Fréttablaðið - 17.09.2009, Síða 35
Þetta er dæmisaga um Forn-Tyrki
sem lutu guði háloftanna og trúðu
að þeir væru börn bláa úlfsins.
Þetta var á þriðju og fjórðu öld og
Tyrkir töluðu forn-tyrknesku. Þeir
skildu jafnvel tungumál dýra. Þeir
voru í sambandi við anda fyrri alda
og gátu ferðast til annarra heima
með hjálp seiðmanna. Þetta var
fyrir tíma Íslam. Tyrkir jörðuðu
ekki dáið fólk heldur gáfu það
íbúum himnanna, Griffinnunum.
Karlmenn voru sterkir og
ástríðufullir. Konur báru hins vegar
í sér hið eina sanna lífsgildi því að
þær viðhéldu mannkyninu.
Kelin
Kelin
Beto er fyrrum þjónn og nú
gæslumaður glæsivillu í
Mexíkóborg sem hefur staðið auð
um árabil. Einveran tryggir honum
öruggt umhverfi þar sem ekkert
kemur á óvart, ólíkt ógnandi
veröldinni sem bíður utan veggja
hússins. Þannig elur Beto með
sér sjúklegan ótta við umheiminn
sem á endanum verður til þess
að samskipti hans takmarkast
við tvær manneskjur, konuna sem
á húsið sem hann er afskaplega
þakklátur, og Lupe, sem er í senn
trúnaðarvinur og ástkona. En þegar
húsið er selt þarf Beto annað hvort
að safna kjarki til þess að takast
á við veröldina handan veggjanna
eða finna einhverja leið til þess að
halda í horfinu.
Garðastræti
Parque Vía
Patti starfar í sirkus og býr með
eiginmanni sínum, Walter, í húsbíl
í San Basilio í útjaðri Rómar. Dag
einn finnur hún tveggja ára stúlku,
Asíu, sem hefur verið yfirgefin af
foreldrum sínum. Með hjálp Tairo,
unglingsstráks sem býr með ömmu
sinni í flutningagámi við hliðina á
húsbílnum, reynir Patti að hafa
uppi á móður Asíu. La Pivellina
er mynd um heim útlaga í ítölsku
samfélagi nú á dögum. Hún fjallar
um hugrekki og misrétti, um missi
og samveru.
La Pivellina
La Pivellina
Hans býr í litlum bæ nálægt Vín í
Austurríki. Hann er leigubílstjóri,
kvæntur og á einn son. Hann á líka
eitt leyndarmál. Og það mun leggja
fjölskylduna í rúst. Hann getur
aðeins leitað til einnar manneskju,
konu úr fortíðinni. Dauðadá byrjar
á því að veita áhorfendum innsýn
í venjulegt, borgaralegt líf. Það er
uppistand hjá fjölskyldunni við að
undirbúa afmæli. Gestirnir koma of
snemma. Veislan hefst. Allir koma,
nema fimmtugt afmælisbarnið.
Dauðadá
Coma
Hér er skyggnst inn í líf Antoines
sem er fimm ára strákur sem
stýrir útvarpsþætti, sinnir leyni-
lögreglustörfum og keyrir bíl. Hann
aðstoðaði við að búa til hljóðrás
myndarinnar með því að taka upp
hljóð í kringum sig í tvö ár. Antoine
er af víetnömskum uppruna og
fæddist hundrað dögum fyrir
tímann. Hann stundar nám með
jafnöldrum sínum í hinu almenna
skólakerfi í Montreal. Hann er
blindur.
Antoine
Antoine