Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 34

Spegillinn - 01.05.1968, Blaðsíða 34
34 SPEGILLINN KveSja til þingmannsins míns Nú ert þú seztur í sætið sæll og feitur og rjóður eftir útlendar veizlur, alvarlegur og hljóður lestu þín lagafrumvörp — lekur er ríkissjóður. En meðan þið sveitist syðra ég segi þér héðan úr fjörðum hafístíðir og heyskort hagbönn á flestum jörðum, og ekki lifum við árlangt á óseldum skötubörðum. Eg hírist nú einn hér inni aumur víða í skrokknum, kerlingin komin suður með krakka í eggjastokknum, — en heyrðu, er Hanníbal aftur heima í Alþýðuflokknum? Nú ert þú seztur í sætið, ég sendi þér kveðju mína, vona þig vanti ekkert og viðreisnin fái að skína, því ill er alltaf til værðar útmigin þjóðstjórnardýna. Bessi Bessason. F'iLDE PDEáCÍIEB

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.