Spegillinn - 01.07.1960, Side 9

Spegillinn - 01.07.1960, Side 9
153 SPEQILLINN Fla trí msþáttur „Aur fyrir gotti upp í þig átti ég fyrr í lommen. „Nú hef ég ekki ofan í mig annað en fattigdommen' ‘. Þessi raunsæi snilldarkviðlingur ætti að prentast með gullnu letri á skjöld viðreisnarinnar miklu og vera mottó fyrir öllum útreikning- um Jónasar Haralz eftirleiðis. Frekari skýringar óþarfar. „Sumar eru ferðir sízt til fjár, til sönnunar því má benda á heftiplástruð hælasár hernámsmótmælenda". Mótmælaganga frá Keflavíkur- velli til Reykjavíkur hefur farið fram, til þess að ítreka enn einu sinni kröfuna um brottför vamar- liðsins, sem flestir munu hafa orðið sammála um að sé ekkert varnar- lið. En meður því að ýmsir þeirra, sem þreyttu gönguna, voru óvanir labbinu, og enda ekki á heppileg- um gönguskóm ,særðust hælar göngufólksins mjög, og hefur síð- an gengið ört á heftiplástrabirgðir apótekanna. „Alltaf verður eitthvað nýtt uppi á lífsins tening. Ofboðslega er nú skítt að eiga ei nokkurn pening“. Þetta er hallæriskviðlingur, og slíkir kviðlingar virðast ætla að fylgja núverandi ríkisstjórn frá vöggu til grafar, enda hæpið að annarskonar skáldskapur geti orð- ið til undir slíkri stjóm. „Margar þekkti ég meyjarnar, eina, tvær og þrjár. Svo þekkti ég líka kellingu í þrjátíu ár. Ég kyssti fleiri en eina, ég kyssti fleiri en tvær . . . Nú kyssi ég bara eina kellingu; sem klappar sér á lær“. Þetta stef tilheyrir afbrigðilegum flatrímsskáldskap, sem auðvitað getur líka verið ágætur eins og stefin bezt sanna . Enn þá verða oft á tíðum ýfingar með gömlum vinum. í Kópavogi er kirkja í smíðum sem kvað vera óháð söfnuðinum. Snjöll vísa. Fyrriparturinn víkur að erjum og þrasi, sem allsstaðar skýtur upp kollinum á ólíklegustu stundum og verður að köldu (og stundum heitu) stríði. Seinnipart- urinn segir aftur frá því, að í Kópa- vogi, þar sem allir eru óháðir öllu (það er nú svo-) er að rísa kirkja svo frumleg að gerð, áð engin dæmi munu annars slíks síðan á dögum Fornegypta eða Rómverja. Er kirkján ýmist kölluð bogakirkja, oddbogakirkja eða fjögraboga- kirkja, og hefur ýmsum sparnaðar- og ráðdeildarmönnum suður þar blöskrað hve mikið af rándýru Þá hafði forsætisráðherra alvöruorð að mæla, £ til útvegsmanna, er hann sagði: „Ríkir útvegs- menn verða að gera sér grein fyrir, að eigi al- menningur að tryggja þeim .gróða, og hóti þeir ella að stöðva rekstur framleiðslutækjanna með samtakamætti og svipta almenning með því lífs- framfærinu, þá neyða þeir ríkisvaldið til afskipta.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.