Fréttablaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 34
Aðalverðlaun hátíðarinnar, Uppgötvun ársins, verða veitt við hátíðlega athöfn í lok hátíðarinnar.
Fjórtán myndir keppa um hinn eftirsótta verðlaunagrip, Gyllta lundann. Myndirnar eiga það allar
sameiginlegt að vera fyrsta eða annað verk leikstjóra. Allar eru myndirnar glænýjar og áhugavert
verður að fylgjast með framgangi þeirra í kvikmyndaheiminum næstu mánuði.
Gyllti lundinn
Eamon
Eamon
Eamon litli vill enn sofa upp í hjá
mömmu sinni, Grace. Fósturfaðir
hans, Daniel, er ekki hrifinn. Hann
er pirraður yfir áhugaleysi Grace
og finnst hann afskiptur. Eamon
baðar sig í umhyggju móður sinnar
en þessi sæla fær skjótan endi
þegar fjölskyldan þarf að verja
skólafríi drengsins á stormasamri
strönd Írlands. Þar baðar Grace
sig í sólinni með brúnan, stæltan
brimbrettastrák fyrir augunum.
Smátt og smátt fara hennar eigin
strákar að flækjast fyrir. Sögu
þessarra þriggja ólíku einstaklinga
vindur hægt fram. Leikstjórinn
færir athyglina átakalaust frá einni
persónu til annarrar en myndinni
lýkur á því að Eamon tekur til sinna
ráða með óvæntum afleiðingum.
Suma foreldra dreymir um að ala
börnin sín upp í sápukúlu, fjarri
ógnum heimsins. En foreldrarnir í
Dogtooth ganga alla leið og tryggja
að börnin þeirra þrjú fari ekki út
fyrir háa girðingu sem umkringir
hús þeirra. Þau hafa sannfært
börnin um að veröldin fyrir
utan sé grimm og andstyggileg.
Foreldrarnir hafa skipulagt
menntun þeirra og leik þannig
að þau komist aldrei í snertingu
við annað fólk. Eina manneskjan
utan fjölskyldunnar sem kemur
heim til þeirra er Christina sem
pabbinn fær til þess að fullnægja
kynferðislegum þörfum sonarins.
En dæturnar eru líka forvitnar um
Christinu.
Hundstönn
Dogtooth
Francesca er ungur leikskóla-
kennari í Búkarest sem dreymir
um að flytja til Ítalíu. Til þess
að uppfylla drauminn um betra
líf í nýju landi er hún tilbúin til
að horfast í augu við efasemdir
og áhyggjur sem vakna. Mita,
kærastinn hennar, ætlar að hitta
hana á Ítalíu um leið og hann
hefur lokið skyldum sínum heima
fyrir. En þegar ógæfa dynur yfir
koma ýmsir sársaukafullir hlutir
upp á yfirborðið og forgangsröðin
breytist. Það er Monica Birladeanu
sem leikur Fransescu, en gestir
RIFF gætu kannast við hana sem
hjúkrunarkonuna í Dauða Hr.
Lazaraescu, fyrstu sigurmyndar
keppnisflokks hátíðar-innar,
Uppgötvunar ársins, árið 2005.
Francesca
Francesca
Hér er sögu innflytjandans
snúið við ef svo má segja.
Aðalsöguhetjan Petra er Þjóðverji
sem flyst til Istanbul og tekst þar
á við sitt eigið líf og hvunndaginn
í borginni, í senn flókinn og
mótsagnakenndan. Smám
saman vitrast okkur líf hennar
og við drögum þræðina saman:
Istanbul, Þýskaland, fjölskyldan,
vinirnir, dópið og dauðinn.
Myndin er merkileg blanda
heimildamyndar og leikinnar sem
teflir fram raunverulegu fólki í
stað leikara. Ismail Necmi ferðast
með kvikmyndavélina á mörkum
veruleika og skáldskapar og fléttar
saman margslungnar myndir
úr draumum, raunveruleika og
síbreytileika lífsins á súrrealískan
hátt.
