Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 17. september 2009 3 Fyrir ári síðan hvíldi skuggi yfir tískuheimin-um eins og annars stað-ar enda kreppan þá rétt byrjuð að breyta ásýnd samfé- lagsins um víða veröld. Áhrifin mátti sjá samstundis í sölunni hjá tískuhúsunum og víst er að enn eru blikur á lofti þetta haustið. Þó að á tískusýning- unum í mars síðastliðnum hafi næstum verið hægt eitt andar- tak að gleyma kreppunni, bar þó meira á hagnýtum og ein- földum fatnaði en áður og miklu meira af svörtum lit. Skyn- semisinnkaup er lykilorðið og framboðið í verslunum endur- speglast af því. Til dæmis eru haustlitirnir dekkri en nokkru sinni en mér segir svo hugur að þar stjórni hagsýni frekar en byltingarkenndar hugmyndir fatahönnuða. Þeir bjóða einfald- lega upp á fatnað sem hægt er að selja og blanda með öðru og sem gengur við flest tækifæri. Svarti kjóllinn er til dæmis meira en nokkru sinni ómiss- andi í fataskápinn og ýmsar útgáfur í boði. Kjólar eru einnig vinsælir af þeirri ástæðu að þá er um að ræða alklæðnað, efri og neðripart í einni flík og hlut- fallslega ódýrara í innkaupum en til dæmis jakki og pils. Örlítinn lit er þó að finna í vetrartískunni og einna helst að bláu sé blandað við svart og svo fúshía-bleikt og fjólublátt sem sjást stöku sinnum til að hressa upp á litina. Á sýningarpöllum þegar vetrartískan var kynnt sást reyndar víða rautt og það sama má segja um tískublöðin. En þegar litið er í búðir virð- ist rauði liturinn ekki hafa lifað af. Skynsemin sigrar áhættuna eins og sjá má þegar að smók- ing-jakkinn er orðinn að síðkjól hjá Yves Saint Laurent, enda – hvað er praktískara en um leið fágað en smókinginn? Stíllinn er almennt ekki bylt- ingarkenndur ef frá eru tald- ir fjaðrakjólar Givenchy eða dragdrottningakjólar Alex- anders McQueen sem ekki eru seldir í stórum stíl. Helst er leitað í smiðju áranna frá fimmtíu til sextíu en hins vegar sjötíu til áttatíu eins og sést vel hjá Valentino þar sem hægt er að ímynda sér Jacqueline Kennedy í annarri hverri flík. Hönnuðir blaða í skissusöfn- um og endurnýta gamlar hug- myndir. En til að gleðja augað í vetur eru gjarnan notaðar pallíettur eða perlur sem saumaðar eru á fötin og lífga uppá daufa liti. Þetta er reyndar fyrirtaks hug- mynd fyrir þá sem eru sniðugir í höndunum og gætu skroppið í hannyrðabúðir og keypt nokkr- ar perlur eða pallíettur og saumað á einfaldar flíkur sem öðlast þar með nýtt líf. Nokkrir hönnuðir láta þó enn sköpunargleðina ráða ferðinni og er ráðlegt að fylgjast með í framtíðinni þeim Haider Ack- ermann sem minnir á Madela- ine Vionnet, Gareth Pugh sem öll tískublöð elska sem og hinn indverska Manish Arora. bergb75@free.fr Skynsemishaust í tískuhúsunum ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Samtök tískuhönnuða í Banda- ríkjunum gáfu nýlega út leið- beiningar um heilbrigt mataræði fyrirsætna. Fyrirsætubransinn er oft gagnrýndur fyrir óholla lífs- hætti þar sem ýtt sé undir megrun og svelti. Tískuhönnuðir í Bandaríkjun- um virðast vera að vakna til vitundar um vandamálið og hafa gefið út leiðbein- ingar til fyrirsætna um heilbrigt mataræði. Hér má sjá dæmi um það: Morgunmatur: Trefja- ríkt morgunkorn með fitulítilli mjólk, jógúrt, hrærð egg með ristaðri heilhveitibrauðsneið eða pítu, eggjakaka full af grænmeti og fitulitlum osti og gleymið ekki nýjum ávöxtum. Borðið allan daginn, á nokkurra tíma fresti: jógúrt eða kotasælu með nýjum ávöxtum, hnetusmjörssamloku eða heilhveitibrauð, kalk- úna- eða kjúklingavefjur með grænmeti, sojaflögur, granola- stykki, hnetur eða möndlur, sólblómafræ og ferska ávexti. Drykkir: Drekka skal níu glös af vökva á dag, meira eftir því sem hreyfing er aukin og hitinn í umhverfinu hækk- ar. Vertu ávallt með vatns- flösku með þér. Einnig er gott að vera með vatnsríka ávexti og grænmeti á borð við epli, ber, melónur, gul- rætur, spínat og gúrk- ur. Kaffi og te er líka leyfilegt. Matur fyrir hárið: Skinnlaus kjúkl- ingur og kalkúnn, fiskur og sjáv- arfang, svína- lund, fitulít- ið nautakjöt, egg, baunir, sojabaunir, hnetur og tófú. Matur fyrir húðina: Brokkolí, greip, papr- íka, mangó, appelsínur, jarðarber, sætar kartöfl- ur, gulrætur, melónur og apríkósur. Matur fyrir tennurnar: Fitulítil jógúrt og mjólk, fitulítill ostur, næringar- bætt sojamjólk, frosin jóg- úrt, fitulítill ís, baunir og brokkolí. Nánari útlistingar má finna á vefsíðu samtaka tískuhönnuða í Bandaríkj- unum á www.cfda.com - sg Mataræði fyrirsætu Fyrirsætur þurfa að passa upp á mataræðið ef þær vilja passa inn í staðalmyndina á tískupöllunum. Dóttir Leifs Finnski fatahönnuðurinn Johanna Uurasjarvi hannar undir nafninu Leifsdottir. Á tískuvikunni í New York eru sýningar á fjölda fata- merkja. Eitt þeirra er Leifs- dottir sem vakti athygli blaða- manns enda um rammíslenskt nafn að ræða. Við nánari eftir- grennslan var komist að því að þarna er á ferðinni hin finnska Johanna Uurasjarvi sem stofn- aði fatamerkið Leifsdottir árið 2008. Á tískuvik- unni í New York var til sýnis vorlína Leifsdott- ir þar sem áberandi voru litrík föt, íburðar- miklar blúss- ur og gamal- dags fylgihlutir og hnappar. Fötin úr lín- u n n i m á k a u p a í verslun- um á borð við Anth- ropolog- ie, Nord- strom og Bloom- ingdal- es. - sg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.