Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 15
9
kosinn aðalþingniaður kjördæmisins.1) En þá vildi svo
til, að Jón Pétursson var einmitt þetta sama ár líka
kosinn varaþingmaður Strandamanna, — lrnfði hann
verið sýslumaður þeirra áður, — og þetta ár kom Ás-
geir Einarsson, aðalþingmaður Strandamanna, ekki til
þings, svo að Jón Pétursson var kvaddur til þingsetu
fyrir Strandasýslu á þessu þingi, en Haldór fyrir
Reykjavik, og sat Haldór nú á þingi í fyrsta sinn. Var
þing það ekki mjög sögulegt, og á þinginu 1857 átti
Haldór ekki sæti, því að Ásgeir mætti nú fýrir Stranda-
menn og Jón Pétursson fyrir Reykvíkinga. En 1859
var Haldór kosinn þingmaður Reykvíkinga, og átti
hann nú sæti á öllum þingum úr því þangað til 1885,
að því þingi meðtöldu, jafnan sem þingmaður Reykja-
víkur, nema árin 1863 og 1865 ; þá var hann konung-
kjörinn. Haustið 1892 var Haldór enn kosinn þing-
maður Reykvíkinga, og sat hann á þinginu 1893, en
það varð síðasta þingseta hans. Haldór var í fjölda-
mörg ár undir forsæti Jóns Sigurðssonar annar skrifari
þingsins, og opt þá og siðar framsögumaður í hinum
mikilvægustu málum, svo sem í landsstjórnarmálunum
1869 og fjárlaganefnd 1883 og 1885. Hann var og
varaforseti í sameinuðu þingi 1885, og ritnefndarmaður
þingtíðindanna var Ilaldór um mart ár (1855, 1857,
1859, 1869, 1871, 1873, 1875, 1877, 1881).
Þingsaga Haldórs byrjar eiginlega fyrst með árinu
1859. Þá var stríðs öld og styrjar. Fjárkláðinn hafði
læst sig um mikinn part af Suðurlandi og breiddist út
unnvörpum ; bjargræðisstofn almennings var í voða og
1) Þá. voru betri timur en nú fyrir þá, sem vildu nú í
kosningu í Reylcjavík, og atkvœðasmölun ekki eins skœðafrek,
sem sýnir sig á pvi, að Jón Pétursson var þá kosinn ])ingmaður
með 8 og Huldór varoþingmaður með 4 atkvæðum. (Þjóðólfur
VII, bls. 77).