Spegillinn - 01.07.1958, Blaðsíða 17
5PEGILLINN
161
f/ljtt hjálprœíi
Sé það réttnefnt íhald, sem fer
með bæjarmál höfuðborgar vorrar
með öruggum meirihluta í bæjar-
stjórn og meira að segja einum
krata til vara, er það að minnsta
kosti gott íhald, en íhöld geta ver-
ið mismunandi og stundum ekki
átt saman nema nafnið, eins og
svo margt annað á jörðu hér. Sum-
ir halda því beinlínis fram, að
nafnið sé notað í gríni eða þá af
eintómu yfirlætisleysi, svo örar eru
framfarirnar. Þannig er enn ekki
farið að vígja Sorpeyðingarstöðina
með því að kasta í hana bæjar-
stjórnarminnihlutanum, þegar
fram kemur tillaga um umbót, sem
flestum ber nú saman um, að oss
hafi vanhagað um allt síðan á
Sturlungaöld, og kommarnir hafa
samt ekki haft uppfinningasemi til
að heimta fyrr, en bregðast svo
fúlir við, þegar sjálfur borgarstjór-
inn tekur bitann frá munninum á
þeim og ber upp tillöguna sjálfur,
með traustri aðstoð Magnúsar Vaff.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var
hvellsamþykkt stofnun nýs em-
bættis, sem enginn getur nú skil-
ið, hvernig vér höfum komizt af
án, allar þessar aldir. Skal hinn
nýi embættismaður heita félags-
málafulltrúi, en nafnið er einmitt
nógu reykkennt til þess að geta
náð yfir allan andskotann, en það
er einmitt allur andskotinn, sem
þessi veslings maður á að hafa á
sinni könnu, en vonandi fær hann
nægilegt starfslið til þess að slitna
brugðið til vætu og það með
þeim ágætum, að einn daginn las
maður í blaðinu sínu, að síðasta
sólarhring hafi úrkoman verið
44,6 milljónir kílóa. Ekki er maður
enn farinn að skoða þetta vatn, en
vitanlega hefur því verið safnað á
einn stað, úr því það er svona ná-
kvæmlega vegið.
Hafi maður auðugt hugmynda-
flug og minnist á vatn, getur
manni dottið í hug gras, en einmitt
á sviði grasræktar vorrar hafa ný-
skeð gerzt stórtíðindi, svo að tíma-
mótum eða straumhvörfum eða
hvað það nú heitir, mun valda í
búnaðarsögu þjóðarinnar. Nú eru
þeir sem sé farnir að sá grasfræi
úr flugvélum, og var nýskeð gerð
tilraun með slíkt á hinum góð-
kunna Sandskeiði, skammt frá höf-
uðborginni, en þar hefur aldrei
verið nokkur ló, enda undir vatni
á vetrum og aðstæður allar hinar
erfiðustu. Ekki er að efa, að þarna
verður allt orðið iðgrænt um réttir,
og jafnvel löngu fyrr, og takist til-
raunin vel, er meiningin að sá í
Miklubrautina og vita hvoru geng-
ur betur umrótinu þar eða gras-
vextinum.
Eitthvert slangur hefur verið hér
á ferðinni af skemmtiferðaskipum
og er gleðilegt til þess að vita, að
farþega þeirra gætir miklu minna
í bæjarmyndinni en áður var, þegar
helzta sportið hjá þeim var að aka
á heygrindum um bæinn. Af þeim
fáu sýnishornum, sem maður sér á
götunni, má samt ráða, að ekki
hefur Kanakellingunum farið fram
um fríðleik, síðustu árin og milljón-
aradætur sjást alls ekki í hópnum,
en áður fyrr var alltaf viss prósenta
af þeim á hverju skipi. Sumir segja
nú reyndar, að þær séu enn á skip-
unum, en séu teknar jafnharðan á
löpp af stóreignaskattssonum, og
þessvegna beri ekki á þeim á göt-
unum. Verður það haft fyrir satt,
þangað til annað birtist sannara.
Leiðinlegt er til þess að vita, að
Sís skuli ekki græða dálítið meira,
að minnsta kosti svo mikið, að
hægt væri að leggja á það stór-
eignaskatt, og er jafnvel sagt, að
forráðamenn þess hafi fengið bágt
fyrir hjá Eysteini. Einnig hefur
þessi staðreynd komið almennum
borgurum landsins spánskt fyrir,
en nú er komin ráðningin á gát-
unni, og liggur hundurinn grafinn í
óraunhæfri álagningu. Samt hefur
öllum almenningi þótt álagningin
til þess hæf að auka mönnum
raunir, en nú kemur í ljós, að hinn
aðilinn fær heldur ekki ofmikið
fyrir snúð sinn og er leitt til þess
að vita, þegar báðir tapa á viðskipt-
um. Þó standa vonir til, að hag-
fræðingar vorir geti kippt þessu í
lag, en þeir ættu bara að vera
dálítið fljótir að því og í allra
versta falli kaupa sér rafheila, ef
þeirra eiginn dugir ekki — sem
hann ekki hefur gert hingað til.
En hvað hina snertir, sem fengu
stóreignaskattinn, þá virðist al-
menn ánægja með hann, einkum
þó hjá þeim, sem enginn hefur
hingað til orðað við slíkt og koma
því öllum á óvart. Vilji þessir láta
stóreignaskattgreiðendur fá sér-
stakt merki til að bera í partíum
og kokteilboðum, og hefur maður
hlerað, að Eysteinn hafi haft góð
orð um að afhenda þeim slík merki
um leið og þeir borgi það seinasta
af skattinum. Verður ekki annað
sagt en Eysteinn hafi ósvikna
kímnigáfu til að bera og mætti
geta þess næst þegar hann á af-
mæli.
Annars er eins og stjórnin haldi
að sér höndum, rétt í bili, og er
kannske ekki nema eðlilegt, ef
Gylfi er austur í Palestínu að
dansa við Júðakellingar, eins og
maður hefur heyrt í góðri heimild.
Meðal annars er áberandi lítið af
stórhneykslanlegum embættis- og
stöðuveitingum, en það segja fróð-
ir menn, að sé ekki annað en bein
afleiðing af hinu illræmda smyrj-
araverkfalli.