Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 20
20 SPEGILLINN F055 VOGSSKIPULA GIÐ SEM EKKI FÉKK VERÐLAUN ZLUHEltHm ftbi.uv0i.Lja . MÆUIWAUC!: * f—r'i-H SiNti 4 i-un b'ul/rt. FOSSV065- BLíftua G£W£/KftflH-íL/ $JÚKR)?H^Í,n LTL^ ‘tHIJjc VW m'íLLfi ©+Ki RKj/? í! Í j!'»■! ! i OQPi? HJS HUjKW(o) 1. Reykjavíkurtjörn verður að flytjast tafarlaust á þennan stað. Það eru síðustu forvöð að losna við hana úr miðbænum. 2. Þarna verður að koma brú. (Það er einmitt þarna, sem lækurinn og vegurinn mætast). Skynsamlegast væri að færa gömlu Foss- vogslækjarbrúna þangað. 3. Þegar búið verður að fjarlægja brúna af gamla staðnum (vegamótin Reykjanesbraut/ Fossvogslækur), skal hafa ferju á staðnum (ef bíl skyldi bera þar að), unz lögð verður ný brú yfir eða undir lækinn. 4. Tjarnarbrúin hefur í sjálfu sér ekkert að gera þarna. Einhver bar fram tillögu um, að brú þessi yrði sett í stað gömlu Fossvogslækjar- brúarinnar, (þegar búið væri að færa þá brú), en eins og gefur að skilja hefði slíkt gífurleg- an kostnað í för með sér. 5. Stöðvunarskylda. 6. Stórt hús með mörgum herbergjum, byggt og rekið á sama hátt og Eros Center í Hamborg. 7. Þér vitið jú hvað vindmylla er. 8. Hús. 9. Enn þá hefur enginn foss fundizt á þessum stað, en ef þér finnið einn, skuluð þér leita til augnlæknis. 10. Hringekja. 11. Fyrir syfjað fólk. 12. 12 hæða háhýsi (á hliðinni af ótta við flug- vélar). 13. Óhappatala. 14. Verður væntanlega tekið í notkun, þegar búið er að leggja bílveg að því. 15. Stór og glæsilegur grasvöllur, sem ekki er ætlaður fyrir knattspyrnu eða frjálsar íþróttir, en þetta er qrasvöllur enqu að síður. 16. Ekkert. 17. Turninum er ætlað að hafa gát á flugi andanna 18. Þetta er fyrir utan svæði Fossvogsskipulags- ins, fáráður. 19. Brú. (I athugasemdum 2, 3 og 4 var þvælt fram og aftur um brýr. Við ætlum því ekki að hafa neinar málalengingar I kringum þessa brú; það yrði bara til þess að þreyta lesand- ann enn meira). 20. Athugasemd númer 20 er ekki merkt inn á kortið, en þér hljótið þó að skilja það, að það er miklu skemmtilegra að hafa tuttugu athuga- semdir en nítján.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.