Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 30

Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 30
Miðasala & sýningarstaðir Ég gæti hugsað mér að sjá mynd sem heitir Slóvenska stúlkan, aðra sem heitir Dagdrykkja, og sömuleiðis mexíkósku myndina Garðarstræti. Eitthvað er ég spenntur fyrir tyrkneskri mynd sem heitir Ætti ég virkilega? en ég ætla ekki að sjá Andkrist eftir að fram kom að hún gengur fram af gömlum ráðherrum og leiðir lóðbeint til brennivínsdrykkju. Ég væri til í að sjá Vitringana eftir Kaurismaki og sömuleiðis eitthvað eftir Joao Pedro Rodrigues. Svo langar mig að sjá Slökkviliðsveisluna eftir Milos Forman, og sennilega margt fl eira. Það endar þó líklega með því að maður sér ekkert af þessum myndum heldur einhverjar allt aðrar og þá bara vegna þess að titillinn er lokkandi, og það er allt í lagi, því þannig eru kvikmyndahátíðir. Ég myndi gjarnan vilja sjá myndina, Hádegisverður um miðjan ágúst, en að henni lokinni mun Nanna Rögnvaldsdóttir listakokkur halda stutt erindi um matarhefðir á Íslandi. Ég er viss um að þessi viðburður kryddi tilveruna ásamt videokvöldum hjá leikstjórunum Friðriki Þór, Ragnari Bragasyni og Hilmari Oddssyni. Svo er örugglega stemning að fara á bílabíó á plani Norræna hússins. Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar þykir mér í heild sinni mjög áhugaverð. Athygli mín beindist allra fyrst að tveimur myndum í Kastljóssfl okknum (af a.m.k. sextán öðrum : Hundstönn eftir hinn gríska Kynodontas, en sú mynd hlaut Un Certain Regard verðlaunin í Cannes, og Andkristi hans Triers. Ég hef reyndar séð þá síðarnefndu og horfði til enda og fi nnst ég hafa staðist ákveðna mannraun fyrir vikið. Þá er spurning hvort ég hafi safnað nægu siggi á sálina fyrir aðra mynd sem ég bíð spennt eftir, uppvakningamyndinni Dauður Snjór efi r hinn norska Tommy Wirkola. Norsku zombí-nazistunum verður m.a. varpað á veggi Sundhallarinnar í Reykjavík og verður það efl aust blautur og eftirminnilegur viðburður. Þá eru mjög álitlegir menn í Brennideplinum svokallaða, þeir Cory McAbee með sína vísindaskáldsögulegu geimvestra og Joao Pedro Rodrigues, en hann mun einnig stýra einum af masterklössum hátíðarinnar sem ég ætla ekki að missa af. Í fl okki heimildamynda ætla ég svo alls ekki að missa af þeirri um Lu Wan fi mleikaskólann í Shanghæ, og ekki má heldur gleyma íslensku stuttmyndarununum tveimur - bland í poka, þar sem eru margir álitlegir molar. Það er frábært að Riff skuli halda sínu striki, aldrei meiri þörf á innblæstri en einmitt á þessum tímum! Ég þekki ekki vel höfundana í þeim fl okki sem ég er spenntastur fyrir, sumsé heimildarmyndum, en ef notað er líkingamál úr fl uguveiðinni í tilefni af því að Milos Formann mætir á svæðið, þá er það stórlax. Merkilegt hvað hann hefur gert marga fl otta hluti sem eru ennþá ferskir og spennandi. Það eina sem mætti gagnrýna í dagskrá hátíðarinnar er hversu margar myndir fl jóta hjá á þessum stutta tíma, dagskráin er yfi rfull, en það er forréttindavandamál í sjálfu sér! Heimildamyndirnar virðast hver annarri forvitnilegri, margar með fókus á jaðarástir og fl ókið fjölskyldulíf (t.d. Ást í heimsendingu, Á vegum tvíkynhneigðra, Efnispiltar og Orð í sandinn og ekki síst ástarsagan um Edie og Thea eftir Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska . Sem áhugamaður um norrænar kvikmyndir verð ég með norsku, sænsku og dösnku myndirnar ofarlega á blaði. Frumraun Noh Young-seok frá Kóreu, Dagdrykkja, virðist spennandi, Bjarnargreiði frá Rússlandi, Blygðunarlaust eftir Jan Hrebejk frá Tékklandi og Fiskabúrið eftir Andrea Arnold sem gerði hina fl ottu Red Road, svo örfá dæmi séu tekin Saga Sigurðardóttir Danshöfundur Þorsteinn J. Vilhjálmsson Fjölmiðlamaður Árni Þórarinsson Rithöfundur Hvað ætla þau að sjá? Eiríkur Guðmundsson Dagskrárgerðarmaður Marta María Jónasdóttir Blaðakona Miðaverð Afsláttarkort (8 miðar Hátíðarpassi gildir á allar myndir RIFF, ekki sérviðburði. Afsláttur á Réttir. fyrir nema og eldri borgara 6.500 kr. 8.000 kr. 6.800 kr. Stakir miðar 1.000 kr. Góða skemmtun! Miðasala Nokkrir möguleikar eru á að kaupa miða á RIFF í ár líkt og undanfarin ár. Hægt er að kaupa staka miða á sýningar, afsláttarkort eða klippikort sem gildir á 8 sýningar og hátíðarpassa sem veitir aðgang að öllum sýningum hátíðarinnar. Barnapössun RIFF býður upp á barnapössun í ár í samvinnu frjálsíþróttadeildar ÍR og Norræna húsið. Klukkutími í barnapössun kostar 500 kr. og er hún staðsett í Norræna húsinu, Sturlugötu 5 á eftirfarandi tímasetningum: Laugardagur 19. september 13:45-19:00 Sunnudagur 20. september 13:45-19:00 Fimmtudagur 24. september 16:00-19:00 Föstudagur 25. september 16:00-19:00 Laugardagur 26. september 13:45-19:00 Sunnudagur 27. september 13:45-19:00 Foreldrasýningar Í ár verður boðið upp á þá nýjung að á ákveðnar sýningar verður leyfi legt að hafa með sér ungabörn og enginn gestur á að kippa sér upp við snökktandi barn eða barnavagn í salnum. Þetta á við um ákveðnan sýningar sem eru merktar í dagskrá hátíðarinnar. Eymundsson, Austurstræti 18 Opið frá 12-19, sími 540-2134 Í upplýsingamiðstöð RIFF í Eymundsson er hægt að kaupa miða á allar myndir hátíðarinnar. Þar eru líka til sölu passar og klippikort. Samræmt miðasölukerfi hátíðarinnar er í boði Strikamerkis ehf. Passar veita: • aðgang á allar myndir hátíðarinnar og fyrirlestra. • ekki forgang en með þeim er hægt að ná sér í miða á myndir fyrirfram, samdægurs. Það er hægt að gera í upplýsingamiðstöðinni og á öllum sýningarstöðum hátíðarinnar. • afslátt að pössum á tónlistarhátíðina Réttir, afslátt á hátíðarbarnum, Pósthúsinu við Austurvöll. Sýningarstaðir 1. Háskólabíó Hagatorgi, sími 591-5145 2. Norræna húsið Sturlugötu 5, sími 551-7026 Bíóbar verður opinn í kjallara meðan á sýningu stendur 3. Hafnarhúsið Tryggvagata 17, sími 590-1200 4. Hellubíó Hellusundi 6a 5. Iðnó Vonarstræti 3, sími 562-9700

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.