Spegillinn - 01.08.1951, Page 4

Spegillinn - 01.08.1951, Page 4
114 SPEGI LLI N N FULLTRÚAR veitinga- og gistihúsaeigenda frá öllum Norðurlöndum voru hér á þingi eða kongressi í síðastliðnum mánuði og þutu innlendir kollegar með þá um land allt til þess að sýna þeim helztu nýjungar í faginu. Að sjálfsögðu er þetta hin æskilegasta landkynning, en galla má þó telja það, að gestimir voru hvergi látnir borga fyrir sig. Fengu því ekki að kynnast hinu eina, sem án alls vafa má telja fyrsta flokks í veitingamálum vorum. ST JÓRNARV ÖLDIN hafa í sumar tekið upp á þeim fjanda að leggja svokallað hópferða- gjald á þá, sem splæsa í bíl til að koma út á landsbyggðina og eru meira en sex saman. Eftir þessu þurfa „6 í bíl“ ekki að borga neitt hópferðagjald, og hefur það auðvitað strax vakið grun um, að hér sé um hálfgerða ríkisstofnun að ræða. BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur ku nú verá farin að deila á Mjólkursamsöluna fyrir óþarfa flöskubrot. Vér finnum henni það aðallega til foráttu, að hún skuli ekki selja brotin til vinnslu í stað þess að láta oss hafa þau sem mjólk — með því verði, sem á henni er. Ekki er þess getið, að Áfengis- verzlunin hafi orðið fyrir neinum tilsvarandi ákúrum frá ríkisstjóm- inni, og er vel farið. TÍMINN gat þess fyrir kosningarnar í Mýrasýslu, að frambjóðendurnir mundu allir fjórir vera heiðursmenn, hver upp á sína vísu. Aldrei hefði oss dottið í hug, að Andrés væri svo vondur, að blað hans þyrfti að koma með svona játningar, — sem munu alveg eins dæmi í kosninga- hríð hér á landi. Kannske hefur flokkur blaðsins meira að segja rekið Berg fyrir ofmikinn heiðarleika. ÍRANSKEISARI er nú orðinn botnlangalaus, lesum vér í Vísi. I öðru blaði höfðum vér þegar lesið, að hann væri peningalaus, og loks í hinu þriðja, að hann sé rétt að verða olíulaus. Eigi ber því að neita, að oss þykir alveg nóg um allt þetta allsleysi og umkomuleysi, og efumst bara um að svona maður geti verið alvömkeisari öllu lengur. f GRÆNLANDI em hráætumar teknar að heýja kosningar með nýtízku tækni, les- um vér í Tímanum. Við síðustu kosningar, er þar fóru fram, voru not- aðir vörubilar, kröfuspjöld og yfirleitt hverskyns áróðurstæki, að undanteknu Kosningablaði Mýramanna. í OSLÓ hefur kjaftaskjóða ein nýlega verið dæmd í 45 daga fangelsi fyrir að segja um grannkonu sína, að hún hefði einhverntíma átt bam utan hjúskapar og gefið það. Oss finnst skjóðan heppin að haga orðum sín- um svona hóflega. Hversu marga daga hefði hún fengið, ef hún hefði sagt tvíbura og að hin konan hefði selt þá? VÍKVERJI sálugi lét það verða eitt af sínum síðustu verkum hér í heimi að birta innlegg frá ungum manni, sem lá það einna mest á hjarta að fá dömufríin endumeist og aúkin á dansleikum, sem haldnir eru. Vér er-- um þessari réttarbót, kvenfólkinu til handa, eindregið hlynntir, og einkum þó þar sem Kvenréttindafélagið eða hvað það nú heitir, fær þarna efni í einn fyrirlestur í útvarpið — og var ekki vanþörf á. TOGARAR á karfaveiðum hafa undanfarið fengið talsvert af svonefndum gull- laxi, sem ku vera góður matarfiskur og er jafnvel haft á orði að kenna Þjóðverjum að éta hann. Einn togarinn fékk undrafisk, sem breta- kveðnir nefnist, og hafa af honum veiðzt aðeins fjögur eintök fyrir 1926. (Vér vorum heppnir að heyra, að þetta var fiskur; annars hefð- um vér haldið, að hér væri um að ræða nýtt heiti á Snæbirni.) ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja út 25 tonn af biksteini frá Loðmundarfirði til Bretlands í sumar, og svo væntanlega meira seinna, ef steinninn reyn- ist góð vara. Ku Bretinn ætla að nota hann til að mála með augna- brúnir kvenna — og svo fjandann á vegginn, ef eitthvað verður af- gangs. STÓRVIRKIR þjófar voru að verki í Laugarneshverfinu, fyrir um það bil mánuði, og stálu ýmsum útgerðarvörum úr bragga einum og loks gaflinum úr sama bragga. Morgunblaðið, sem vér höfum þenna fróðleik úr, kemst að þeirri niðurstöðu, að hér hafi verið fleiri menn að verki en einn. Sparar blaðið oss þannig allmikið ómak, þar sem það hefði getað vaf- izt fyrir oss að finna þetta út sjálfir. BÆJARRÁÐ Reykjavíkur hefur á fundi sínum hinn 29. júni sl. synjað beiðni fé- lags, er nefnist „Boðun fagnaðarerindisins“, um lóð undir bráða- birgða samkomuhús í námunda við Miklatorg. Telja fróðir menn þetta stafa af því, að rétt sömu daga var stjórn borgarinnar sjálf á ferðinni með sitt eigið fagnaðarerindi, öðru nafni útsvarsskrána. VÍSIR birti fyrir nokkru tvær auglýsingar; var önnur um flutning Austur- ríkis, en hin um áætlunarferðir að Jaðri, og höfum vér tekið auglýs- ingar þessar í eina myndina í þessu blaði. Til vonar og vara skal tekið fram, að þær eru ekki „slitnar úr samhengi", eins og óhlutvandir rit- snápar plaga að gera, heldur stóðu þær svona í blaðinu. í MORGUNBLAÐINU lesum vér fyrir skömmu: „Bjarni Ásgeirsson sendiherra, herra, af- henti Noregskonungi í gær trúnaðarbréf sitt sem sendihen-a íslands í Osló“. Af þessu má læra það tvennt, að Bjarni er bæði herra og sendi- herra, og jafnframt að hann byrjar heldur illa, ef hann afhendir bréf, sem honum hefur verið trúað fyrir. RAFHA í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa elztu konunni, sem syndir 200 metrana, vandaðan ísskáp. Má þetta teljast góð gjöf, ef á það er litið, að gamalt fólk er yfirleitt kulvíst. Látið hefur verið í veðri vaka, að verksmiðjan sé mjög aftur úr að afgreiða pantanir, en vitanlega munar ekki um einn svikinn viðskiptamann í viðbót. t i-

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.