Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 16

Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 16
16 17. september 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Mikil aðsókn er að víngerðarnám- skeiðum Ámunnar. Einn eigenda segir heimavíngerð vænlega sparnaðarleið í kreppunni. „Aðsóknin á námskeiðin okkar hefur aldrei áður verið svona mikil. Í gegnum árin höfum við verið að keyra námskeiðin frá hausti og fram undir páska, en nú brá svo við að við þurftum að bæta við fimm námskeiðum í sumar,“ segir Magnús Axelsson, einn eigenda víngerðarverslunarinnar Ámunnar. Námskeiðin eru klukkustundarlöng og er þátttakendum kennt hvernig búa skuli til eigið gæðavín. Einnig er boðið upp á góð ráð og skil- greiningar á efnum sem notuð eru við víngerð, jafnframt því sem þátttakendum gefst færi á að fylgjast með hvernig framkvæma á víngerð- ina. Námskeiðið kostar 12.780 krónur, en að sögn Magnúsar er það nánast sama upphæð og greiða þarf fyrir nokkurs konar byrjendapakka með nauðsynlegum tækjum og tólum til vín- gerðar. „Þessi áhaldapakki er innifalinn í verði námskeiðsins, og því má segja að kennslan fylgi frítt með. Auk þess fá þátttakendur tuttugu pró- senta afslátt af öllum vörum verslunarinnar á námskeiðskvöldinu.“ Magnús segir mikla vakningu hafa orðið í heimavíngerð í kreppunni. „Þegar svona ástand ríkir leitar fólk að leiðum til að spara, og þetta er ein af leiðunum til þess. Víngerð hefur lengi verið áhugamál hjá hópi fólks hér á landi, en margir hafa fyrst og fremst í huga að leita sér að ódýrara áfengi. Til að mynda getur það komið óþægilega við pyngju fólks þegar kaupa þarf mikið magn fyrir veislur og slíkt. Í þessi þrjátíu ár sem Áman hefur starfað hefur reynslan verið sú að þegar verðið hjá ÁTVR hækkar eykst salan hjá okkur um leið.“ Að sögn Magnúsar hefur sala tækja og efnis til bjórgerðar aukist mest. „Enda er hægt að búa til mjög góðan heimagerðan bjór. Algeng- ustu mistökin sem fólk gerir eru óþolinmæði. Víngerðin gengur mikið til út á að sýna þolin- mæði, að gefa bjórnum eða víninu nægan tíma til að ná toppgæðum. Margir geta ekki setið á sér og byrja full snemma að neyta afurðanna.“ Næsta víngerðarnámskeið Námunnar verður haldið hinn 22. september næstkomandi. Magn- ús gerir ráð fyrir að námskeiðin verði haldin með hálfs mánaðar til þriggja vikna millibili í vetur. kjartan@frettabladid.is Víngerð réttir úr kútnum ÁMAN Magnús Axelsson segir óþolinmæði eftir afurðinni ein algengustu mistök þeirra sem stundi heimavíngerð. Útgjöldin > Flugferð aðra leið frá Reykjavík til Akureyrar. Ég verð að segja að bestu kaup sem ég hef gert gerði ég árið 1997 þegar ég keypti mér svartar leðurbuxur í Berlín,“ segir Þorvaldur H. Gröndal, sem starfar í menningardeild Hins hússins en er líklega betur þekktur sem trommuleikari í Trabant og fleiri hljóm- sveitum íslenskum. „Ég var staddur í Berlín í tónleikaferð með hljómsveitinni Ó. Jónsson og Grjóna þegar ég rakst þar inn í leðurverslun. Þar var einhver gaur að vinna sem tróð mér í buxurnar sem ég hélt reyndar að væru alltof þröngar. Ég hafði lengi verið að leita mér að leðurbuxum og þarna má segja að gamall rokkaradraumur hafi ræst. Ég hef svo notað buxurn- ar mjög mikið og látið skipta um innvolsið í þeim margoft, en hef reyndar ekki farið í þær alveg nýlega. Það má segja að allar buxur hafi bliknað í samanburði við þessar sem ég hef notað sem hinn heilaga leðurbuxnamælikvarða síðan.