Spegillinn - 01.07.1958, Side 14
15B
5PEGILLINN
Það var fremur dauflegt yfir júlí-
samkomunni hjá Hallbjörgu að
þessu sinni, einhver sumarfrís-
stemning yfir hópnum og Gröndal
talaði í útvarpið um heppni okkar
að vera smáþjóð. — Flest fer nú
að verða okkur til framdráttar,
sagði Hálfdán og hnussaði í hon-
um. — Þú kannt bara aldrei að
meta okkar menningarlegu reisn,
anzaði Hallbjörg stuttaralega. —
Þótt oft sé vel unnið á nóttunni þá
yrði lítið úr henni, ef dagarnir
væru ekki vel notaðir til þess að
efla hana og styrkja með þeim sem
upp vaxa. Þetta er nú mín heim-
speki og hefur borið ríkulega á-
vexti. Hálfdán þagnaði að sinni.
Við vorum samt öll treg til að
hefja umræður um slíkt stórmál
á mildu júlíkveldi, enda þótt ýmis-
legt væri þarna til að örva sálar-
ylinn og engu síður en hjá íélaga
Peive, er manna höfðinglegast tek-
ur á móti vinveittum gestum. Voru
máske einhverjir á meðal okkar
að hugleiða, hversu ánægjulegt
gæti verið að geta orðið fulltrúar
lítillar þjóðar með stóra menningu.
Aðrir voru ánægðir með þær nýju
fréttir, hve fyrirhafnarlítið væri
nú orðið að fara alla vegi megin-
því annars muni Makk fá hann til
að setja það sem skilyrði, að við
látum landhelgina af hendi við þá.
— 0, ætli Hans G. geti ekki
kippt því í lag?
Rakarinn minn hnippti í mig.
Þei, þei, hann Agnar Kl. er að
koma. Tutugu og tvær sjötíu og
fimm, takk!
HEIMA
ER
BEZT
landsins á eigin bíl, bara að koma
sér og bílnum út yfir pollinn við
fyrsta fáanlegt tækifæri. Einhverj-
ir voru þó blessunarlega lausir við
heilabrot um allt svona lagað ó-
framkvæmanlegt umstang, því að
hjá Hallbjörgu eru menn ekki
valdir eftir því hvað þeir geta út-
ausið mörgum peningum, heldur
hvað þeir eru, menningarlega séð.
Sjálfsagt hefur Hallbjörg fundið á
sér um hvað við vorum að hugsa,
þar sem hún benti okkur hógvær-
lega á, að heima væri margt bezt
og ágætast.
— Ég vona að þjóðhátíðin okkar
nýafstaðna sé okkur öllum jafn
minnisstæð. Heppin vorum við að
hafa ágæta og áhrifaríka blaða-
menn frændþjóða vorra meðal vor
þá. Án þess að hafa lesið í Al-
þýðublaðinu hvað þeim fannst um
hátíðina væri ég sennilega búin að
steingleyma henni. En svona er
það oft, við sjáum okkur ekki allt-
af í réttu ljósi og hættir því við
að vanmeta framlag okkar til að
skapa fyrirmyndir, skiljum tæp-
lega okkar sterku smáþjóðarað-
stöðu, þar sem allt er í rauninni
betra en það sýnist.
— Skárri eru það nú hátíðleg-
heitin, sagði Hálfdán og hnussaði
í honum öðru sinni. — Var þetta
kannske ekki sama kóragaulið og
alltaf áður, nema hvað salan í
sjopputjöldunum gaf lakari raun
að þessu sinni en oft áður, sem
kann að vera efnahagslífinu að
kenna, en nú eru þar sker og boð-
ar á báðar hendur og illfært óvön-
um.
— Þegiðu Hálfdán. Það er aldrei--
hægt að komast í stemningu þegar
Búnaðarfélag íslands efnir til rúnings