Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 40
84
að ósk um breytingu sje rjettmæt, þótt ekki verði und-
ir eins blásið aptur að þeim kolunum, enda kreppir skór-
inn sannarlega harðar að oss annarsstaðar.
Það er enginn efi á því, að fátæktin er vort aðal-
mein, og því ættu atvinnumálin að sitja í fyrirrúmi fyr-
ir öllum öðrum málum, en þar verðum vjer um fram
allt að gæta tveggja grundvallarsetninga. Vjer verðum
annars vegar að varast það, að halla í nokkru á jafn-
rjetti Dana, og hins vegar gæta þess, að ganga hvergi
of nærri rjetti annara pjóða. Vjer megum ekki gefa
dönsku ráðherrunum nokkra átyllu til pess að blanda
sjer inn í mál vor í ríkisráðinu. Undir því er komin
virðing vor út á við og sigurvon vor inn á við. Sig-
urvon hins máttarminna liggur í sanngirni hans máls-
staðar.
Gætum vjer allir sameinast um það, að lofa nú
stjórnmálunum að liggja í þagnargildi og fara íenguút-
fyrir valdsvið vort í lagasetningu vorri, væri stór mikið
unnið. Verkefnið verður nóg samt bæði fyrirþing og
stjórn, enda þótt seinasta þing sýndi lofsverða viðteitni,
með öllum 11 þingsályktunartillögunum, til þess að of-
bjóða ekki kröptum innlendu stjórnarinnar strax fyrsta
sprettinn. Og engin hætta er heldur á því, að vjer get-
um ekki þjónað lund vorri og fundið oss til nóg deilu-
efni fyrir það.
Oss greinir ekki síður á um það, hvar vjer eigum
að leita framfaranna, en oss hefur greint og greinir ef
til vill enn á um það, hvað sjeu framfarir. Það eru
til menn, sem sækja vilja lækningu allra meina vorra
til annara landa, og ef til vill eru til einstaka menn,
sem ekkert vilja sækja þangað. Báðar þessar stefnur
eru fjarstæðar, en einkum er ])ó fyrri stefnan hættuleg,
af því að henni virðast fylgja helzt til margir. Meðal-
vegurinn mun hjer sem annarsstaðar liggja mitt á milli.