Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 18
berlega fram um Haldór og Jón Sigurösson, sem voru
harðsnúnastir allra lækningamanna. I öllum þeirra
miklu bréfaskiptum eptir þetta er um langan tíma al-
veg samtvinnaður áhugi þeirra á stjórnarbótamálilands-
ins og kláðamálinu, svo að þeir stóðu langaleingi siðan
sem einn maður í þessum málum báðum. Haldór fylgdi
stjórnarbótamálinu (fjárhagsmálinu) enda meðan hann
var konungkjörinn (1865) svo fram, að stjórnin kærði
sig ekki um að kjósa hann aptur til þings. Getur
Haldór þessa í bréfi til Jóns Sigurðssonar 5. Nóv. 1865
á þessa leið: „Eittbvað hafði Oddgeir skrifað Jónassen,
að eg hefði brugðizt þeim í þessu máli. Það er eins
og hann haíi búizt við, að eg mundi fallast á hverja
vitleysu stjórnarinnar fyrst eg var konungkjörinn. Nei,
það þarf hann eigi að hugsa; eg mun fylgja minni
sannfæringu11.
Haldór varð nú því næst kosinn þingmaður Reyk-
víkinga, og á þinginu 1869 var háður nokkurskonar
stóri dómur í hinum miklu málum um stöðu Islands í
ríkinu og um stjórnarskipun landsins; var Haldór þá
framsögumaður í báðum þessum málum, og fór það
sköruglega, hélt fast fram fylstu réttarkröfum og vildi
hvergi láta undan síga. Er sú 6ögulegust framganga
hans á þingi.
Þó að Haldór tæki um og eptir 1860 þátt í blaði
því, er þá var stofnað í Reykjavík, og nefndist Islend-
ingur (1860—1865 kom það út) og kallað var af sum-
urn höfðingjablað, hafði það eingin áhrif á pólitiska
stefnu Haldórs né samband hans við Jón Sigurðsson,
enda var < g blað þetta víst að nokkru, og hlaut að vera
stofnað til höfuðs og í samkeppni við Jón Guðmunds-
son og Þjóðólf, en þá var þá Jónana tekið að greina
á um mart í Iandsmálum1, og ])á var það einsætt, að
1) Islenclingur var eiginlega ekki stór pólitiskt blað frá upp-