Ætti ég virkilega?
Should I Really Do It?
Lu Wan fimleikaskólinn í Sjanghæ.
Héðan verður ekki aftur snúið. Hér
æfa börn sem stökkva, rúlla sér
og standa á höndum enda-laust á
meðan þjálfarar öskra á þau. Þau
koma úr fá-tækum fjölskyldum og
foreldrar þeirra ætlast aðeins til
eins af þeim, að þau verði frægir
fimleikamenn. En þótt þau séu
sterkari og þroskaðri en önnur börn
á sama aldri er ekki víst að þau þoli
álagið sem fylgir því að búa sig undir
að keppa um gullið. Líkamlegur
sársauki er mikill en einsemdin er
jafnvel verri. Myndin leitar svara
við því hvernig hlúð er að börnum
hjá kínversku íþróttahreyfingunni?
Hvernig lifa þau af erfiðar æfingar
og harða samkeppni?
Rauða keppnin
The Red Race
Fikret (17 selur rósir í umferðar-
teppunni sem myndast á Bos-
forusbrúnni í Istanbúl. Það er
ólöglegt. Umut (28 keyrir leigubíl
yfir Bosforusbrúnna á hverjum
degi. Hann er nýkvæntur Cemile
sem er hugfanginn af lífsstíl
sápuóperanna. Umut vill að hún
sé hamingjusöm og þau leita
sér að nýju og betra húsnæði.
Umferðarlögregluþjónninn Murat
(24 , sem er frá litlu þorpi, hefur
nýlega verið falið að stjórna
umferð á Bosforusbrúnni. Fikret,
Umut og Murat eiga heima í
úthverfum Istanbúl en starfa í
miðborginni. Þeir þekkjast ekki
en draumar þeirra tengja þá
saman þar sem þeir mætast
daglega í umferðaröngþveitinu á
Bosforusbrúnni – á landamærum
Asíu og Evrópu.
Mennirnir á brúnni
Men on the Bridge
Saman
Together
Þetta er saga um ferðalag föður
og sonar um lendur sorgarinnar
eftir að þeir missa manneskjuna
sem þeir báðir elskuðu, hvernig
þeir takast á við hversdagsleikann
sem er þó allur annar en hann
var. Þeir átta sig á því að þeir hafa
ekki eytt miklum tíma saman
og eiga erfitt með samskipti. Á
endanum er það föðurnum ofraun
að takast á við fráfall eiginkonu
sinnar og hann fer með son sinn til
félagsmálayfirvalda. Drengurinn
er settur á munaðarleysingjahæli.
Faðirinn einangrast en drengurinn
gefst ekki upp og reynir allt til þess
að þeir geti sameinast aftur.
Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir,
skrifar handritið og leikur
aðalhlutverkið í þessari mynd.
Hann er aðeins tvítugur og þykir
óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin
er byggð á hans eigin ævi og fjallar
um samband samkynhneigðs
unglings, Huberts, við móður sína,
Chantale. Á sama tíma og gjáin
á milli þeirra stækkar taka þau
að átta sig á því að þótt þau séu
sennilega ófær um að búa saman
geti þau að öllum líkindum ekki
verið án hvors annars.
Ég drap mömmu
I Killed My Mother
Galopin augu
Eyes Wide Open
Í heimi strangtrúaðra gyðinga
í Jerúsalem stundar slátrarinn
Aaron iðju sína, trú og fjölskyldulíf
af óbilandi staðfestu. En dag einn
drepur öngþveitið á dyr, hann
kynnist hinum unga og myndarlega
Ezri og ástríðan tekur völdin.
Aaron vanrækir fjölskyldu sína og
samfélag uns það tekur til sinna
ráða og honum virðast öll sund
lokuð. Aaron grípur þá til aðgerða
sem ekki verða aftur teknar.
Áhrifamikil lýsing á flóknum
lögmálum heittrúaðs samfélags
og óbilgjörnum hefðum þess.