Spegillinn - 01.03.1949, Page 11

Spegillinn - 01.03.1949, Page 11
SPEGILLINN 41 Einn gaman- saraur náungi sagði á dögunum, þeg- ar rætt var um Kaldaðamesmálið fræga, að Jörundur ætti að gefa rík-- inu aftur Nesið undir dvalarheimili fyrir óhæfa þingmenn. „Þá verður þar fullt a. m. k. fyrst um sinn,“ bætti hann við. isti. Nú hefur einkum borið á beru fólki inn í Hlíðum, án þess að lögreglunni hafi þótt nægilegar hreinlætisástæður fyrir hendi, en eins og kunnugt er, getur fólk verið bert eða nakið af ýmsum ástæðum. Hins vegar neitar maður þessi að hafa fækkað fötum í þessu tiltekna hverfi, þó að honum hafi orðið á að létta ögn klæðum miðsvæðis í bænum í mesta febrúar- hitanum. Ennþá hefur því lögreglu vorri ekki tekizt að kom- ast að, hvaða og af hvaða ástæðum fólk sé helzt bert inni í Hlíðum né á hvaða tímum sóiarhringsins, en hins vegar þyk- ir fengin örugg vissa fyrir því, að fólk hafi farið þar úr föt- um og heldur fleiri en færri, nema sami maðurinn hafi far- ið úr oftar en einu sinni. Nú þykir vísindalega sannað samkvæmt fréttastofu Tím- ans, að fiskarnir syngi. Hafa menn tekið upp á plötur bæði kórsöng og einsöng ýmissa fiskategunda. Hafa sumir fiskar — eins og þorskurinn — tenórrödd, sem þykir ekki gefa Stef- anó Islandi eftir, en blágóman kvað hafa altrödd eins og Guðmundur Jónsson. Hákarlinn minnir nokkuð á Eggert Stefánsson, hefur hann sungið inn á plötu „ísland ögrum skorið“. Hér er sennilega nýtt og merkilegt verkefni fyrir Tónlistarskólann og þyrfti sem fyrst að æfa hljómsveit og landskór til að senda á síldveiðar á næstu vertíð, ef tónlistar- menn vorir geta komið sér saman um hljómsveitarstjórann. I Guðs friði. Álfur úr Hól. HJÁ LÖGREGLUNNI í Frankfurt hefur verið stofnuð. sérstök vasaþjófadeild, til að berj- ast gegn vasaþjófum, sem hafa hlotið þjálfun sína í skólum austan járntjalds. Tilgangi sínum hyggst deildin að ná með því að verða á undan vasaþjófunum og láta þá grípa í tómt. um veSurfai ifi. Eilífir umhleypingar upp á hvern lífsins dag, annað livort austan stórhríð eða þá vestan slag, allt eins og umræðufundur um Atlanzhafsbandalag. SVB. DANASTJÓRN hefur nú leyft þegnum sínum að fá ferðapeninga til nokkurra landa, þar á meðal Islands, og færir sem rök, að á Islandi sé svo ódýrt að bein- brjóta sig. Ef þetta þýðir það, að við eig-um að fá hingað nýjan vað af frændum vorum í þessum tilgangi, væri reynandi að kalsa það við verðlagsstjóra, að hækka eitthvað beinbrotataxtana. Hinsvegar getur verðið verið eitthvað mismunandi eftir því, hvort um innlenda eða er- lenda framleiðslu er að. ræða. DANIR hafa fundið heljarmiklar blýnámur í grænlandi, en til þess að geta nbtað þær til fulls þurfa þeir að fá upþlagsréttindi á Vestfjörðum, en þángað er ekki nema 30 stunda sigling frá námusvæðinu. Ekki vitum vér, hvernig landssalar vorir snúast vjð því að taka upp ICeflavíkur- samninga við dani, þar .sem þeir eru orðnir stóru vanir í þeirri grein, i seinni tíð. Þó vonum vér, að Stefán Jóhann verði að minnsta kosti ekki afundinn, enda nýkominn úr danmerkurför.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.