Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 15
SPEGILLI N N 195 Sprengjan, sem Sigfús þóttist hafa laumað undir stóla stjórn- arirmar, sprakk ekki. Púðrið i henni var blautt. yiútíwaAaífaw Eftir DÚK og DISK með þökk fyrir góð áhrif frá ungu skáldunum Ég er á leiðinni út í myrkrið. Þetta er bara venjulegt myrkur. íslenzkt myrkur. En mikið er myrkrið svart, maður. Óhugnanlegt myrkur. Ég læt þann bleika ráða ferðinni. Það gneistar af hófum hans. Ég finn það á því, hvernig hann frísar. Hvert erum við að halda, Bleikur og ég? Veit það ekki. Vissi það kannske þá. Kannske erum við alltaf á leið- inni. Án áfanga. — undarlegri en allir aðrir. Þú talar svo undarlega. Og ef þú talar ekki, þá þegirðu svo undarlega. — Það er af því, að ég elska þig, sagði ég og kyssti hana inn í lófann. Það var byrjað að rökkva þegar við gengum heim. Fólkið á Brekku var að taka saman heyið. Við fórum líka að taka saman hey. — Blómin eru falleg, þegar þau eru sprottin, sagði hún. — Já, sagði ég. Ég sagði aldrei annað en já, þegar hún talaði. Hún var svo falleg. Hún hafði brúnan fæðingarblett rétt eða dálítið fyrir ofan hnéskelina. Ég fékk stundum að sjá hann. Stundum varð hún reið. Stundum ekki. — Af hverju skyldu blómin spretta? sagði hún. Þá gat ég ekki sagt já. — Ætlar þú alltaf að elska mig? sagði hún. — Eins þeg- ar þú ert farinn? — Já, sagði ég, — ég ætla alltaf að elska þig. Eins þegar ég er farinn. Ég fer aldrei frá þér. Sá sem elskar fer aldrei frá — aldrei burt. Hún sat flötum beinum í grasinu og sleit upp gras. Langa stund sat hún í grasinu og sleit upp gras og sagði ekki neitt. — Mér finnst þú stundum svo undarlegur, sagði hún, Dagarnir liðu og urðu að nóttum og næturnar urðu að ástarorðum, ástarorðin að hvísli, sem hvarf í húm nætur- innar. Við hugsuðum ekki meira um hey. Allir aðrir hugsuðu um hey. Hvers vegna þá að hugsa um hey? Á nóttunni geng- um við berfætt yfir döggvota jörðina. Hún gekk við hlið mína. Stundum gekk hún á undan. Stundum gekk hún á eftir. Þegar við klifruðum yfir girðingarnar varð ég að ganga á undan. Hún lyfti ofurlítið upp kjólnum um leið og hún steig yfir girðinguna. Stundum sá ég fæðingarblettinn fyrir ofan hnéð, ef ég var heppinn. Maður er ekki alltaf heppinn. Við gengum upp í fjallið og settumst í laut í fjallinu. Það var ný laut. Við höfðum aldrei áður setið í þeirri laut. Við höfðum víst setið í öllum öðrum lautum, sem við þekktum. — Elskarðu mig ennþá? sagði hún og reytti strá. Hún reytti alltaf strá, þegar hún spurði, hvort ég elskaði sig.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.