Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 8
8 SPEGILLINN Þa8 var logn og blíða þegar séra Hómelíus gekk út með læri- sveinum sinum, tveim unaðslegum ungmennum, tíu-og tólf ára. Þeir voru í fjallgöngu. Séra Hómelíus staðnæmdist í grænni brekku, rétti út handlegg- ina, benti á fjöliin og endalaust hafið og mælti: „Hér getur að líta, ungu drengir, dýrð og Ijómandi dá- semd handaverkanna Hans, sem allt skóp. Lítið á fiskimjölsverk- smiðjuna og litlu duggurnar sem halda á miðin, fjöllin og sæinn. Horfið á lækina, sem liðast eins og glitrandi silfurslöngur um landið, en lóan syngur og fjalldrapinn grær. Þið eigið, kæru drengir, að læra að elska Hann sem allt þetta skóp. Nú skulum við setjast niður. Ég sé í anda hvernig sólin rennur upp yfir tóbaksekrurnar á Kúbu. Einnig þar greini ég handarverk skaparans. Þessar undurfögru eyjar, Vest- urindíur, hefur náttúra hitabeltis- ins þakið með ilmandi og ótöluleg- um tóbaksjurtum. Og Guð skap- aði negrana svo þeir mættu hyggja að því að nýta þessa náðargjöf Drottins, og þeir eru sístarfandi eins og vinnumaurar. Og sjá! Skaparinn býður þeim að þurrka blöð þessarar ilmjurtar og vefja úr þeim vindla, sem síðan er dreift um gjörvalla veröldina. Þessi fram- leiðsla er flutt til Havana og þaðan á skipum til Evrópu og einnig til okkar Isa-Kalda-Lands. Og Guð lætur ekki skip, sem hlaðin eru svo dýrmætum varn- ingi verða reiðum sjóum að bráð en heldur styrkri verndarhendi sinni yfir þeim. Þegar skipin svo hafa náð landi ervarningnum skip- að ofurvarlega á land, kæru dreng- ir, hér er ég með einn slíkan vindil; árangurinn af starfi heillar svert- ingjakynslóðar. Og sem ég nú kveiki í þessum vindli, elskulegu drengir, þá geri ég það í einlægri ást á Drottni skapara vorum, sem verndar jurtirnar á Vesturindíum frá ógnum og kali.“ „Jájá“, mælti hann og blés frá sér reykskýjum, „takið nú eftir þessum indæla reyk, sem stígur líkt og reykelsisfórn til himins. Og vita megið þið að ég reyki ein- göngu með tilliti til þessara svörtu verkamanna, sem gjöra Drottni þökk í einskærri trúrækni sinni. Já, kæru drengir, hvarvetna má greina handleiðslu Skaparans. Lít- ið á umhverfið, hvert sem þið lítið blasa við sjónum ykkar táknin um dýrðarverk Drottins. Lítið á hvern- ig náttúran klæðist litadýrð hausts- ins, hvernig lyngið þarna yfir í brekkunni Ijómar í öllum litbrigð- um. Og berin svört og þrútin. Hér er alls megnug náðarhönd Skap- arans að verki. Þetta er, kæru drengir, dýrð Drottins. En Guð lætur ekki við það sitja að lofa okkur veikburða manneskjum að dást að litadýrðinni og takmarka- lausri vizku sinni. Skapari himins og jarðar er hjálparhella mann- kynsins í þjáningum þess, og hann veit gjörla hvað manneskjunni

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.