Spegillinn - 01.07.1958, Síða 15
BPEBILLINN
159
þú kemur með þín efnahagsmál.
En það kann vel að vera afsökun,
að hver og einn vilji helzt gjamma
um það, sem hann þykist hafa vit
á. En þessi hátíð var ekki svoleiðis
hátíð, þó að hann Guðmundur hafi
þurft að snara út fáeinum útsvör-
um fyrir einhverja reikninga næstu
daga, hverjum þó var vel varið,
þar sem svo mikill menningarvott-
ur kom á móti. Eg sé það bezt
núna, að frændur okkar sáu þetta
með þjálfuðum blaðamannaaugum
betur en mörg okkar. Hátíðin var
furðulegt ævintýri, þar sem margt
fólk gladdist sameiginlega og sýndi
umheiminum okkar þjóðlegu sam-
heldni. Og stúlkurnar okkar eru
þær fegurstu á Norðurlöndum
sagði hún Eira að maðurinn sinn
segði og það kom líka átakanlega
í ljós á keppninni í Tívolí.
— Kannske að það hafi verið
hann sem dansaði við mig kring-
um Lækjartorg og var svo aga-
lega hrifinn, sagði Díalín og það
glaðnaði yfir henni.
— O, þeir segja nú allir sitt af
hverju, jafnvel þó ekki sé um
Langasandsdísir að ræða. En feg-
urð er ekki fyrir mestu, heldur þau
sterku bönd, sem binda ungu kyn-
slóðina við frelsishugsjónir þjóð-
arinnar.
— Það er naumast að þessir
ágætu blaðamenn hafa komið þér
á hreyfingu, þú ættir nú samt að
vera farin að þekkja þá og allt
þeirra háttalag, sagði Hálfdán og
hnussaði í þriðja sinn. — En ég
sný ekki aftur með það, að allt
þetta kóragaul finnst mér lítill
menningarvottur, ef þessi menning
á að vera svo góð, sem af er látið.
Eða útvarpið. Þvílík dagskrá. Og
nýbúið að innheimta með 10 pró?
sent álagi, sem reyndar sýnir virð-
ingarvert fjármálavit, en hvar væri
menningin á vegi stödd ef hún
væri alveg blönk.
— Þið skuluð nú bara sjá á
næstu þjóðhátíð, gall í tólftóna-
stráknum. — Þá verður útvarps-
stöðin hans Jóns Leifs og okkar
í Tónlistafélaginu komin í gang og
þá skal verða músik sem -hátíða-
og menningarbragur er á. Það er
ekki hægt að meina okkur að
kynna okkar eigin ágætu músik,
en til þess þurfum við okkar eigin
stöð, þar sem sú gamla velur alltaf
af verri endanum. Það þarf líka að
ganga eitt og hið sama yfir alla
listamenn. Við tónskáldin getum
ekki látið Ragnar selja okkar verk
með afborgunum. Okkar list er
erfiðast að selja og því er útvarps-
stöðin okkur lífsspursmál, enda
mega allir hlusta ókeypis.
— Ætli það beri ekki allt að
sama brunni, að þessi menning
ykkar þurfi á peningum og fjár-
málaviti að halda. Þegar þið Jón
Leifs farið að útvarpa þessu vesæla
spangóli ykkar, sem enginn vill
hlusta á, ekki einu sinni hann
Örn, þá byrjið þið að kveina yfir
peningaleysi og heimtið náttúrlega
styrki eða einkaleyfi á að auglýsa
hrossaket og silkibuxur, eins og
Ólafur litli
hann Hjörvar okkar segir að and-
skotalaust myndi verða. Það var
kominn móður í Hálfdán, rétt eins
og að hann væri að svara spurn-
ingu dagsins í Mogganum.
— Ég efast nú ekki um að hann
Jón græi þá hliðina ■ alveg eins og
þá lónlistarrænu. Hann er nú sem
óðast að stefna þeim þarna á Vell-
inum, sem alltaf eru að misnota
hugverkin okkar, og ef hann vinn-
ur öll þau mál þá ætti okkur að
vera borgið, sagði tólftónastrákur-
inn og virtist alveg vera búinn að
gleyma Díalín en ég ekki. Bara að
hann héldi sig við stöðina ein-
göngu. Ég reyndi því að hjálpa
honum og sagði að tónlistarkynn-
ing útvarpsins hefði oftast verið
með endemum, fáum til skemmt-
unar og engum til fróðleiks, þar
vantar alltaf sannleikann um eðli
verkanna. Og þannig héldum við
áfram góða stund.
Bob á beygjunni.
og Ólafur mikli
í fíestum oörum skrlfum
þess, er Ólafur ekki neit.t
smámenni, heldur hinn
mestt kraftakarl