Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 48
17. september 2009 FIMMTUDAGUR
BRYAN SINGER ER 44 ÁRA.
„Það er enginn tilgang-
ur með gerð kvikmynda
nema þú ætlir þér að
gera eitthvað alveg sér-
stakt. Skelltu þér ann-
ars á leikrit.“
Bandaríski leikstjórinn
Bryan Singer hefur getið
sér góðan orðstír fyrir
myndir á borð við Usual
Suspsects, X-Men og X-
Men 2.
Verslunarráð Íslands,
nú Viðskiptaráð Ís-
lands, eru samtök
hagsmunaaðila í versl-
un og viðskiptum á Ís-
landi og eru höfuð-
stöðvar samtakanna
í Húsi verslunarinn-
ar. Ráðið var stofn-
að á þessum degi árið
1917.
Það ár komu 156
aðilar úr íslensku við-
skiptalífi að stofnun
Verslunarráðs Íslands.
Fyrstu kosnu fulltrú-
arnir voru Jes Zims-
en, Carl Proppé, Ólafur Jónsson, Jón
Brynjólfsson, Jensen-Bjerg og Olgeir
Friðgeirsson. Í lögum
ráðsins stóð að hlut-
verk þess væri að
„vernda og efla versl-
un, iðnað og sigling-
ar“. Fyrsti formaður var
Garðar Gíslason. Hann
gegndi formennsku til
1933 en þá baðst hann
undan endurkjöri.
Viðskiptaráðið tók
við rekstri Verzlunar-
skóla Íslands 1922. Í
dag rekur Viðskipta-
ráðið einnig Háskól-
ann í Reykjavík. Fram-
kvæmdastjóri Við-
skiptaráðsins er Finnur Oddsson.
Heimild: www.wikipedia.org
ÞETTA GERÐIST: 17. SEPTEMBER 1917
Verslunarráð Íslands stofnað
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Inga Birna Jónsdóttir
lést á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn
fimmtudaginn 10. september. Útförin fer fram í
Kaupmannahöfn í dag, 17. september.
Ólöf Stefánsdóttir
Jón Steingrímsson Guðrún Ólafsdóttir
Skorri Steingrímsson
og barnabörn.
Okkar ástkæra frænka,
Birna Björnsdóttir
til heimilis að Laugarnesvegi 40, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 8. sept-
ember sl. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn
21. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarfélög.
F.h. aðstandenda,
Sigríður Antoníusdóttir
Jón Antoníusson
Jóhann Antoníusson
Erlingur Antoníusson
Björn Benediktsson
Haraldur Benediktsson
Guðrún J. Michelsen
Anna S. Björnsdóttir
Jóhanna Björnsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Helga Sigríður
Eysteinsdóttir
húsfreyja á Hrauni í Ölfusi,
er látin. Útför hennar fer fram frá Þorlákskirkju í
Þorlákshöfn mánudaginn 21. september kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á að láta dvalar-
heimilið á Blesastöðum í Árnessýslu njóta þess
(reikningur 0152 05 001735 kt. 560695 2929).
Þórdís Ólafsdóttir Ólafur Þór Ólafsson
Guðrún Ólafsdóttir Helgi Ólafsson
Hjördís Ólafsdóttir Marc Origer
Ásdís Ólafsdóttir Sverrir Matthíasson
Þórhildur Ólafsdóttir Hannes Sigurðsson
Herdís Ólafsdóttir Þórhallur Jósepsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Helga Þóra Árnadóttir
útgerðarmaður, Hamrahlíð 1,
Grundarfirði,
sem lést sunnudaginn 13. september, verður jarðsungin
frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 19. september
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélag Snæfellsness.
Gunnar Hjálmarsson Pauline Jean Haftka
Margrét Hjálmarsdóttir Eyjólfur Sigurðsson
Ólafía Dröfn Hjálmarsdóttir Bjarni Jónasson
Ólafur Hjálmarsson Emilía Karlsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, fóstri og sonur,
Gunnar Georg Sigvaldason
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10.09.09.
Jarðarförin fer fram föstudaginn 18.09.09 kl. 15.00 frá
Fríkirkjunni í Reykjavík. Blóm og kransar eru vinsam-
lega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans vin-
samlegast styðji Líknardeildina í Kópavogi, S. 543-1159.
Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir
Gunnar Sverrir Ásgeirsson Agnes Ólafsdóttir
Erla Gunnarsdóttir
vinir og aðrir vandamenn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sigríður Maggý
Magnúsdóttir
Prestastíg 11, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
18. september kl. 15.00.
Guðmundur Baldvinsson Helga Haraldsdóttir
Haraldur Guðmundsson Anna Svava Sólmundardóttir
Erla Maggý Guðmundsdóttir Arnar Steinn Karlsson
Guðmundur Kristján Haraldsson
Jóhann Karl Arnarson
Systir okkar, mágkona og frænka,
Katrín Vigfúsdóttir
frá Sunnuhvoli, Vopnafirði,
sem lést fimmtudaginn 10. september, verður jarð-
sungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 19.09.2009
klukkan 14.00.
Herdís Vigfúsdóttir
Fanney Vigfúsdóttir
Haukur Vopni
og aðrir vandamenn.
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
„Við erum mjög spennt yfir þessu.
Þetta verður rosalega gaman og við
vonum auðvitað að sem flestir mæti.
Allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir
Cheick Ahmed Tidiane Bangoura, með-
limur tónlistar- og danshópsins Af-
rika Lole. Cheick er meðal skipuleggj-
enda hátíðar sem haldin verður í sal í
Dugguvogi 12 föstudaginn 2. október
næstkomandi. „Þetta er í raun fyrsta
afríska hátíðin sem er haldin á Ís-
landi,“ segir Cheick.
Á hátíðinni stendur til að bjóða upp
á afríska tónlist, dans og matargerð.
Meðal hljómsveita sem staðfest hefur
verið að komi fram eru Big Band Sam-
úels Jóns Samúelssonar, Tropicalia-
sveit Kristínar Bergsdóttur og Los
Heartbreakers, en líklegt er að fleiri
nöfn muni bætast í hópinn. Afrika
Lole verður í fararbroddi í dansinum
og gestum gefst færi á að bragða á létt-
um afrískum veitingum.
Auk þess að dansa og tromma með
Afrika Lole og Los Heartbreakers ber
Cheick bumbur í Kramhúsinu og Bað-
húsinu. Hann er frá Gíneu, eins og
flestir meðlimir Afrika Lole, en flutt-
ist til Íslands árið 1999. „Upprunalega
kom ég hingað sem skiptinemi, lærði
íslensku og fleira. Svo fór ég að vinna
á leikskóla og lærði þá tungumálið
enn betur. Ég kann svo vel við mig að
hér hef ég verið alla tíð síðan,“ segir
Cheick. „Við erum fimm frá Gíneu
sem búum hér. Sumir okkar eru gift-
ir og hafa eignast börn. Bróðir minn
er nú staddur á Íslandi ásamt fleirum
í þriggja mánaða heimsókn, og okkur
fannst upplagt að nota tækifærið til
að halda eitt stykki hátíð. Við höfum
fundið fyrir því að fólk á Íslandi veit
ekki mjög mikið um Gíneu. Landinu er
oft ruglað saman við nágranna okkar í
Gíneu-Bissá, og önnur lönd í Afríku eru
mun þekktari, eins og Úganda og fleiri.
Okkur þótti tilvalið að kynna Gíneu
fyrir Íslendingum á þessari hátíð.“
Þessa dagana leita skipuleggjend-
ur hátíðarinnar logandi ljósi að fyr-
irtækjum og einstaklingum sem vilja
styrkja framtakið. „Þetta er dálítið
dýrt dæmi. Ef einhverjir myndu vilja
styrkja okkur, til dæmis í formi matar
og drykkjar, yrði það afar vel þegið,“
segir Cheick.
Áhugasömum er bent á að hafa sam-
band við Cheick í gegnum netfangið
cheick70@hotmail.com.
kjartan@frettabladid.is
GÍNEUMENN Á ÍSLANDI: BJÓÐA TIL VEGLEGRAR HÁTÍÐAR Í BYRJUN OKTÓBER
Styttist í fyrstu afrísku hátíð-
ina sem haldin er á Íslandi
AFRIKA LOLE Danshópurinn er meðal þeirra sem troða upp á hátíðinni. Meðlimir eru Sandra Erlingsdóttir, Alseny Sylla, Rubon Karl Hackert,
Cheick Ahmed Tisiane Bangoura, Mory Moussa Bangoura og Baba Bangoura. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI