Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 25

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 25
SPEGILLINN 205 JÖLA-KVENSlÐAN Umíerðcspsglar SF'EGLINUM rennur blóðið til skyldunnar að geta fyrst- ur blaða ýtarlega um liina stórmerku nýjung, sem bæjar- stjórn Reykjavíkur ætlar að framkvæma og hefur þegar sam- þykkt að framkvæma, þegar fé er fyrir hendi og ástæður leyfa. Hún ætlar reyndar að setja upp umferðaspegla og á hinn fyrsti slíkra að rísa á horni Laufásvegar og Baróns- stígs, hvort sem það er nú sérstaklega' gert fyrir dömurnar í Kennaraskólanum, sem annars hai'a annað meira til síns ágætis en prjálið og liégómaskapinn, eða ættu að minnsta kosti að hafa. Þessi spagill á að vera á helvíta miklum staur (sem vonandi verður ekki keyrður niður fyrsta daginn), og svo þegar maður kemur að horninu, er ekkert annað en horfa í spegilinn og þá ;;ér maður alla götuiia hinumegin við horn- ið, án þess að þurfa að kíkja fyrir horn. Þetta hefði einhvern- tíma þótt galdrar, en nú á tímum fer enginn að brenna borg- arstjórann fyrir það, heldur þvert á móti. Auðvitað er það látið í veðri vaka, að þetta sé gert vegna bílanna, en þá erum vér ekki spámannlega vaxnir, ef spegillinn verður ekki fyrst og fremst undirlagður af kvenþjóðinni, svo að bílarnir kom- ist annaðhvort alls ekki leiðar sinnar, eða þá verði að keyra hver á annan, eins og hingað til. En úr því að farið er að tala um umferðarmálin, má geta þess, að bæjarstjórnin ætlar að gefa út leiðabók fyrir bæinn, sem mörgum finnst óþarfi, þar sem hér koma út svo margar leiðar bækur, hvort sem er. Fín heimsókn „Flýgur fiskisagan“, segir máltækið og er kannske satt, en hitt er þá að minnsta kosti jafnsatt, að misjafnlega h'ratt fljúga þær, fiskisögurnar. Þannig hefur fiskisagan í Hval- firði verið upp undir 1100 ár á leiðinni, en þegar hinn undur- sæti hollívúddleikari Tæróni Páer snerti Reykjavíkurflug- völlinn á lúxusvél sinni voru þar legíónir af varastiftum og púðurdósum í fullum gangi. Það er skemmst frá því að segja, að koma Tæs hingað (auðvitað var hann strax kallaður Tæ, því að rónanafnið þykir ekki fínt hér, þó að svo sé kannske í Ameríku), já, koma hans hingað hefur alveg gerbreytt lífi margra stúlkna hér — ekki sízt þeirrar, sem kom við hann og donaði eins og skot. Þær sem komu við hann hafa strengt

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.