Spegillinn - 01.03.1949, Síða 13
SPEGI LLI N N
43
Konan og aldingarður.
Utvarpsþáttur
Gott kvöld!
Nú hefur útvarpsráð nýverið haldið sinn 1000. fund, sem
ég hef alla setið og suma tvisvar. Útvarpið var stofnað af
mér og prófessor Alexander Jóhannessyni árið 1930 og varð
ég að sjálfsögðu fyrsti formaður útvarpsráðs. Til að láta
sjálfs mín sem minnst getið í þessari skýrslu minni um starf-
semi útvarpsins á liðnum árum mun ég hér eftir nefna mig
í þriðju persónu, eintölu í karlkyni, sem verður þá í nefni-
falli Helgi Hjörvar. — Helgi Hjörvar varð sem sagt fyrsti
formaður útvarpsráðs og gegndi formannsstarfi í samfleytt
6 og hálft ár eða lengur en nokkur annar formaður ráðsins.
Helgi Hjörvar stjórnaði samtals 319 fundum og komst eng-
að þeir syngja hvort sem er aldrei Guðvorslands. Þeir syngja
bara Ólafía hvar er Vigga og svoleiðis kvæði og svo Blessuð
sértu sveitin mín þegar þeir eru kenndir.
Nú man ég ekki eftir meiru og vertu nú sæl og blessuð.
Þín Stefanía.
P.S. Mér þykir verst ef þetta bréf lendir hjá Morgun-
blaðinu eins og bréfið kommúnistakrakkanna því þeir birta
aldrei nema það bezta úr svoleiðis bréfum og láta hitt eiga
sig. Sama.
Utanbæj arpósturinn.
inn formaður fyrr né síðar í hálfkvisti við hann um fundar-
boðun til ráðsins. Að þessum 6 og hálfu ári liðnum veik Helgi
Hjörvar úr formannsstól, mest af sjálfsdáðum. Hann hélt þó
áfram að sækja fundi ráðsins og hefur verið æ síðan þaul-
sætnasti maðurinn í ráðinu. Að formannsstörfum loknum
tók hann við skrifstofustjórastarfi í útvarpinu og situr þar
nú beint undir ráðherra og hefur alla yfirumsjón með út-
varpinu, daglegri starfsemi þess, útvarpsdagskrá, sem hann
hefur samið sjálfur að mestu og flutt nálega einn. Útvarps-
stjóri mun hafa eitthvert eftirlit með hreingerningum í salar-
kynnum útvarpsins. Menn hafa verið að gera fyrirspurnir
í blöðum, hvaða tíma Helgi Hjörvar hefði til að anna samn-
ing og flutning útvarpsdagskrár í hjáverkum við skrifstofu-
stjórastarfið. Ég, fyrirgefið, Helgi Hjörvar hefur þó ekki
séð ástæðu til andmæla, þar eð hann hefur aldrei haldið því
fram opinberlega, að dagskráin og undirbúningur flutnings
á henni væri aukastarf.
Nú í tilefni af 1000. fundinum lét útvarpsráð taka mynd
af sér til að birta í blöðum bæjarins með núverandi formanni
fyrir borðsenda og sitja þar allir nema Helgi Hjörvar, sem
stóð vegna eindreginna áskorana meiri hluta ráðsins um, að
hann ætti að sjást á myndinni líka. Eins og myndin ber með
sér, stendur Hjörvar sem fjærst Jónasi Þorbergssyni og sem
næst formanni, og lætur hann sér í léttu rúmi liggja, hver
álitinn verður formaðurinn af myndinni einni saman.
Þessi skýrsla útvarpsráðs í tilefni af 1000. fundinum er
um margt firna fróðleg og er þó margt ótalið enn, en hér
skal þó staðar numið að sinni.
Yerið þið sæl.
Aðalhjörvar.