Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 20
S PEG I LLI N N Alh vill í iildum gangá á okkar jarðstjörnu hér. Fyrst og fremst er það tíminn, sem fram lijá oss rennir sér. Hafið í öldum liossast og liraunleðja gengur til. Svo endurtaka sig alltaf allskonar tímabil. Sögurnar frá því segja sem að fyrrum við bar. Klifruðu fjöll og klungur krossferða riddarar. Lögðu sitt líf í liættu; léttust um pund og kvint; fórnuðu í ferðakostnað lornaldar silfurmynt. Þeirra var mark og miðið meistarans kross að sjá; og ef að þeir yrðu heppnir úr honum flís að ná. Flestir þeir létu lífið; — lánminni heldur en „Bör“ því útbúnaður var enginn í slíka svaðilför. Föt þeirra fóru í sundur, fátt varð um skjól og yl. Álafoss værðarvoðir voru þá engar til; höfðu ekki liitabrúsa; — beilsa og kraftur dvín við fæðu fjörefnasnauða — franskbrauð og margarín. Nú er hér öldin önnur allt stefnir bæða til; , komið kjarnorku-Ála krossferða tímabil. Vísindin efla alla andans og líkams dáð. Orka frá iðrum jarðar er nú manninum báð. Sigurjón kappinn knái í krossför að nýju réðst, þangað, sem blágrýti bráðið byllist, veltist og bleðst. Fylking bans sú hin fríða fann sér ei neitt um megn. Öll varin asbestbrynjum að ofan og niður í gegn. Tangarsókn bér var liafin að Heklu er stiiðugt gaus. Undirdjúp spiiðu eldi, — sem andskotinn væri laus. í undirbúningi öllum — engin var hugsun röng. Rúgbrauð í mátar malnum og mikil og ramger töng. Á fjallið var hiklaust lialdið braunstrauimjm vítis mót. Asbestklæddur þarf enginn að óttast bið bráðna grjót. Hafi menn efast áður er það nú lieyrt og séð: að rúgbrauð orkuna eflir ef Áli er drukkinn með.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.