Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 8
8 17. september 2009 FIMMTUDAGUR 1. Hvaða fangelsi stendur til að loka um leið og önnur úrræði fást? 2. Hverjir skipa Dónadúettinn? 3. Hvað heitir ný skáldsaga rithöfundarins Dans Brown? SVÖRIN ER AÐ FINNA Á SÍÐU 42 UMHVERFISMÁL Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda upp- setningu á átján metra háum GSM- sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guð- mundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum. „Ég á börn og barnabörn og kæri mig ekkert um svona geislun. Svo er dónaskapur að útskýra ekki fyrir fólki hvað er á ferðinni áður en framkvæmd- in er hafin,“ segir Guðmund- ur. Ofan á allt hafi verið lagð- ar fram rang- ar teikningar á síðbúnum fundi með íbúum. Hann bendir á að í um hundr- að metra fjarlægð frá mastrinu sé Grunnskóli Grindavíkur, leiksvæði barna í um sextíu metra fjarlægð og leikskóli skammt undan. „Það er allt ungviðið okkar hérna meira og minna undir þessu,“ segir hann. Afar skipt sjónarmið eru uppi meðal vísindamanna um áhrif GSM-bylgna á heilsufar. Ríkjandi skoðun á Íslandi var lýst í blaðinu í gær, með viðtali við fagstjóra hjá Geislavörnum. Þar er talið að þörf sé á varkárni, sérstaklega um GSM- notkun barna, en þó stuðst við staðla ESB, sem leyfa mun sterkari bylgj- ur en víða annars staðar. Síðasta haust var sett upp GSM- mastur ofan á Klébergsskóla á Kjal- arnesi. Andrína G. Jónsdóttir kenn- ari fann fljótlega fyrir áhrifum af sendinum en ábendingar hennar fengu ekki hljómgrunn meðal eftir- litsstofnana: „Ég fékk són í höfuðið og var óeðlilega þreytt og dofin eftir daginn. Átti erfitt með að einbeita mér,“ segir hún. Einnig hafi hún tekið eftir breyttri hegðun nemenda: „Mjög klárir krakkar og áhugasam- ir hættu skyndilega að bæta sig í lestri og urðu eirðarlausir,“ segir hún. Andrína er nú í veikindaleyfi frá kennslu. Slík möstur standa nú á mörgum skólum, elliheimilum og sjúkrahús- um í borginni. „Ég leitaði til Vinnueftirlitsins og þar sögðu þeir mér að fara til sál- fræðings. Hjá Geislaeftirlitinu kæra þeir sig ekki um aðrar skýrslur en þær sem þeir hafa nú þegar.“ Loks leitaði Andrína til bygginga- fulltrúa hjá borginni. „Hann sagð- ist ekki hafa veitt leyfið og að hann vissi ekki hvert ég ætti að leita. Ég held að það sé engin kortlagning um hversu mörg svona möstur eru hér í Reykjavík,“ segir Andrína. klemens@frettabladid.is Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi Íbúi í Grindavík kærir uppsetningu GSM-sendis nálægt húsi sínu og skólalóð. Evrópuþingið leggst gegn því að GSM-sendar séu ofan á skólum. Kennari segir sig og nemendur sína hafa fundið fyrir óþægindum af sendi ofan á skólanum. GUÐMUNDUR OG GEMSINN Guðmundur hefur áhyggjur af áhrifum GSM-útsendinga á börnin í hverfinu. Evrópuþingið vill banna slíka senda á skólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ANDRÍNA G. JÓNSDÓTTIR ESB GEGN GSM Í apríl lagði Evrópuþingið til við framkvæmdastjórn ESB að bannað yrði að setja upp GSM-senda nálægt skólum og heilbrigðisstofnunum. Þetta var gert í ljósi óvissu um áhrif á heilsufar. Á sama tíma voru símafyrir- tæki hvött til að vernda fólk með því að setja upp loftnet sín á hættulítinn hátt. Þá vill þingið að kort verði sett á netið, sem sýni landfræðilega hve mikil geislunin er á hverjum stað. VIÐSKIPTI Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp átta pró- sent undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17 prósentum hærra en um síðustu áramót. Greining Íslandsbanka fjall- ar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skráð verð á gæða- áli á hrávörumarkaði í London hafi verið 1.834 Bandaríkjadalir á tonnið á mánudag. Það sem af er ári hefur verðið hæst farið í 2.070 dollara á tonnið í upphafi síðasta mánaðar. Lægst varð verðið hins vegar 1.288 dollarar á tonnið undir lok febrúar á þessu ári. Sérfræðingar á markaði eru fremur bjartsýnir á þróun álverðs í nánustu framtíð. Samkvæmt samantekt Bloomberg telja sér- fræðingar að jafnaði að verðið á áltonni verði að meðaltali 1.918 dollarar á næsta ári og ríflega 2.200 dollarar árið 2011. Gangi