Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 31
21. september
20:00
Mánudagsmyndir –
vídeókvöld hjá leikstjórum
Horfa kvikmyndaleikstjórar öðruvísi
á kvikmyndir en annað fólk? Hvað
fi nnst þeim einkenna góða mynd?
Þessum spurningum og fl eirum
svara nokkrir kvikmyndaleikstjórar
mánudagskvöldið 21. september
þegar þeir sýna gestum RIFF
uppáhaldsmyndina sína heima í stofu
hjá sér. Gestum gefst kostur á að
ræða við leikstjórana eftir sýningu
myndarinnar.
22. september
Háskóli Íslands
21:00
Bílabíó – Með allt á hreinu
Í bílabíói RIFF að þessu sinni verður
sýnd hin goðsagnakennda mynd
Stuðmanna, Með Allt á Hreinu eftir
Ágúst Guðmundsson. Sýningin fer
fram á malarplaninu milli Norræna
hússins og Háskóla Íslands. Hljóðinu
verður varpað á FM 91,9.
Sýningin er í samstarfi við N1.
20. september
Norræna húsið
18:00
Eldað í anda myndar
Í lok sýningar á myndinni
Hádegisverður um miðjan ágúst mun
Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur
og matarbókarithöfundur halda
stutt erindi um hvernig farið hefur
verið með matarhefðir á Íslandi
nútímans og varpa fram spurningum
um gildi hefðarinnar á nýju Íslandi.
Veitingahúsið Dill í Norræna húsinu
mun í beinu framhaldi bjóða
bíógestum upp á sérstakan matseðil,
í anda hússins, sem styðst við
megin skilaboð myndarinnar. Verð á
myndina og málsverðinn saman er
aðeins 4000 krónur.
20. september 18:00
& 21. september 20:00
Iðnó
Olivier Mellano:
Kvikmyndatónleikar
Olivier Mellano fl ytur nýja,
frumsamda tónlist við klassískan
vegatrylli Stevens Spielberg, Duel
(1971), en það er fyrsta myndin
sem hann gerði eftir að hafa klárað
kvikmyndaskólann. Hún segir frá
ferðalangi sem er hundeltur af
geggjuðum bílstjóra á risastórum
trukki. Mellano hefur getið sér gott
orð fyrir að semja nýja tónlist við
meistaraverk kvikmyndasögunnar.
Hann hefur unnið með helstu
vonarstjörnum franskrar
popptónlistar svo sem Dominique A.,
Miossec, Laetitia Sheriff og Francois
Breut.
Ekki missa af: