Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 18
190 SPEGILLINN skaða. Hefja íþróttamenn tilraunir til þess að fá íslenzka glímu viðurkennda Ólympíuíþrótt, en þangað til hafði hún verið þjóðleg íþrótt. Gekk stirðlega, er erlendum ofbauð uppL vaðsla mörlandans í ýmsum greinum. Hafði hann, auk ann- ars, keppt við Stórbreta í fjárhættuspili og fótspyrnu, og vann Stórbretinn síðustu orrustuna í hvorutveggja, sem hans er siður. I ofanverðum Martio skeðu þau tíðendi, er lengi verða í minnum höfð, er eldur kom upp í Heklufjalli, en hún hafði þá hvílt sig í cii ár og var það trúa manna, að útdauð væri. Taldist sannfróðum fréttamönnum svo til, að steinar þeir, er upp komu úr gígnum, væri x sinnum stærri vexti en Lands- símahúsið, en það er húsa stærst, ef frá er talin útvarpshöll- in in mikla, sem þó verður aldrei reist, ef trúa má Pétri, sann- fróðum manni. Jónas Þorbergsson samt útvarpsstjóri. Festi á öndverðu árinu kaup á fiðlu einni merkilegri og galt við sjóð digran. Var instrúmentið sent í vesturveg til frekari forfrömunar og innstillingar, og er ætlun stjórans að leika á það yfir rústum útvarpsins á síðan, og fara þannig að ítök, svo sem General Motors úr Vesturhálfu, ríkir vinir Vil- hjálms Þórs. Var þárna einkum að ágætum hafður stóðhest- ur einn klerkborinn, nefndur Skuggi, er síðar hefur fengið sitt epitaphium í Morgenavisen og upptalningu flestra sinna afreka á stóðsviðinu. Kom utan úr Noregi langskip, færandi oss ferlíki Snorra Sturlusonar, er mestur hefur verið sagnaritari Norðurlanda, að frátöldum þeim fóstbræðrum Barða og Hriflujónasi. Brugðust þjóðhnöggvingar ið versta við og bönnuðu inn- flutning slíks óþarfa í landið, og kostaði þó enga erlenda valútu, frekar en gjafabíll að vestan. Varð Snorri frá að hverfa og þótti mörgum illt, er lítið var um kopar í landinu, sökum tregra siglinga. Lögðu fyrirmenn heila sína í bleyti, og sendu að því loknu herskip út til Noregs og hirtu Snorr- ann. Var honum landað á laun í Digranesi, þar sem nú kall- ast Borgarnes, og síðan pundað upp í Reykholt og settur á stall. Síðan vígður með hátíðlegum yfirsöngvum og lýsingu Hjörvars, en sjálfur konungsson Norðmanna fletti hann klæðum. Stendur ferlíki þetta enn í Reykholti og hristist dæmi Neronis keisara, ágæts manns. Lætur Pálmi próklamera Súðina til sölu, en kaupandi fyrirfinnst enginn, er hið aldna skip var nú orðið lii ára að aldri, ef trúa má kirkjubókum, og tekið fast að mæðast. Hleraðist þó, að Þjóðminjasafn hefði ágirnd á gripnum, en fékk eigi að gert, er líkkista þess var enn eigi fullgerð. Innstiftaður Stóridómur, til höfuðs þeim er ógætilega aka eldvögnum, eður automobilibus. Eru slíkir teknir griðalausir og leiddir fyrir lögfræðing, er síðan pressar úr þeim penninga þá, er eiga kunna. Hefur þetta, þegar orðið ríkinu til hins mesta fjárplógs, næst á eftir Rík- inu, en það stóð með miklum veg á árinu, fyrir góða vernd afhaldsmanna, er tilraunir vóru gervar því til fjörtjóns með ölbrýggerífrumvarpinu, sem frægt er orðið að endemum, að sögn Halldórs frá Kirkjubóli. Efnt til gressilegrar landbún- aðarsýningar í Vatnsmýri suður, en allar aðrar mýrar voru þá á valdi Hermanns, sem lesa má í inum eldri annálum. Vóru þarna saman komin exemplaria af flestum bústofni þjóðarinnar, að frátaldri lúsinni, en auk þess áttu þjóðir þar mjög í norðanveðrum og fyrir stórtíðindum, og segja menn fæturna ótrausta. Hafa norskir sagnameistarar nú ærið verk- efni að sanna, að Snorri hafi verið fótfúinn í lifanda lífi, því að sé svo, er allt prettalaust af Norðmanna hálfu. Hækkaði veraldleg hagsæld Búkollu með slíkum firna ágæt- um á árinu, að ekki þótti annað sæmilegt en bjóða Reykjavík- urkaupstað hlutdeild í ágóðanum, er eignakönnunin stóð fyrir dyrum. Var boðinu ekki tekið og átti þó Búkolla húsakynni fyrir cl kýr, en aðrir herma ccccl beljur. Heimsókn fiskimála- fulltrúa Kínverja, að nafni Mr. Wu. Kynnti hann sig ið bezta úti hér og kvaðst vera í Yxnafurðuhreyfingunni. Á ofan- verðu árinu hljóp síldarvaða mikil á Innnes, og þótti in mesta búbót, er flestar síldar höfðu útiblifið á lögskipaðri síldar- vertíð um sumarið, og skilið útvegsmenn eftir slyppa og snauða. Fengust þarna mikil uppgrip síldar, en er hagnýta skyldi, vóru engin tök eða tæki til þeirra hluta fyrir hendi og máttu veiðiskip bíða sér til óbóta, áður farmur þeirra yrði losaður. Ölvun við akstur automobilium tók miklum fram-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.