Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 56

Fréttablaðið - 17.09.2009, Side 56
36 17. september 2009 FIMMTUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 16 16 16 16 16 L L FINAL DESTINATION 3D kl. 6 - 8 - 10 HALLOWEEN 2 kl. 5.45 - 8 - 10.15 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5 - 8 INGLOURIOUS BASTERDS LÚXUS kl. 5 - 8 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.40 SÍMI 462 3500 FINAL DESTINATION 3D kl. 8 - 10 THE GOODS LIVE HARD SELL HARD kl. 8 Síðasta sýning INGLORIOUS BASTERDS kl. 10 STELPURNAR OKKAR kl. 6 THE TIME TRAVELER’S WIFE kl. 6 Síðasta sýning 16 14 16 L 12 SÍMI 530 1919 16 12 16 16 BEYOND REASONABLE DOUBT kl. 5.40 - 8 - 10.20 G.I. JOE kl. 5.40 - 8 - 10.20 TAKING OF PELHAM 123 kl. 5.30 - 8 - 10.30 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 Heimir og Gulli Bítið á Bylgjunni. 45.000 MANNS! H.G.G, Poppland/Rás 2 HVAÐ FÆR MANN TIL AÐ KOMA SÖKINNI Á SJÁLFAN SIG? SÍÐUSTU SÝNINGAR! 17. - 27. september Miðasala hafin í Eymundsson, Austurstræti. Nánari upplýsingar á riff.is L BANDSLAM kl. 5:45 - 8 - 10:20 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 6 - 8 - 10:20 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 10:20 UP M/ Ensk. Tali kl. 8 - 10:20 UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50 DRAG ME TO HELL kl. 10:20 THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 THE PROPOSAL kl. 5:50 HARRY POTTER 6 kl. 5 FINAL DESTINATION 4 (3D) kl. 8:10 - 10:10 BANDSLAM kl. 5:40 - 8 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8:10 - 10:10 UP M/ Ensk. Tali kl. 10:20(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 6(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 6 BANDSLAM kl. 8 - 10:10 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8 - 10:10 16 16 16 V I P V I P 10 L L L L L 16 16 L L L L Vanessa Hudgens Lisa Kudrow -EMPIRE  -ROGER EBERT  SKRÁÐU ÞIG Í FRÍÐINDAKLÚBB SAMBÍÓANNA Á HTTP://FACEBOOK.COM/BIOMYNDIR - bara lúxus Sími: 553 2075 THE FINAL DESTINATION 3D kl. 6, 8 og 10(POWER) 16 HALLOWEEN II kl. 10.10 16 INGLORIOUS BASTERDS kl. 6 og 9 16 MY SYSTERS KEEPER kl. 5.50 og 8 12 POWERSÝNING KL. 10.00 - Þ.Þ., DV Annað árið í röð stendur Hitt húsið í samstarfi við Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, fyrir kvikmyndaviku dagana 17.-25. september. Vikan hefst í Hinu húsinu í kvöld klukkan 18 þar sem hljómsveitin Malneir- ophrenia spilar undir broti úr kvikmynd- inni The Godfather. Einnig verður dag- skrá kvikmyndavik- unnar kynnt. „Það er gott að starta haustinu með svona hátíð. Það eru spennandi dagar fram undan,“ segir Eva Ein- arsdóttir hjá Hinu húsinu. „Við breytum húsinu í hálf- gerðan bíósal, sem er mjög skemmtilegt.“ Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá; sund- bíó verður í Sundhöll- inni í Reykjavík á morgun þar sem nas- ista-uppvakninga- myndin Død snø verður sýnd, inn- gangsnámskeið verður haldið í hand- ritagerð, anime-mynd sýnd og tón- listarbíó haldið. Dagskránni lýkur svo föstudaginn 25. september með úrslitum í keppninni um bestu kvik- myndatónlistina við klippu úr kvik- myndinni Frankenstein frá 1931. Dómarar verða Georg Holm úr Sigur Rós, Hilmar Örn Hilmarsson og Þorvaldur Gröndal. Átján hljóm- sveitir og tónlistarmenn hafa skráð sig til leiks í keppninni. Ókeypis er inn á alla viðburði kvikmynda- vikunnar og fara þeir fram í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. Frekari upplýsingar má finna á riff.is og hitthusid.is. - fb Frankenstein og nasistahrollur Arkitektarnir Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir hanna saman skart undir nafninu Stáss. Skartgripirnir eru unnir úr plexígleri og sækja stúlkurnar innblástur meðal annars í íslenska nátt- úru og í gamla krosssauminn. „Við kynntumst úti í Árósum þar sem við vorum báðar að læra arkitektúr. Þegar við fluttum svo heim að námi loknu var lítið að gera í þessum bransa og þá urðum við að finna okkur eitthvað annað að gera. Við byrjuðum á því að hanna jólaskraut fyrir síðustu jól og það hefur undið svona upp á sig,“ útskýrir Árný. Aðspurð segir hún að þær hafi notað plexígler við módelsmíði í náminu og segir það vera skemmtilegt efni að vinna úr. „Við höfum verið að fikra okkur áfram með ýmis íslensk munstur og höfum meðal annars verið að prófa okkur áfram með krosssauminn. Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með önnur efni en plexígler.“ Að sögn Árnýjar er framtíðin enn óráðin og segist hún ekki vita hvort þær stöllur ætli að leggja skart- gripahönnunina alveg fyrir sig. „Maður veit svo sem aldrei hvað gerist í þessum byggingarbransa en ég vona að ég fái að starfa sem arkitekt einhvern tím- ann í framtíðinni. En þangað til verður maður bara að bíða og sjá og bera sig eftir björginni,“ segir Árný. Stáss fæst í Epal, verslun Þjóðminjasafnsins, Sirku á Aukureyri og í Snúðum og Snældum á Selfossi. -sm Arkitektar hanna skartgripi STÁSS Árný og Helga Guðrún hanna skemmtilegt skart úr plexígleri undir nafninu Stáss. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Krummi Björgvinsson er staddur í Atlanta þar sem hann vinnur að sólóplötu. Auk þess hefur rokkarinn verið að fikra sig út í dans- popptónlist. „Mig langaði að komast burt frá Íslandi í smá tíma til að fá frið og innblástur. Ég á nokkra vini hérna í Atlanta sem ég kom til að hitta og slaka á með. Á meðan ég er hér ætla ég að búa til demo úr lögum sem ég er búinn að vera að semja,“ segir Krummi Björgvinsson sem nú er staddur í Atlanta í Banda- ríkjunum. Undanfarið hefur hann verið að semja tónlist á kassagítar sem hann tekur upp á lítið upptöku- tæki. „Þessi plata verður mjög ein- föld í sniði. En ég veit ekki hvern- ig útkoman verður eða hvort hún mun koma út á næstunni.“ Aðspurður segir Krummi að hljómsveitirnar Mínus og Esja séu enn starfandi þrátt fyrir að með- limir þeirra séu að vinna að öðrum verkefnum. Hann segir að ný plata með Esju sé væntanleg á næsta ári og að Mínusmenn séu að huga að tónleikaferðalagi. Auk sólóverkefnisins hefur Krummi verið að semja popptónlist ásamt Halldóri, hljómborðsleikara Esju. „Ég hef verið að fikta svolít- ið við danspopptónlist með Dóra, félaga mínum. Mér finnst frábært að vinna með honum og þetta verk- efni mun vonandi gera eitthvað frábært í náinni framtíð,“ segir Krummi sem virðist ekki sitja auðum höndum þessa dagana. Auk þess að semja nýja tónlist fyrir væntanlega sólóplötu hefur hann tekið að sér að fara með hlutverk í nýrri kvikmynd, en tökur á henni hefjast á nýju ári. „Já, ég mun leika í bíómynd á næsta ári, svo er ég að fara að spila á Airwaves, taka upp eins mikið af tónlist og ég mögulega get og er með eitt níðþungt rokkband í burð- arliðnum. Það band mun skarta nokkrum stærstu þungarokkur- um Íslands. Svo ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum og láta mér líða vel.“ sara@frettabladid.is Krummi kominn í poppið KRUMMI Vinnur að fyrstu sólóplötu sinni og prófar sig áfram í danspoppi með vini sínum. EVA EINARSDÓTTIR Kvikmyndavika hefst í annað sinn hjá Hinu húsinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fimmtudagur, 17. september Thursday, September 17th 13:00 Aðdáendur kúrekasýningarinnar Hellubíó 14:00 Týndur hundur / Ríki bróðirinn Hafnarhúsið 16:00 Garðastræti Norræna húsið Ófræging Hafnarhúsið Sori í bráðinu Háskólabíó 3 16:40 Galopin augu Háskólabíó 2 17:20 Ameríski geimfarinn Háskólabíó 1 18:00 Dauðadá Hellubíó Matur hf. Norræna húsið Edie og Thea: Óralöng trúlofun Hafnarhúsið Allt á floti Háskólabíó 3 Norður Háskólabíó 4 18:40 Stúlkan Háskólabíó 2 19:20 Fiskabúrið Háskólabíó 1 20:00 Draugastelpan: myndin Norræna húsið Grettir kabarett 2009 Norræna húsið Árbúar Hafnarhúsið Ég drap mömmu OPNUNARMYND Háskólabíó Ískossinn Háskólabíó 3 Önnur reikistjarna Háskólabíó 4 20:40 Blygðunarlaust Háskólabíó 2 21:20 Vitringarnir þrír Háskólabíó 1 22:00 Sannleikurinn um kjötheiminn Norræna húsið Dauður snjór Háskólabíó 3 Tveir þræðir Háskólabíó 4 22:20 Farseðill til Paradísar Hellubíó 22:40 Ég drap mömmu Háskólabíó 2 Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Ég drap mömmu I Killed My Mother J’ai tué ma mère

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.