Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 129
123
menn á sín mið með kúfisk, lil að draga frá aflanum
hjá sér. Loks eru Miðdjúpsmenn (Snæfjallaströndin,
Skutulsfjörður og alt að Ögri) og ]>ar með má telja
Jökulfjarða- og Aðalvíkurmenn. Þeir eru flestir mjög
með kúfiskbrúkun og segja margir hverjir, að hann sé
hin bezta beita, en ])ó ekki, að hann stöðvi neitt fisk,
]iví þar um ráði ætisgöngur og veðrátta mestu. Þeir
eiga og sumir hægast með að aíla hans.—-Svo er að íhuga
])essar ástæður. Að kúfiskur sé góð beita, eru allir
samdóma um, en að hann sé betri en ný síld og smokk-
ur, eru nijög skiftar skoðanir alstaðar um Vestfirði.
Mörgum þykir hann að ]>ví leyti betri, að hann tollir
betur á önglunum og aflast einna bezt á hann til lcngd-
ar, en að jafnaði smærri fiskur. En er ástæða til að
banna hann af ]>ví að hann er góðbeita? Líklega ekki.
Hann er dýr, vanalega seldur á 2 aui'a hver, og til
]>ess að ná honum, fara oft margir góðveðursdagar,
sem menn eru að heiman frá róðrum, og mikið strit.
Og dýrara verður að aíla hans því meir sem hann þrýt-
ur. Um að hann stöðvi fiskigöngur, má segja alveg
hið sama og um annan niðurburð, t. d. síldbeitu. Að
hann hafi valdið ]>ví, að fiskur hætti að ganga í Inn-
djúpið, er mjög ólíklegt og það ei ekki rétt, að aldrei
hafi áður brugðist alli í Inndjúpinu og fjörðum þess,
því eins og áður er tekið fram, brást þar- alveg afli um
nærri 20 ár um aldamótin 1700 og það sem Gestur
Vestfirðingur segir um fiskigöngur og aíla á Vestfjörð-
um 1847, bendir ekki á stöðugar göngur í Inndjúpið
og ísafjörð; þar segir svo; „Ekki hefir í langan tima
jafnmikil fiskigeingd komið að Vestfjörðum, að minsta
kosti ekki eins langt inn á firði; vita menn ekki til,
þeir er nú lifa, að þorskur hafi veiðst vestra leingst inn
á fjarðarbotnum, eins og í sumar er leið .... Þann-
ig náðu menn t. a. m, á Patreksfirði, Arnarfirði og Isa-