“ Verstu kaup Þorvaldar eru Mon goose-fjallahjól sem hann festi kaup á fyrir tíu árum. „Það eru verstu kaupin því að hjólinu var stolið samdægurs úr bílskúrnum heima hjá mér, meira að segja áður en ég gat hjólað á því. Þetta var um hábjartan dag og hjólið var læst en því var sem sagt stolið um leið sem var afar svekkjandi,“ segir Þorvaldur sem fékk hjólið þó bætt um síðir sem betur fer. „Þá keypti ég mér annað hjól og um leið afar öflugan lás.“ NEYTANDINN: ÞORVALDUR H. GRÖNDAL TÓNLISTARMAÐUR Hinar fullkomnu leðurbuxur Sikiley er sú eyja sem best er að fara í frí til, samkvæmt lesendum ferðatímaritsins Condé Nast Traveller. Gott loftslag og matur að ógleymdri gestrisni eyjaskeggja skila þessari góðu niðurstöðu auk þess sem góðar strendur og hótel og fjölbreytileg afþreying stendur ferðamönnum til boða. Maldíveyjar í Indlandshafi, Bar- bados í Karíbahafinu, grísku eyjarnar og Kúba fylgja þar í kjölfarið. Ísland kemst hins vegar ekki á blað. Stundum hefur verið boðið upp á beinar ferðir til Sikileyjar frá Íslandi en svo er ekki um þessar mundir. Flogið er til eyjarinnar til að mynda frá London en bæði Icelandair og Iceland Express bjóða upp á daglegar ferðir þangað. ■ Draumaeyja ferðalanga Sikiley er best 2005 2006 2007 2008 2009 8 .5 0 5 9 .2 3 0 9 .5 7 0 10 .6 2 0 11 .3 7 0 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Af því að það er kreppa og ég er mikið fyrir grænmeti dettur mér í hug að benda á að það er hægt að spara með því að nota fínt soja- kjöt í staðinn fyrir kjöthakk í kássur. Soja- kjötið geymist næstum enda- laust inni í skáp. Það er alltaf gott að eiga það til að grípa í ef það þarf að þykkja kássur. Það er bæði ódýrt, gott og drjúgt. Það er hægt að nota hvern pakka í margar máltíðir.“ HÚSRÁÐ SOJA Í STAÐ KJÖTHAKKS ▲ Bára Grímsdóttir tónskáld segir sojakjöt ódýrt og drjúgt. BÁRA GRÍMSDÓTTIR ÚTSÖLUSTAÐIR SLOGGI TILBOÐ MAXI Vönduð nærföt á tilboðsverði Flottar, þægilegar og sniðnar að þér. SLOGGI MAXI 3 Í PAKKA HAGKAUP SMÁRALIND HAGKAUP SKEIFUNNI HAGKAUP KRINGLUNNI HAGKAUP SPÖNGINNI HAGKAUP GARÐABÆ HAGKAUP EIÐSTORGI HAGKAUP AKUREYRI HAGKAUP BORGARNESI HAGKAUP NJARÐVÍK HAGKAUP HOLTAGARÐAR EINAR ÓLAFSS, AKRANESI NETTO AKUREYRI NETTÓ MJÓDD ÚRVAL ÓLAFSFIRÐI ÚRVAL HAFNAFIRÐI ÚRVAL EGILSSTÖÐUM ÚRVAL HÚSAVÍK ÚRVAL HRÍSALUNDI ÚRVAL ÍSAFIRÐI ÚRVAL SIGLUFIRÐI ÚRVAL BORGARNESI ÚRVAL BLÖNDUÓSI ÚRVAL SKAGASTRÖND ÚRVAL DALVÍK BJARNI EIRÍKS,BOLUNGARVÍK KAUPFÉLAG V-HÚNV. HVAMMST. KAUPFÉLAG SKAGF. SAUÐÁRKR. KAUPFÉLAGIÐ HÓLMAVÍK KAUPFÉLAGIÐ DRANGSNESI EFNALAUG DÓRU, HÖFN EFNALAUG VOPNAFJARÐAR LYFJA, PATRÓ ÞÍN VERSLUN SELJABRAUT STRAX FÁSKRÚÐSFIRÐI KRÓNAN REYÐARFIRÐI KRÓNAN VESTMANNAEYJUM FJARÐARKAUP HEIMAHORNIÐ STYKKISH. KASSINN ÓLAFSVÍK LÆKURINN NESKAUPSTAÐ VERSLUNIN RANGÁ PALOMA GRINDAVIK BLÓMSTURVELLIR HRAFNISTUBÚÐIN HAFNARFIRÐI. STRAX ESKIFIRÐI tilboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.