þær spár eftir verður það jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Álútflutningur fyrstu sjö mán- uði ársins nam tæplega 85 millj- örðum króna, sem jafngildir þriðjungi vöruútflutnings á tíma- bilinu. Þótt ríflega þriðjungur tekna af álútflutningi renni beint til kaupa á hráefni og hagnaður álvera á Íslandi renni á endanum til erlendra eigenda þeirra skapar hækkandi álverð álfyrirtækjunum traustari rekstrargrundvöll. Enn meiru skiptir þó að þróun álverðs hefur umtalsverð áhrif á lausafjárstöðu og arðsemi inn- lendra orkufyrirtækja vegna tengingar raforkuverðs við álverð. Hækkandi álverð auð- veldar þannig orkufyrirtækjun- um, sér í lagi Landsvirkjun, að standa straum af greiðslum vegna erlendra lána og minnkar líkurnar á því að þau þurfi á einhvers konar aðstoð að halda frá ríkissjóði eða Seðlabanka, jafnvel þótt aðgengi þeirra að erlendu lánsfé kunni að reynast takmarkað næsta kastið. Útflutningur áls héðan fyrstu sjö mánuði ársins nam 85 milljörðum króna: Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði ÁLVERIÐ Á GRUNDARTANGA Sérfræð- ingar á markaði eru bjartsýnir á þróun álverðs í nánustu framtíð. LÖGREGLUMÁL Karlmaður var handtekinn í fyrradag þar sem hann var að reyna að brjótast inn í íbúðarhús í austurborginni. Hann var búinn að brjóta rúðu til að geta smeygt sér inn. Íbúi í nágrenni hússins sá grun- samlegan mann fara inn í garð hans. Skömmu síðar heyrði íbúinn brothljóð og hringdi í snatri á lög- regluna. Eitthvað fældist maður- inn við iðju sína því hann ætlaði að laumast út úr garðinum. Íbúinn veitti honum eftirför en í næstu andrá brunuðu þrír lögreglubílar á staðinn. Maðurinn var færður á lögreglustöð, yfirheyrður og síðan sleppt. Í gær hafði lögreglan svo afskipti af manninum vegna búð- arhnupls. Hann kom sem ferða- maður til landsins í síðustu viku. - jss Höfuðborgarsvæðið: Handtekinn við að brjótast inn BRETLAND Fjögur börn, þar af tví- burabræður, liggja nú alvarlega veik á sjúkrahúsi í London eftir að hafa sýkst af E-coli-bakteríu. Börnin sýktust í heimsókn á bóndabæ í Surrey. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Alls er talið að 36 E-coli-sýk- ingar megi rekja til bóndabæjar- ins frá 27. ágúst. Í öllum tilfellum er um að ræða börn undir tólf ára aldri. Tracy Mock, móðir hinna tveggja ára tvíbura Aarons og Todds, sem liggja alvarlega veikir á sjúkrahúsi, er reið heil- brigðisyfirvöldum. Hún segir þau ekki hafa komið í veg fyrir heimsóknir á bæinn fyrr en nokkrum dögum eftir að fyrstu tilfellin greindust. - kg E-coli-sýking á bóndabæ: Fjögur börn alvarlega veik Faxafeni 12, 108 Reykjavík Glerárgata 32, 600 Akureyri www.66north.is Freyja pollagalli Regnjakki 2.500 kr. Smekkbuxur 2.000 kr VEISTU SVARIÐ? BRUSSEL, AP Belgískir kúabænd- ur helltu niður samtals um þrem- ur milljónum lítra af mjólk í gær til að mótmæla lágu afurðaverði. Bændurnir segja verðið sem þeir fá fyrir mjólkina nálægt helm- ingi kostnaðarverðs við fram- leiðsluna. „Auðvitað er það hneykslan- legt að hella þessu, en við verð- um að átta okkur á aðstæðunum,“ segir Erwin Schoepges, leiðtogi bændanna. „Við þurfum uppreisn í sveitunum.“ Víða er óánægja innan ríkja Evrópusambandsins vegna lágs afurðaverðs, sér í lagi á mjólk. Sífellt fleiri bændur segjast nú komnir í verkfall og neita að skila mjólk til afurðastöðva. Sérfræð- ingar búast við að mjólkurskorts- ins verði vart í stórmörkuðum í næstu viku. „Þetta er alger vitleysa, það getur enginn framleitt mjólk fyrir þetta verð,“ segir Romuald Scha- ber, forseti Samtaka evrópskra mjólkurframleiðenda. „Ef við höldum svona áfram verða 40 prósent franskra mjólk- urframleiðenda gjaldþrota innan þriggja mánaða,“ segir Pascal Massol, leiðtogi franskra kúa- bænda. Ekki komu mikil viðbrögð frá Evrópusambandinu í gær. Tals- maður sambandsins sagði þó við- brögð bændanna „skiljanleg“. - bj Kúabændur í Evrópusambandinu komnir í verkfall vegna lágs afurðaverðs: Helltu niður 3 milljónum mjólkurlítra MJÓLKIN FLÓÐI Mjólkin flóði í stríðum straumum í gær þegar um þremur milljónum lítra var hellt niður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.