Spegillinn - 01.07.1958, Side 11

Spegillinn - 01.07.1958, Side 11
5FEGILLINN 155 an vals. í Hallgrímskirkju mundi kirkjugestir hinsvegar fá að heyra: Upp, upp mín sál . . . . undir sama eða svipuðu lagi og Jón ó Jón. I Neskirkju er vel líklegt, að gestum yrði boðið upp á einskonar sam- fellda dagskrá, þar sem skiptust á drauga- og sægarpasögur, en moderniseruð tónlist inn á milli, og í kirkju séra Emils sýnist oss vel hugsanlegt, að stíginn yrði dans í kjallaranum eftir hinni moderniseruðu tónlist. I frikirkj- unni mundi fólki gefast kostur á að heyra prestinn sjálfan syngja nokkur moderniseruð lög með K.K. sextettinum. — Að gaumgæfilega athuguðu máli virðist oss þannig auðsætt, hvernig margnefnd mod- ernisering mundi á ýmsan hátt skapa fjölbreytileik í messugjörð- um, auk þess að koma til móts við tónlistarkröfur nútímans. Finnst oss, að ef horfið verður að því ráði að færa kirkjutónlistina til nútíma- vegar, sé vel hugsanlegt að fólk lesi innan skamms svolátandi tilkynn- ingar í blöðum: Messað í Saurbæj- arkirkju í dag (sunnudag) kl. 5 Dans á eftir. óknarprestur: Virðist oss tilkynningin hljóma bara vel, enda er auðsætt að til einhverra ráðstafana verður að grípa, ef ung- dómurinn á ekki að gleyma því, að guðshús eru þó til í landinu. Hvað textanum við hina moderniseruðu tónlist viðvíkur, þá eru allt að því ótæmandi möguleikar að nota ýmsa gamla og góða texta (sálma), eins og lítillega voru sýnd dæmi um hér áðan. Nú, svo er náttúrlega alltaf hægt að yrkja nýja texta. Vér birtum hér lítilsháttar sýnis- horn af því, hvernig oss finnst, að textar við moderniseraða kirkju- tónlist gæti verið: „Ég trúi á þig og enga guði aðra, um það jafnan vitni breytni mín. Og sál mín eins og sautjánda júní blaðra sviflétt flýgur hærra minn guð til þín. Ég leita þín í bljúgu bænakvaki og bið þá einkum fyrir sjálfum mér. Ó, drottinn; yfir velferð minni vaki vesturhvelsins trausti englaher“. Þótt vér birtum hér aðeins eitt erindi, þá er lengd textanna vitan- lega ekki einskorðuð við það, enda eru sálmar venjulega talsvert lang- ir, og má jafnvel segja, að lengdin sé sameiginlegt höfuðeinkenni þess kveðskapar. Þá má ekki taka það illa upp, þótt vér nefnum „engla- her“, vér erum sem sé ekki að ögra Friðlýstu landi, heldur er þetta ein- göngu rímsins vegna, og hefði vit- anlega átt að vera varnarlið. Hér er nefnilega átt við varnarlið himn- anna og ekki reiknað með, að það verði þá og þegar að hverfa úr landi samkvæmt alþingissamþykkt frá öndverðu ári 1956. Annað lítið sýnishorn: „Dýran óð ég digta vann: Drottinn blessi forsetann, kirkjuna og sérhvern prúðan prest, og pokana mest og bezt. Stjórnina verndi vors lands guð, (þótt hún veki honum sjálfsagt ófögnuð), séffar allir til sjós og lands njóti og náðar hans“. Auðvitað er mönnum frjálst að hafa texta sem þennan lengri, og er trúlegt, að lengd hans færi eftir því hve nákvæmlega menn vildu sundurliða þá, sem blessunar guðs skulu njóta, en það eru m. a. for- setinn, biskupinn, prestarnir, kirkj- an, (þá er auðvitað átt við þjóð- kirkjuna), stjórnin og atvinnu- vegirnir (til sjós og lands). Að öllu samanlögðu sjáum vér ekki annað en moderniseruð kirkjutónlist, á- samt helgileikjum séra Jakobs Sjeikspírs, gæti orðið til mikillar eflingar á kirkjusókn yfirleitt, og trúar- og sálarlífi voru til álíka hressingar og B-vítamíntöflur vor- um lösnu líkömum. Stjórnandi þáttarins. Bæjarráð fer í leynilega boðsför til Hafnar, án vitundar bæjarstjómar

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.