Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 153
147
Nii er ekki annað sýnna en þessi búnaðarskóli
verði lagður niður.
Þótt búnaðarskólarnir hafi eigi veitt peninglegan á-
góða, þá bafa ])ó verið gjörðar við þá ýmsar mikilvæg-
ar tilraunir fyrir búnaðinn.
Arið 1897 var stofnaður lýðháskóli í Boden. Ári
síðar var komið á fót búnaðarskóla í sambandi við
lýðbáskólann; þar er að eins bókleg kennsla. Búnaðar-
félagið styrkir þenna skóla. Samskonar skóli vareinn-
ig stofnaður í Matarengi árið 1900, sem líka er styrkt-
ur af búnaðarfélaginu. Fyrirkomulag skóla þessara er
næsta ólíkt því, er var við bina gömlu búnaðarskóla.
Þykir mér rétt að skýra nokkuð frá fyrirkomulagi þeirra,
því að líklegt er, að það ryð ji sér bráðlega til rúms víða
um Svíþjóð. Eg segi þá frá skólanum við Boden, sem
eg þekki bezt.
Skólinn við Boden er bæði lýðháskóli og búnaðar-
skóli. Þar læra breði piltar og stúlkur. Námstíminn er
tveir vetur. Hinn fyrra vetur, eða í lýðháskóladeildinni
er kennt: svenska, saga, landfræði, reikningur, bók-
færsla, eðlisfræði, efnafræði, líkskurðarfræði, lífseðlis-
fræði og heilsufræði; meðferð búfjár og mjólkur. Þetta
er sameiginlegt fyrir alla. En auk þess fá piltar sér-
staka kennslu i skógrægt, ílatarmálsfræði, dráttlist og
smíðum, en slúlkunum er kennd: hússtjórn, matreiðsla,
ýms handavinna o. 11. Þessi deild er undirbúningur
undir búnaðarskólann og er enginn tækur í hann nema
hann hafi verið í lýðháskóladeildinni, eða einhverjum
jafngildum skóla. I búnaðardeildinni er kennt: búfjár-
fræði, jarðyrkjufræði, mjólkurfræði, skógfræði, landmæl-
ingar og dráttlist.
Við skólann eru 9 kennarar; þar af þrjár stúlkur.
Nemendur voru 81 síðastliðið ár, þar af í lýðháskóla-
10*