Spegillinn - 01.05.1968, Side 34

Spegillinn - 01.05.1968, Side 34
34 SPEGILLINN KveSja til þingmannsins míns Nú ert þú seztur í sætið sæll og feitur og rjóður eftir útlendar veizlur, alvarlegur og hljóður lestu þín lagafrumvörp — lekur er ríkissjóður. En meðan þið sveitist syðra ég segi þér héðan úr fjörðum hafístíðir og heyskort hagbönn á flestum jörðum, og ekki lifum við árlangt á óseldum skötubörðum. Eg hírist nú einn hér inni aumur víða í skrokknum, kerlingin komin suður með krakka í eggjastokknum, — en heyrðu, er Hanníbal aftur heima í Alþýðuflokknum? Nú ert þú seztur í sætið, ég sendi þér kveðju mína, vona þig vanti ekkert og viðreisnin fái að skína, því ill er alltaf til værðar útmigin þjóðstjórnardýna. Bessi Bessason. F'iLDE PDEáCÍIEB

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.