Spegillinn - 01.07.1958, Síða 13

Spegillinn - 01.07.1958, Síða 13
5PEGILLINN 157 að við séum farnir að skulda svo mikið fyrir seðlaprentun úti í Bret- landi, að þeir ætli að fara að segja stopp. — Þetta er víst ekki nema satt, en veiztu hvað minn maður gerir þá? Hann er í þann veginn að stofna innlenda seðlaprentsmiðju sem ku ekki eiga að standa sem- entsverksmiðjunni að baki að stærð. — Hann lætur vonandi ekki Gylfa kveykja í öllu saman. — Já, vel á minnst! Hefurðu heyrt það? Hann ætlaði aldrei að geta kveykt upp í sementsverk- smiðjunni, en þá fundu þeir það snjallræði að láta hann nota Guð- mund í. fynr físibelg. — Þetta hlýtur að vera lýgi- Utanríkisráðherrann var alls ekki þarna staddur enda heyrir verk- smiðjan alls ekki undir hann. — Það þykir mér nú helvíti hart, þegar hún er slegin utan- lands, svo að við eigum ekki spýtu I henni sjálfir. — Það ætti nú að batna eitt- hvað þegar umframafköstin hans Vestals koma til sögunnar. — Þau koma nú því aðeins; til sögunnar, að þeir fái nægilegt raf- magn og er það ekki íhaldið, sem ræður mestu yfir því? — Hvað um það. Hefurðu ekki ferðazt eitthvað fleira? — Það get ég varla talið. Jæja, þó ekki alveg örgrannt. Ég fór um daginn með Friðlýstu landi í fundaferð, en kunni heldur illa við fámennið, svo að ég lagði mér til kvef og flýtti mér heim. — Þýðir það ekki sama sem, að hreyfingin sé búin að vera? — Jú. sennilega. Ég heyri sagt, að Hanníbal hafi bjargað málinu með því að friðlýsa einhvern helli í Gullborgarhrauni, og þeir hafi gert sig ánægða með það og talið það nóg friðlýst land, til þess að þeir gætu farið út úr málinu með fullum sóma. — Ekki getur Gullborgarhraun heyrt undir Hanníbal. — Þú heldur kannske, að þeð heyri undir Eystein. Nei, kall rninn,, það heitir nú ekki Seðla- borgarhraun, ekki enn að minnsta kosti. En hvernig lízt þé á, að Kan- inn er búinn að gera Alaska að 49. ríkinu hjá sér? —Ekki nema vel, en veiztu til hvers þeir gera það? — Nei, hvernig ætti ég að vita það? — Það er til þess, skal ég segja þér, að hafa númer 50 handa Is- landi. Kaninn mun hafa heyrt því fleygt í einhverju kokteilboðinu hér, að einginlega væri okkur ekk- ert að vanbúnaði nema það, að 49 væri eitthvað svo ólánleg og kjánaleg tala. Og hann þá ekki lengi að ryðja þeim þröskuldi úr veginum. Það hefur líklega verið þetta, sem þeir voru að stinga saman nefjum um hann Makkmillan og Dölles um daginn. Og líklega hefur það verið Dölles, sem stakk því að Makk að prenta ekki fleiri seðla fyrir okkur og svelta okkur þannig út á heimsmarkaðnum. — Já, hamingjan má vita, hvað þeim hefur farið í milli. En hef- urðu nýjustu slúðursöguna ? — Það kemur an uppá, hversu ný hún er. — Það er hvorki meira né minna en það, að Eysteinn las það í ein- hverju blaði, að de Gaulle ætli að vera búinn að koma öllu í lag í Frakklandi fyrir haustið, og nú ætlar hann að fá hann hingað á eftir til þess að gera það sama. — Ætli hann kvíði eitthvað fyrir septemberbjargráðunum ? — Líklega. En þetta er ekki eins einfalt mál og við höldum, heldur verður að hafa sérstakan mann til þess að varna því, að þeir tali saman, Makkmillan og de Gaulle, Sementsverksmiðj- an vígð í fyrradag. Forseti íslands laqM hornsteininn 09 iðnaðarmálaráðherra kvelkti upp í ofninunt.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.