Spegillinn - 01.07.1958, Page 16
16D
8PEGILLINN
Almælt
Enn einu sinni allt í háalofti.
Sem betur fer. Nú ætlar Jón Leifs
að fara að höfða mál, „svo að segja
daglega“, en það mun merkja, að
hann er ekki enn búinn að ráða
það við sig, hvort hann undan-
skilur sunnudaga oð aðra helgi-
daga kristinnar kirkju. Vonandi
notar hann þá líka, það er ekki
verra en þegar sveitamenn fara í
hey á helgum, eins og nú er tíðara
en ekki. Krúséff vill koma á eftir-
liti, er geti komið í veg fyrir
skyndiárásir; er líklega smeykur
síðan íhaldið neitaði að fara í kurt-
eisisheimsókn, og vill því vera bog-
var. Samtímis eru fundnar upp
nýjar og líklega endurbættar veir-
ur, af hverjum hálfur líter mundi
nægja til að koma öllu mannkyni
fyrir kattarnef, eins og blöðin orða
það, en gleyma að segja oss, hvern-
ig kötturinn sjálfur fer út úr þessu
öllu saman. En hvað sem því líður,
ætti Mjólkursamsalan að kynna sér
veirur þessar, sem virðast slá allt
út, að minnsta kosti mannfólkið,
sem áður er sagt. Heill stjórnmála-
flokkur úti í Danmörku vill leiða í
lög, að Margrét prinsessa þeirra
Dana megi giftast hversu borgara-
legum manni sem vera skal. Er
sýnilegt, að flokkurinn vill forða
henni frá öllu stappinu, sem nafna
hennar í Bretlandi hefur átt um
Tánsendann sinn, með tilheyrandi
blaðaslúðri og kellingarkjaftæði.
Ekki mun þetta þó af neinni jafn-
aðarmennsku né mannkærleika
gert af hendi flokks þessa, heldur
blátt áfram vegna þess að prinsar
mega nú heita uppgengnir á heims-
markaðnum, að minnsta kosti þeir,
sem nokkurt gagn er í til þess
brúks, sem hér er um að ræða,
og er þá vitanlega ekki annað að
gera en lúta að borgurunum, þótt
hálfskítt sé.
Rétt sem stendur heyrist lítið
tí ðin di
talað um íslenzka Davíð og Atlanz-
Golíat og væntanlegan atgang
þeirra, en ef einhver skyldi ekki
skilja sprokið, er hér átt við land-
helgismálið. Þó erum vér hvergi
varbúnir, er Pétur okkar Nelson
hefur þegar skellt kíkinum á blinda
augað, eins og nafni hans, og sagzt
— eins og hann — ekkert signal
sjá. Verst er, að sjóorustan skuli
ekki geta hafizt fyrr en 1. septem-
ber, en þá eru allir búnir með
sumarfríin sín, svo að erfiðara
verður aðstöðu fyrir ferðaskrifstof-
ur vorar að efna til sumarleyfis-
ferða vestur á Svið eða suður á
Selvogsbanka, og jafnvel vestur á
Hala. Hefði þó slíkt verið hin á-
kjósanlegasta tilbreyting í ferða-
málum vorum. En þangað til verð-
ur að láta sér nægja skottúr suður
í Fríhöfnina á Vellinum, þar sem
sprúttið er svo billegt, að fjölmarg-
ir sprúttsalar vorir eru sagðir orðn-
ir sköllóttir af eintómum atvinnu-
áhyggjum.
Ein hin mesta ákoma, sem þjóð-
in hefur orðið fyrir lengi, er fregn-
in um umframafköst Sements-
verksmiðjunnar. Reyndar eru þau
sem betur fer, enn ekki komin í
gagnið, en tilhugsunin er kvíðvæn-
leg, engu að síður. Ekki svo að
skilja, að þetta sé í fyrsta sinn sem
áætlanir hjá okkur eru vitlausar,
en hitt er sjaldgæfara, að vitleysan
sé okkur í hag — í fljótu bragði
séð. Nánar athugað er hún það
ekki í þetta sinn, þar sem skipa
þarf heila nefnd til þess að koma
sementinu í lóg, svo verðum við
auk þess að borga rándýra fragt
undir það, þegar við förum að gefa
það til útlanda. Eina huggunin í
öllum vandræðunum er sú, að til
þess að nefndin starfi fljótt og vel,
verður hún að vera ólaunuð og sjá
valdamenn fram á mikið annríki
hjá þjóðinni, daginn sem nefndin
verður skipuð.
Eftir langvarandi þurrka, sem
enn geta haft sínar afleiðingar
langt fram í tímann, hefur nú
Pétur „Nelson“ ætlar að stríða við
Breta