Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 2
2 17. september 2009 FIMMTUDAGUR
Steindór, ætlið þið að venda
ykkar kvæði í kross af þessu
tilefni?
„Já, sankti María er með oss.“
Kvæðamannafélagið Iðunn átti í vikunni
80 ára afmæli. Steindór Andersen hefur
verið félagsmaður í sextán ár.
LÖGREGLUMÁL Lögregla og tollur
hafa tekið samtals 178 kíló af fíkni-
efnum á landinu, það sem af er
þessu ári, samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá embætti Ríkislögreglu-
stjóra. Að auki hefur verið lagt hald
á 9.544 kannabisplöntur, sem gera
má ráð fyrir að hafi vegið tæp 800
kíló.
„Þetta mikla magn fíkniefna
sem tekið hefur verið það sem af er
árinu er ekki í neinu samræmi við
neitt sem áður hefur gerst. Þetta
er algjör sprenging, nýr veruleiki
í fíkniefnaheiminum,“ segir Karl
Steinar Valsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Hann segir ástæð-
ur þessa meðal annars þær að menn
hafi náð miklu betri tökum á fram-
leiðslu maríjúana og færst æ meira
í fang við ræktunina. Í öðru lagi hafi
neyslan færst úr hassi yfir í maríjú-
ana. Loks virðist fíkniefnasmyglar-
ar hafa lent í erfiðleikum við að afla
sér fjármuna til að kaupa kókaín og
amfetamín erlendis.
„Okkar tilfinning er sú, hvað
kannabisræktunina varðar, að
framleiðslugetan sé það mikil að
alls ekki er útilokað að eitthvað af
þeim efnum sem þar átti að fram-
leiða hafi verið ætlað til útflutn-
ings,“ segir Karl Steinar. Hann
bætir við að hefðu þeir sem þar áttu
hlut að máli náð að uppskera eins og
til var sáð þá hefði umfangið orðið
miklu meira en eftirspurn á íslenska
markaðinum segi til um. Karl Stein-
ar segir hið sama hafa gilt um amf-
etamínverksmiðjuna sem tekin var
á haustdögum í fyrra.
„Það magn sem hægt var að fram-
leiða þar var í engu samræmi við
íslenska markaðinn. Europol-menn-
irnir töldu að afkastageta verk-
smiðjunnar hefði verið 300 til 400
kíló. Vísbendingar á síðustu tveim-
ur misserum segja okkur að menn
hafi verið orðnir ansi stórhuga hvað
varðar útflutning fíkniefna héðan,
enda í sjálfu sér mjög klókt gagn-
vart eftirlitsyfirvöldum, brotalega
séð, að flytja fíkniefni héðan til Evr-
ópulanda.“
Spurður um vísbendingar þess að
fíkniefnasalar hafi ekki getað annað
eftirspurn á markaði eftir aðgerðir
lögreglu segir Karl Steinar það hafa
verið tímabundið, einkum eftir að
stóru kannabisverksmiðjurnar voru
teknar. Jafnvægi virðist hafa kom-
ist á þann þátt aftur, en hins vegar
hafi verð tiltekinna fíkniefnateg-
unda hækkað. jss@frettabladid.is
Íslenskt kannabis
ætlað til útflutnings
Nær 200 kíló af fíkniefnum hafa verið gerð upptæk það sem af er árinu. „Al-
gjör sprenging,“ segir yfirmaður fíkniefnadeildar. Tífalt fleiri kannabisplöntur
gerðar upptækar. Ekki útilokað að íslenskt kannabis sé hugsað til útflutnings.
KANNABISVERKSMIÐJA Rúmlega 9.500
kannabisplöntur hafa verið teknar í
verksmiðjum það sem af er þessu ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Efni Mælieining og magn
2008*/2009**
Hass 233,4*** / 25,3 kg
Hassolía 150 / 1 ml
Kannabislauf 4,3 / 24,5 kg
Kannabisplöntur 893 / 9.544 stk.
Kannabisstönglar 910 / 392,8 g
Maríjúana 6,6 / 48,7 kg
Tóbaksblandað hass 358 / 107,6 g
Ofskynjunarefni 407 / 6 stk.
Heróín 0,0 / 0,1 g
Amfetamín 10,7 / 73,6 kg
E-töflur 3.885 / 16.216 stk.
