Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 77 MeÖan þeir mæltu þetta, komu rauðliðar á hlið þeim að óvöru og tóku vígið. Áttu þeir fóstbræður gamalt vígi á svöl- um húss þess, er Holstein er nefnt, og fóru þangað, en Stefán hélt með liði sínu upp á Arnarhól og brutu þar upp grjót og bjuggust til varnar. Nú hófust fundahöldin. Gjallarhorn voru sett upp við öll virkin, svo að hver mátti heyra til annars. Samfylkingarnar voru einhverjar þær glæsilegustu, sem sézt hafa í Reykjavík. Gekk ég fyrst til búða þeirra fóstbræðra. Talaði þar fyrstur Jóhann Hafstein: — Reykvísk alþýða til sjávar og sveita! Vér mætumst hér í dag til að fagna þeim sigri, sem vér reykvískir verkamenn höfum náð með linnulausri baráttu við auðvalds- og aftur- haldsklíkur þessa lands. En þessar kjarabætur eru aðeins áfangar á leið okkar til sigurs. Vér verðum að heimta 7-stunda vinnudag með sama kaupi, mánaðar sumarleyfi með fullu kaupi, 8-stunda vinnudag á togurunum og afnám helgidaga og næturvinnu nema með 5-földum dagvinnutaxta. Verka- menn! Leysum okkur sjálf af klafa kúgunarinnar. Niður með arðræningjana!------------ Því miður gat ég ekki heyrt meira, því að nú voru hinir farnir að halda ræður líka, — ég var sjálfsagt búinn að tapa þar af miklum fróðleik. Erfitt var að gera sér grein fyrir, hver ræðumaður sósíalista var, en vér heyrðum þó: — Þeir hafa reynt að komast inn í raðir okkar, stela frá okkur deginum — sameiningardegi verkalýðsins — stela frá okkur merkjasölunni — stela frá okkur landinu. (Nú, það er aldrei þjófnaðurinn! Á þessum stað í ræðunni gleymdi ég mér og fór að hugsa um annað.) — Reykvíkingar, við eigum þetta land, hvað sem málpípur erlendra hagsmuna segja og gera til að svíkja af okkur landið. Syngjum öll: Svo frjáls vertu, móðir---------- Ég notaði sönghléið til að skunda upp á Arnarhóltstún og hafði ég þó þegar misst þar af miklu. Stefán Pétursson rit- stjóri var í ræðustól. Sáum vér þegar, að hann var kominn á allhættulegt hitastig. Stóðu enda við sín hvora hlið hraust- legir lögregluþjónar og glampaði öðruhvoru á handjárn. Tveir kvikmyndarar voru einnig sín hvoru megin við Stefán og beindu að honum hlaupum sínum svo nærri, að í stærri sveiflunum, sem Stefán tók fram yfir ræðupallinn, rákust glerin næstum því saman. Hugðum vér hér framkvæmdan 2. lið utanfararárangurs Jónasar Þorbergsstjóra, en hann var sá eins og menn muna að „taka“ sérkennilega og „merki- lega“ íslendinga með slíkum vélknúnum tækjum og geyma þá svo á söfnum fyrir eftirkomendurna, að því ér oss skild- ist til lærdóms og viðvörunar. — Helgaði Stefán Nordahl Grieg, Masaryk og Gottwald minningu dagsins: — Þeir hafa reynt að stela frá okkur Nordahl Grieg, þeir hafa reynt að stela frá okkur Jan Masaryk. (Þá er bara að stela þeim aftur, hugsum vér.) Ef þeir væru hingað komnir, þá skyldu þið sjá, hvoru megin þeir stæðu, niðri á Útvegs- bankatröppum eða hér upp á Arnarhólstúni.----------- Ég og ýmsir aðrir fróðleiksfúsir menn sáum, að hér við búið mátti ekki standa og flýttum oss aftur til að missa ekki alveg af ræðum hinna, og þótti oss þó súrt í broti að geta ekki fylgzt með líðan Stefáns. Fann ég þá af hyggjuviti mínu, að bezt myndi vera að klifra upp á þakið á Nýja Bíó og fylgjast þannig með öllum í einu. Þegar þangað kom eftir allskonar hættur og torfærur, heyrðist rödd frá Sjálfstæðis- húsinu: — Reykvískir verkamenn munu berjast þrotlausri bar- áttu fyrir bættum kjörum. Rödd frá Útvegsbankanum: — Þeir vilja svíkja landið, selja okkar nýfengna frelsi fyrir ameríska dollara. Rödd frá Arnarhóli: — og hafa komið sér upp fangabúð- um, sem eru hundrað sinnum verri en Hitlers. Holstein: — Reykvískir verkamenn munu standa af sér allan áróður ábyrgðarlausra glæframanna og ná lokamark- inu undir merki Sjálfstæðisflokksins. Útvegsbankinn: — Þeir hugsa aðeins um að skara eld að sinni eigin köku. Arnarhóll: — og reyna að koma á alþýðueinræði. Holstein: — Lengi lifi reykvískir verkamenn! Útvegsbankinn: — sem svíkja föðurlandið. Arnarhóll: — glæpamenn. Heyrðist nú klapp frá mannfjöldanum við Austurvöll. Var annar Sveinn Benediktsson, sem stóð með kasketið sitt undir hendinni upp við vegg setjarasals Morgunblaðsins, en hinn var barn í vagni, sem hló við sólskininu á Austurvelli. Næst þynntust raðir kommúnista á Lækjartorgi, héldu sumir heim til sín, en aðrir upp á tún til að fá svolítið með af Stefáni Jóhanni. Þegar sá armur fylkingarinnar tók að skipa sér um túnið, flýttu virkismenn sér að taka ljósmyndir af hinum glæsilega útifundi. Gátu menn nú slitið fundi. Þá var hinni glæsilegu samfylkingarstund lokið og þótti oss sem hver fylkingin væri annarri fjölmennari. Álfur úr Hól. .jóóh orn um þaö, hvernig maftur þraukar út heilan útifund. Ég liímdi með bakríg í heillanga stund og hlustaði á langdreginn útifund, á rökfimi og mælsku á misjafna lund, á mennina tala sig æsta — en ætlaði að doka við örlitla stund, aðeins að heyra í þeim næsta. SVB. MINNISMERKI vill þjóðin nú fara að stofna yfir lýðveldi sitt, svo að ekki er að sjá sem því sé spáð langlífi. Hafa þegar komið fram ýmsar tillögur um gerð merkisins; vilja sumir hafa það þyggingu, eins og æslculýðshöll eða fávitahæli (sem reyndar mætti slá saman í eitt), sumir vilja fer- líki af Fjallkonunni, aðrir risavaxna Svartadauðaflösku, og hitt og þetta, eins og gengur. Oss finnst einhverjar myndir eigi að fylgja svona tillögum, og birtum i því skyni vora uppástungu um minnis- merkið á forsíðu vorri í dag — en auðvitað án allra skuldbindinga. AMERÍSKIR vísindamenn hafa nýlega fundið bein úr Neanderthalsmanni suður í Afríku, en þetta þykja afskaplegir merkismenn og firna gamlir, eins og sjá má f þvi, að jafnvel unglingar af þessum stofni eru taldir vera orðnir 150.000 ára. Er talið, að þetta eintak hafi flúið þarna suður undan járnhæl þáverandi nazista og að lokum hafnað sig suður í Marokkó, skammt frá Rabat. Þetta síðasta nafn bendir ef til vill t'l þess, að taka megi söguna með nokkrum afföllum.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.