Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 26

Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 26
26 SPEGILLINN VATNSHRÚTURINN: Framtíðarhorfurnar eru glæsi- legar. Hæsti vinningurinn í happ- drættinu lendir á miðann sem þú tímdir ekki að endurnýja. Ennfrem- ur kemur í Ijós að hjákona þín er með þunga sem þú ert ekki valdur að. RÁÐANAUTIÐ: Lærðu nú af óförunum. Láttu í minni pokann, ef þörf krefur. Það getur ekki biessazt mikið lengur, að mæta grátandi til vinnu. Hafðu því öryggisútbúnaðinn heima I lagi. Það er ekki alltaf sopið úr ausunni þótt nokkuð kál sé í henni. EINEGGJA TVÍBURARNIR: Þar sem þú hefur allundarlegar skoðanir á flestum málefnum, og ert tilbúinn að skipta um þær oftar en sokka, og vilt auk þess láta bera sem allra mest á þér, þá skalt þú skipa sjálfan þig 61. menning- arvitann. KOL-KRABBINN: Það er virðingarvert að láta hverjum degi nægja sína þjáningu, en það er ástæðulaust að láta aðra þjást fyrir það. Þér mun mis- heppnast eitthvert óhappaverk á næstunni. CAMELLJÓNIÐ: Þú hrýtur ógurlega um nætur, og rekkjunautur þinn er að verða heilsulaus af svefnleysi. Þú ættir því að sofa með þvottaklemmu á nefinu og matarinnganginn fullan af heyi. Þú getur hvort sem er ekki haft hann lokaðan I vöku né svefni. GLEÐIKONAN: Þú hefur slæmt innræti, og fyrir það þarft þú að bæta. Þú gætir gert nokkur góðverk t.d. gætirðu borgað fyrir dagblaðið sem þér hefur verið sent undanfarin ár, og ef til vill hætt að tala við ókunn- ugt fólk á skemmtistöðum. BÍLVOGIN: Haltu þig við rembinginn enn um stund, hann hefur leynt þínu rétta innræti. Himintungl eru þér hliðstæð. Þú mun komast að raun um að maki þinn heldur fram hjá þér enn, þótt undarlegt megi telj- ast miðað við útlit hans. FLUGDREKINN: Láttu forvitnina verða þér hag- kvæma vöggugjöf. Því meira sem þú skilur í annarra fari, því hættu- legra fyrir þá. Það er einhver rugl- ingur á málum þínum, og dálítið erfitt að segja alveg fyrir um það, hvaða ógæfustefnu þau kunna að taka. Opnaðu gíróreikning. WILLIAM TELL: Ef þú lætur uppi hvaðan þér koma kjaftasögurnar, sem þú kall- ar fréttir, og lepur í hvern og einn sem nennir að hlusta, kann svo að fara að þú kjaftir sjálfan þig í vinkil. Munnurinn er nothæfur til fleiri hluta en að Ijúga með. KOSSAGEITIN: Annríki verður mikið og ekki mikill tími til að sinna drykkjuskap og öðrum áhugamálum, enda tals- vert hæpið að vakna hvern morg- un með óráði vegna timburmanna. Mundu ef tengdamóðir þín kemur í heimsókn, að með illu skal illt út drífa. KROSSBERINN: Ef hægt væri að breyta í mat öllu því rusli sem fram úr munni þér kemur næsta mánuð, þyrftu sveltandi þjóðir engu að kvíða. Þetta er tæplega framkvæmanlegt, þess vegna ættir þú að þegja sem mest, annars leggja allir á flótta sem neyðast til að umgangast þig. FLUGFISKARNIR: En þú sem undan / ævistraumi / flýtur sofandi / að feigðarósi /, ættir að vakna áður en þú lendir í sjónum. Álfur Engifers. P.s. Aukaspádómur sem gildir fyrir öll merkin: Það er útlit fyrir, að þeir sem gleyma að greiða áskriftargjald Spegilsins lendi í einhverjum erfiðleikum. Að lokum birti ég steinanöfn, hin merkilegu, sem eiga við hvert merki: Hrúturinn — Rauðamöl. Nautið — Steinninn (Skólav.stíg 9). Tví- burarnir — Legsteinn. Krabbinn —• Staupasteinn. Ljónið — Gallsteinn. Meyjan — Rennusteinn. Vogin — Múrsteinn. Sporðdrekinn — Ey- steinn. Bogmaðurinn — Nýrna- steinn. Steingeitin — Augasteinn. Vatnsberinn — Blágrýti. Fiskarnir — Hlandsteinn. Álfur Engifers.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.