E-töfluduft 117 / 3,7 g
Kókaín 7,7 / 1,3 kg
Ritalín 0,0 / 27,0 stk.
*Allt árið 2008 / **Til 16.sept 2009
***Húsbíll tekinn með 200 kíló af hassi.
BRÁÐABIRGÐATÖLUR FRÁ
EMBÆTTI RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA
HEILDARMAGN FÍKNIEFNA
Sem tekin hafa verið 2008 og 2009
VEIÐI Rjúpnaveiði verður heimil í
átján daga á þessu tímabili, líkt
og í fyrra. Sú breyting verður
þó á að tímabilið er lengt í báða
enda, en veiðihelgarnar eru að
sama skapi styttar. Fyrsti veiði-
dagur er föstudagurinn 30. okt-
óber, en sá síðasti 6. desember.
Í stað fjögurra daga helga í
fyrra verður nú heimilt að veiða
frá föstudegi til sunnudags. Þetta
fyrirkomulag veiða gildir næstu
þrjú árin, nema óvænt þróun
verði á rjúpnastofninum. Sölu-
bann á rjúpum og rjúpnaafurðum
er enn í gildi og svæði í landnámi
Ingólfs verður áfram friðað fyrir
veiðum, líkt og undanfarin ár. - kóp
Rjúpnaveiðin hefst í október:
Átján veiðidag-
ar á sex helgum
RJÚPA Sölubann á rjúpum verður enn
í gildi og veiðimenn eru hvattir til hóf-
samrar veiði. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
BANDARÍKIN, AP Vísindamönn-
um hefur í fyrsta skipti tekist að
staðfesta að pláneta utan okkar
sólkerfis sé gerð úr föstu efni.
Um 300 plánetur hafa fundist
utan sólkerfisins.
Plánetan er kölluð Corot-7b og
fannst fyrr á árinu. Hún er um
það bil fimm sinnum stærri en
jörðin. Vísindamenn telja ólíklegt
að líf geti þrifist á plánetum sem
ekki eru gerðar úr föstu efni.
Ekki er þó talið líklegt að líf
þrífist á Corot-7b, enda yfir-
borðshitinn um 2.000 gráður. Til
samanburðar bráðnar járn við
1.535 gráður og títaníum við um
1.660 gráðu hita. - bj
Uppgötvun vísindamanna:
Fyrsta gegn-
heila plánetan
STJÓRNSÝSLA Fjórar ráðherranefnd-
ir munu starfa innan forsætisráðu-
neytisins eftir endurskipulagn-
ingu innan stjórnkerfisins sem nú
stendur yfir. Stofnaðar verða ráð-
herranefndir um efnahagsmál og
ríkisfjármál til viðbótar við ráð-
herranefndir um Evrópu- og jafn-
réttismál sem Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra kynnti á
ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
Eins og kunnugt er verður nýtt
efnahags- og viðskiptaráðuneyti til
um næstu mánaðamót og er ljóst
að forsætisráðuneytið mun þá
taka umtalsverðum breytingum.
Seðlabankinn og Hagstofan fær-
ist til nýs efnahags- og viðskipta-
ráðuneytis. Norðurlandaskrifstof-
an flyst til utanríkisráðuneytisins
og ýmis menningarverkefni til
menntamálaráðuneytisins.
Hins vegar hafa verið settar á
fót í forsætisráðuneytinu ráðherra-
nefndir um Evrópumál og jafn-
réttismál auk þess sem verið er að
skoða að festa frekar í sessi fast-
ar ráðherranefndir sem fjalla um
efnahags- og ríkisfjármál allt árið
um kring. Með þeim breytingum
mun skipulag fjármálaráðuneytis-
ins færast að mörgu leyti til þess
horfs sem gerist í Danmörku.
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
sagði á málþingi um skipulags-
breytingar á stjórnkerfinu í gær
að öll ráðuneyti séu að skoða sín
svið með tilliti til sameiningar eða
samræmingar á verkefnum. - shá
Innra skipulag forsætisráðuneytisins tekur mið af systurráðuneytinu danska:
Fjórar nýjar ráðherranefndir
STJÓRNARRÁÐIÐ Hlutverk forsætisráðu-
neytisins mun breytast í átt til þess sem
er hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓLK „Málið er í vinnslu hér inn-
anhúss. Við munum ekki tjá
okkur frekar meðan svo er,“
segir Ómar Örn Magnússon,
aðstoðarskólastjóri Hagaskóla.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir,
heimilisfræðikennari við skól-
ann, birti á mánudag umdeilda
færslu á bloggsíðu sinni þar sem
hún gagnrýndi pólska innflytj-
endur.
