Spegillinn - 01.03.1949, Qupperneq 9
SPEGILLINN
39
uðs friði
fréttayfirlit
Nú eru víða blikur á lofti á himni stjórnmálanna og miklar
viðsjár með mönnum, sem er ekki nema mannlegt, þegar á
allt er litið, því að það er manninum í blóð borið að berjast
á vettvangi mannlegs lífs. Mest hefur verið rætt og ritað um
svonefndan herverndarsamning, sem er í raun og veru eng-
inn samningur, þar sem ekkert liggur enn fyrir um neinn
slíkan samning. Eigi að síður hafa verið gerðar samþykktir
af stjórnmálaflokkum og einstökum félögum með og móti
þessum samning, sem ekki er neinn samningur, og hafa nið-
urstöðurnar verið birtar í Ríkisútvarpinu, sem er í sjálfu
sér hlutlaust um málið, en lýsti yfir í upphafi umræðnanna,
að það sæi sér ekki fært að birta neitt um málið að svo komnu
máli.
Eins og að líkum lætur er smáþjóð eins og fslendingum
það lífsnauðsyn að leita samstarfs og jafnvel hernaðar-
bandalags við eitthvert stórveldið og þá auðvitað það, sem
næst oss er og skyldast að menningu, ef vér eigum að geta
verndað nýfengið sjálfstæði vort. Að hinu leytinu myndi
slíkur herverndarsamningur bjóða hættunni heim og leiða
yfir oss tortímingu í nýrri styrjöld. Frá kirkjunnar sjónar-
miði mælir margt með slíkum samningi, og eins og kirkjunn-
ar menn réttilega hafa bent á, þá er þess hvergi getið í biblí-
unni, að Jesús Kristur hafi verið á móti Atlantshafsbanda-
lagi. Eins hafa biblíuskýrendur réttilega bent á, að Jesús
hafi verið smiður að iðn og mætti því álykta, að hann hafi
að einhverju leyti lifað af vopriaframleiðslu, enda brá Pétur
sverði undan skykkju sinni á sínum tíma og hjó eyrað af
Malkusi, sem frægt er orðið. Hins vegar hefur sagnfræðing-
urinn Sverrir Kristjánsson haldið fram, að Jesús hafi verið
á móti Atlantshafsbándalagi og háfi hann sótt um að fá að
tala í útvarpið í Jerúsalem, en Farísear neitað og borið við
hlutleysi útvarpsins.
Nú hefur staðið yfir togaraverkfall um tima, og á þetta
verkfall skylt við önnur verkföll af svipuðu tagi að því leyti,
að togararnir sigla til hafnar og sjómennirnir leggja niður
vinnu. Að hinu leytinu er hér í vissum skilningi aíls ekki um