram meira
kapp og harðfylgi en í þessu máli. Sjálfur átti hann
jafnan kindur nokkrar, sem hann hélt heima hjá sér á
vetrin, og hirti jafnan um sjálfur sér til gamans, en
svo fóru ])ar leikar, að aldrei skar hann, ])ó að almenn-
ur niðurskurður vœri skipaður og honum sjálfum væri
skipað að skera. Mintist hann þess og sjálfur í elli
sinni með ánægju, að nú hefði sú skoðun sigrað, er
liann hefði haldið fram alla sína æfi, |)ví nú dytti
eingum í hug að eyða fjárkláðanum með niðurskurði,
heldur með lækningum.
Mál ]ietta hafði hina mestu merkingu fyrir Haldór á
ýmsa vegu. Allur sá tími, alt það starfsþrek, ónæði
og ómak, sem til })ess hefir geingið fyrir honum, er ó-
mælt, og svo er óvildin, álasið og ónotin, sem bæði
hann og aðrir lækningamenn urðu ótæpt fyrir. Hefðu
])eir fallið frá lækninga-forsprakkarnir kringum 1860,
mundi minning þeirra hafa orðið lítt rómuð um næstu
10—20 árin. Það kvað svo ramt að, að Jón Sigurðs-
son sá sér ekki leik á borði að sækja þingin 1861 og
1863, sökum þess að hann treysti ekki fylgi almenn-
ings við sig eptir afsldpti sín af þessu máli.1) Ovin-
sældir Haldórs un) þéssi ár, og sem leingi eimdi eptir
af, stöfuðu svo sem alveg frá þessu máli. En hins
vegar varð mál þetta til þess að festa enn betur fylgi
þeirra fáu manna, sem lækningunum héldu frarn, hvors
við annan jafnvel að öðrum málum. Kemur þetta svo
1) Þuð er útlit til uð Jón liufi endu verið á báðum áttum
með }>oð, livorl liunn œtli uð komn til þings 1865 eða ekki, en
þá vur þuð Hnldór, sem stuppaði í liunn stálinu, kvuð kláðu-
mulið og ullu hans pólilik eyddu og ulduuðu, ef hunn kæmi nú
ekki og ufræktist þingið meirn en orðið vur.