Í samtali við Fréttablað-
ið á mánudag sagði Ómar Örn
bloggfærslu Guðrúnar Þóru
afar óheppilega. Spurning væri
hversu vel þeir sem hefðu slík-
ar skoðanir væru til þess fallnir
að starfa samkvæmt jafnrétt-
isáætlun Reykjavíkurborgar,
Hagaskóla eða annarra skóla.
- kg
Umdeilt blogg kennara:
Málið í vinnslu
innan skólans
SPÁNN, AP Dómstóll á Spáni hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
vinnuveitanda hafi ekki verið
heimilt að segja upp starfsmanni
sem uppnefndi yfirmann sinn í
rifrildi á vinnustaðnum.
Starfsmaðurinn kallaði yfir-
mann sinn „tíkarson“ og sagði
hann „klikkaðan“ og var rekinn
í beinu framhaldi. Vinnuveitandi
mannsins þarf að ráða hann aftur
til starfa, eða greiða honum bætur
sem samsvara um 1,2 milljónum
króna. Dómarinn viðurkenndi að
ummælin væru móðgandi, en sagði
þau ekki réttlæta uppsögn manns-
ins. - bj
Manni dæmdar skaðabætur:
Mátti uppnefna
yfirmann sinn
JAPAN Japanska þingið hefur
útnefnt Yukio Hatoyama næsta
forsætisráðherra landsins.
Japanski demókrataflokkur-
inn, flokkur Hatoyamas, vann
stórsigur í nýafstöðnum kosning-
um og hlaut 308
af 480 þingsæt-
um neðri deild-
ar þingsins.
Frjálslynd-
ir demókratar,
flokkur Taro
Aso fyrrver-
andi forsæt-
isráðherra,
guldu hins
vegar afhroð
eftir samfellda 50 ára setu á
valdastóli.
Kjósendur sættu sig ekki við
tök þeirra á efnahagsmálum
landsins eftir hrun fjármála-
markaða.
Valdaskipti í Japan:
Hatoyama nýr
forsætisráðherra
YUKIO HATOYAMA
MEXÍKÓ, AP Byssumenn réðust inn í meðferðar-
heimili fyrir eiturlyfjasjúklinga í Mexíkó í gær og
myrtu tíu vistmenn. Ættingjar hinna myrtu voru í
losti eftir fjöldamorðin.
Níu karlar og ein kona lágu í valnum eftir árás-
ina á meðferðarheimili í borginni Ciudad Juárez,
skammt frá landamærunum við Bandaríkin. Tveir
eru alvarlega særðir. Talið er að eiturlyfjahringur
hafi skipulagt morðárásina.
Árásir af þessu tagi eru þekktar í Mexíkó. Átján
voru myrtir á öðru meðferðarheimili í byrjun sept-
ember, og fimm voru myrtir í svipaðri árás í júní.
Talið er að fíkniefnagengi noti meðferðarheimilin
til að fá fíkla í lið sitt til að selja fíkniefni.
Talsmaður lögreglu gat í gær ekki skýrt frek-
ar ástæður árásarinnar. Ekki hefur tekist að koma
höndum yfir byssumennina.
„Hann var að jafna sig og vildi snúa aftur á
beinu brautina, en þeir vildu ekki leyfa honum
það,“ sagði Pilar Macias eftir að hún bar kennsl á
lík bróður síns, sem féll í árásinni.
Yfir 1.300 manns hafa látist í sannkölluðu stríði
fíkniefnagengja í borginni Ciudad Juárez það sem
af er ári. Borgin er alræmd fyrir glæpagengi og
eiturlyfjasölu. Blóðbaðið hefur haldið áfram þrátt
fyrir að yfirvöld í Mexíkó hafi sent hermenn til
borgarinnar til að reyna að halda uppi lögum og
reglu. - bj
Byssumenn réðust inn í meðferðarheimili fyrir fíkla í Mexíkó og myrtu tíu:
Ættingjar í losti eftir morðin
FÍKNIEFNASTRÍÐ Ættingjar biðu í gær fregna af afdrifum fíkla
sem voru á meðferðarheimili þegar byssumenn réðust til
atlögu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS