Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 17. september 2009 3
Fyrir ári síðan hvíldi skuggi yfir tískuheimin-um eins og annars stað-ar enda kreppan þá rétt
byrjuð að breyta ásýnd samfé-
lagsins um víða veröld. Áhrifin
mátti sjá samstundis í sölunni
hjá tískuhúsunum og víst er
að enn eru blikur á lofti þetta
haustið. Þó að á tískusýning-
unum í mars síðastliðnum hafi
næstum verið hægt eitt andar-
tak að gleyma kreppunni, bar
þó meira á hagnýtum og ein-
földum fatnaði en áður og miklu
meira af svörtum lit. Skyn-
semisinnkaup er lykilorðið og
framboðið í verslunum endur-
speglast af því. Til dæmis eru
haustlitirnir dekkri en nokkru
sinni en mér segir svo hugur að
þar stjórni hagsýni frekar en
byltingarkenndar hugmyndir
fatahönnuða. Þeir bjóða einfald-
lega upp á fatnað sem hægt er
að selja og blanda með öðru og
sem gengur við flest tækifæri.
Svarti kjóllinn er til dæmis
meira en nokkru sinni ómiss-
andi í fataskápinn og ýmsar
útgáfur í boði. Kjólar eru einnig
vinsælir af þeirri ástæðu að þá
er um að ræða alklæðnað, efri
og neðripart í einni flík og hlut-
fallslega ódýrara í innkaupum
en til dæmis jakki og pils.
Örlítinn lit er þó að finna í
vetrartískunni og einna helst að
bláu sé blandað við svart og svo
fúshía-bleikt og fjólublátt sem
sjást stöku sinnum til að hressa
upp á litina. Á sýningarpöllum
þegar vetrartískan var kynnt
sást reyndar víða rautt og það
sama má segja um tískublöðin.
En þegar litið er í búðir virð-
ist rauði liturinn ekki hafa lifað
af. Skynsemin sigrar áhættuna
eins og sjá má þegar að smók-
ing-jakkinn er orðinn að síðkjól
hjá Yves Saint Laurent, enda
– hvað er praktískara en um leið
fágað en smókinginn?
Stíllinn er almennt ekki bylt-
ingarkenndur ef frá eru tald-
ir fjaðrakjólar Givenchy eða
dragdrottningakjólar Alex-
anders McQueen sem ekki
eru seldir í stórum stíl. Helst
er leitað í smiðju áranna frá
fimmtíu til sextíu en hins vegar
sjötíu til áttatíu eins og sést
vel hjá Valentino þar sem hægt
er að ímynda sér Jacqueline
Kennedy í annarri hverri flík.
Hönnuðir blaða í skissusöfn-
um og endurnýta gamlar hug-
myndir.
En til að gleðja augað í vetur
eru gjarnan notaðar pallíettur
eða perlur sem saumaðar eru
á fötin og lífga uppá daufa liti.
Þetta er reyndar fyrirtaks hug-
mynd fyrir þá sem eru sniðugir
í höndunum og gætu skroppið í
hannyrðabúðir og keypt nokkr-
ar perlur eða pallíettur og
saumað á einfaldar flíkur sem
öðlast þar með nýtt líf.
Nokkrir hönnuðir láta þó enn
sköpunargleðina ráða ferðinni
og er ráðlegt að fylgjast með í
framtíðinni þeim Haider Ack-
ermann sem minnir á Madela-
ine Vionnet, Gareth Pugh sem
öll tískublöð elska sem og hinn
indverska Manish Arora.
bergb75@free.fr
Skynsemishaust í tískuhúsunum
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Samtök tískuhönnuða í Banda-
ríkjunum gáfu nýlega út leið-
beiningar um heilbrigt mataræði
fyrirsætna.
Fyrirsætubransinn er oft
gagnrýndur fyrir óholla lífs-
hætti þar sem ýtt sé undir
megrun og svelti.
Tískuhönnuðir í Bandaríkjun-
um virðast vera að vakna til
vitundar um vandamálið
og hafa gefið út leiðbein-
ingar til fyrirsætna um
heilbrigt mataræði.
Hér má sjá dæmi um
það:
Morgunmatur: Trefja-
ríkt morgunkorn með
fitulítilli mjólk, jógúrt,
hrærð egg með ristaðri
heilhveitibrauðsneið eða
pítu, eggjakaka full af
grænmeti og fitulitlum
osti og gleymið ekki
nýjum ávöxtum.
Borðið allan daginn, á
nokkurra tíma fresti:
jógúrt eða kotasælu
með nýjum ávöxtum,
hnetusmjörssamloku
eða heilhveitibrauð, kalk-
úna- eða kjúklingavefjur með
grænmeti,
sojaflögur,
granola-
stykki,
hnetur eða möndlur, sólblómafræ
og ferska ávexti.
Drykkir: Drekka skal níu glös af
vökva á dag, meira eftir því
sem hreyfing er aukin og
hitinn í umhverfinu hækk-
ar. Vertu ávallt með vatns-
flösku með þér. Einnig er
gott að vera með vatnsríka
ávexti og grænmeti á borð
við epli, ber, melónur, gul-
rætur, spínat og gúrk-
ur. Kaffi og te er líka
leyfilegt.
Matur fyrir hárið:
Skinnlaus kjúkl-
ingur og kalkúnn,
fiskur og sjáv-
arfang, svína-
lund, fitulít-
ið nautakjöt,
egg, baunir,
sojabaunir,
hnetur og
tófú.
Matur
fyrir
húðina:
Brokkolí,
greip, papr-
íka, mangó, appelsínur,
jarðarber, sætar kartöfl-
ur, gulrætur, melónur og
apríkósur.
Matur fyrir tennurnar:
Fitulítil jógúrt og mjólk,
fitulítill ostur, næringar-
bætt sojamjólk, frosin jóg-
úrt, fitulítill ís, baunir og
brokkolí.
Nánari útlistingar má
finna á vefsíðu samtaka
tískuhönnuða í Bandaríkj-
unum á www.cfda.com - sg
Mataræði fyrirsætu
Fyrirsætur þurfa að passa upp á
mataræðið ef þær vilja passa inn í
staðalmyndina á tískupöllunum.
Dóttir Leifs
Finnski fatahönnuðurinn
Johanna Uurasjarvi hannar
undir nafninu Leifsdottir.
Á tískuvikunni í New York
eru sýningar á fjölda fata-
merkja. Eitt þeirra er Leifs-
dottir sem vakti athygli blaða-
manns enda um rammíslenskt
nafn að ræða. Við nánari eftir-
grennslan var komist að því að
þarna er á ferðinni hin finnska
Johanna Uurasjarvi sem stofn-
aði fatamerkið
Leifsdottir
árið 2008.
Á tískuvik-
unni í New
York var til
sýnis vorlína
Leifsdott-
ir þar sem
áberandi
voru litrík
föt, íburðar-
miklar blúss-
ur og gamal-
dags fylgihlutir
og hnappar.
Fötin úr lín-
u n n i m á
k a u p a í
verslun-
um á borð
við Anth-
ropolog-
ie, Nord-
strom og
Bloom-
ingdal-
es.
- sg