Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 19
SPEGILLINN
19
noti orðfæri eins frægasta rithöf-
undar heims, Hagalíns. Yfir-
leitt segi ég, sölustarfið fyrir ís-
lenzkar afurðir er frábært, þeir
gera alltaf samninga sem miðast
við lágmarksframleiðslu, og þeg-
ar því er náð stoppa þeir bara
móttökuna á aflanum. Á tímum
sölutregðu er þetta fullkomnasta
kerfi sem hugsast getur.
Þú hefur náttúrlega komið við á
höfuðbólinu?
Jú hú. Ég skil fyrr en skellur í
plúmpnum. Þó að lögbannað sé að
minnast á þennan stað, eruð þið
að dylgja það eftir Agnari Boga-
syni að nýju húsbændurnir hafi
komið þar að öllu í rúst — manni
finnst kominn tími til að þessi
menningarviti fari að skipta um
peru. En ég sá ekki betur en kirkj-
an væri á sínum stað; blöð fölna
á hausti og hver fjargviðrast út af
þeim?
Á maður að skilja þetta svo að
þú sért hætt að lesa Reykjavíkur-
bréfin?
Þegar menn sem næstum eru
almáttugir fara að bera mistök upp
á sjálfa sig, þá eru blöðin ekki les-
andi lengur. Að hika er sama og
tapa. Sá sem selur ríkinu hús er
farsæll. Byggir þú stálgrindahús
þarf einhver pð hafa umboð fyrir
stálgrindum.
Hvað þá um þjóðlegu atvinnu-
vegina?
Allt sem er gott er þjóðlegt, allt
sem er vont er óþjóðlegt. Blessun
varnarliðsins verður ekki mæld,
ekki einusinni í hjólbörum, því hún
liggur einkum í þeim siðferðis-
styrk sem okkur veitist í sambýl-
inu. Landbúnaður er kækur eða
sérsinni sem lagast með betra
uppeldi. Þó að sjávarútvegurinn —
svokölluð undirstaða þjóðlífsins,
beri sig ekki, teldi ég ekki hyggi-
legt að leggja hann niður með öllu
svo lengi sem við getum beitt rán-
yrkju á öllum miðum — að því
hlýtur að koma að skipaflotinn fer
í brotajárn til uppbyggingar stór-
iðjunni. Nú þegar eru 24% þjóð-
arinnar vinnandi við þjónustu, en
betur má ef duga skal. En ekki
býst ég við að allt verði fullkomið
fyrr en Heimdallur hefur fram-
kvæmt Menningarbyltinguna.
Þú lítur með öðrum orðum björt-
um augum á framtíðina?
Líttu á þingmennina okkar, ekki
fara þeir á nauðungaruppboð.
Hvað sem kann að vera í poka-
horninu byggja verktakar veginn.
Eða með öðrum orðum: svo lengi
sem Alþýðuflokkurinn hefur hrein-
an skjöld mun verkalýðurinn engu
kvíða. Afturámóti er lýðræðið svo
rótgróið með þjóðinni að 11 Bol-
víkingar verða til þess að breyta
gangi veraldarsögunnar. Kjarni
málsins er auðvitað sá að þjóðar-
sálin er sjálfri sér samkvæm, þess-
vegna munu þeir svarabræður
Björn og Bali komast langt á braut
kærleikans. Þar er nú ekki kalið í
stjórnmálunum. Eða eins og Jónas
segir: Fagrar heyrði ég raddirnar
um sumarlanga tíð.
Þú er sem sé viss um að iðn-
aður blómstri?
Svo lengi sem verkalýðsforingj-
arnir hræða verkalýðinn með at-
vinnuleysi mun kaupið haldast ó-
breytt.
Og um menninguna almennt?
Boxhanskar munu hækka í verði
innan Alþýðubandalagsins. Og
svo lengi sem vér morðingjar slá-
um út Puntila mun Islandsklukkan
klingja.
Og nú hvísla ég: Hver verður
rekkjunautur þinn í nótt eiskan?
I ástum samlyndra hjóna veitist
mér allt sem ég þrái.