Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 128
122
að slægja út. Eg hefi áður látið i' Ijósi skoðun mína
á þessu atriði, og hún er sú, að niðurburður hafi lítið
að segja, nema þegar lítið er um fisk og átu; víst er ]iað,
að fiskur fer allra sinna ferða á vetrarvertíð við Suð-
urland, þrátt fyrir hina miklu slægingu frá þilskipum á
miðunum þar úti fyrir. Að slæging á einum bát eða
nokkrum, geti dregið að sér fisk úr öllu Djúpinu og
gert hann lystarlausan á aðra fæðu, er mjög ólíklegt og
mjög veil ástæða fyrir samþyktaratriði. Það getur vel
farið saman, að slægt, sé út og að fiskur hverfi, ánþess
að.þur sé nokkurt orsakasamhand á milli. Nú er bú-
ið að rýmka svo um, að bannið nær að eins til 1.
apríl, vegna þess að þilskip fara þá að slægja út úti fyrir
Djúpinu. Bannið i heild sinni finst mér ástæðulítið, enn
þótt eg álíti ekki útslægingu æskilega; be/.t væri að alt
væri ílutt í land — til notkunar. Sízt er ástæða til að
banna slægingu í Inhdjúpinu, Miðdjúpinu, Jökulfjörð-
um og Aðalvik, ]>ví þar ætti þá fiskur heldur að hæn-
ast að við það. — Þá er loks atriðið 3) skelfisksbann-
ið, sem er hið viðsjárverðasta þeirra allra. Það stafar
einkum af því, að ýmsir álíta kúfisk (kúskel) svo góða
beitu, að liann dragi að sér allan fisk, þar sem hann
er hrúkaður og stöðvi ])ví allar göngur og auk þess fá-
ist þar ekki fiskur á aðra beitu. Þetta bann hefur vak-
ið allmikinn ílokkadrátt við Djúpið og eru flokkarnir
aðallega þrír. Fyrst eru Inndjúpsmenn, sem eru mest
á móti kúfisksbrúkuninni (nema í Inndjúpinu) og for-
vígismenn samþyktarinnar. Þeir segja að kúfiskurinn
sé bezt beita og stöðvi fiskigöngurnar við línuna í Mið-
djúpinu, ]>ví síðan farið var að brúka liann (en það var um
1880), hafi fiskur hætt að ganga i Inndjúpið, áður hafi
afli aldrei brugðist þar. Svo eru Utdjúpsmenn, sem
eru á móti kúfisksbrúkun, einkum af því að þeim ])yk-
ir liann of dýr beita og vilja ekki gjarnan fá alla Djúp-