Spegillinn - 31.12.1970, Page 3
LeiÓari
Þeir skýjabólstrar, sem lengi hafa legið yfir þessum af-
kima menningarinnar norður á hjara veraldar, hafa nú
skvett úr sér eitruðum vessum. Þeim fylgja daunillir
misvindar, sem hríslast um þjóðarsálina líkt og hrá-
slagi um liljublóm. Nú á að fara að kenna börnum að
gera hitt inni í skólastofunum.
Það syrtir yfir okkur af hinni skandinavisku klám-
mengun. Hafi nokkurn tíma verið ástœða til að grípa
til vopna og verja landið erlendri ásœlni, þá er það núna.
Hver sannur íslendingur œtti að ryðjast fram á ritvöll-
inn í fylkingu með þeim Freymóði, Kristjáni og fleiri
góðum konum, vopnaður œttjarðarást og skírlífi.
Það œtti að höggva þetta ofvaxna afsprengi skandinav-
ismans og lima sundur með vígðum brandi. Látum hann
ekki nauðga fósturlandsins freyju með sínum saurugu
tólum, þennan plebba.
Ögn hefur fólkið vaknað til meðvitundar um þá geig-
vœnlegu hœttu, sem okkur stafar af þessari geigvœn-
legu mengun andans og veiklun holdsins. Svo er þessu
bíói fyrir að þakka. ÖIl Reykjavík hefur séð þessa við-
vörun í bragganum við Skúlagötu, enda hefur skír-
lífisforusta þjóðarinnar ákaft spanað fólk upp í að sjá
þetta. Því eins og þar stendur: ,,Flestum reynist erfitt
að forðast hœttuna, fyrr en þeir hafa komizt í kynni við
hana“ (sbr. hinar síhœkkandi barneignir í synd). Við
íslendingar erum með þeim ósköpum gerðir, að við
eigum erfitt með að gœta okkar fyrir freistingum, sem
við höfum ekki fallið fyrir.
En hitt er áreiðanlega satt, að ekki þarf að troða kyn-
frœðslu upp á ungt fólk á íslandi. Hvar œtli það mundi
enda ? Það er víst nóg um slíkt hér á landi, bœði í tíma
og ótíma, ungt og gamalt, gift og ógift. Og svo á að fara
að örva þennan ósóma með ,frœðslu“, eins konar út-
listun á syndinni. Það yrði yndislegt ástandið! Eg held
íslendingar viti allt of vel, hvað þeir eru með á milli
fótanna, þótt ekki sé sífellt verið að kenna þeim að
nýta það meira.
Spegillinii
Samvizka þjóðarinnar
Spegillinn kemur út 10 sinnum á
árinu 1970. Áskriftargjald féll
í gjalddaga í júlí sl.
í lausasölu kostar blaðið
50 krónur með söluskatti.
Ritstjóri: Jón Hjartarson
Aðalteiknari: Ragnar Lár.
Filmusetning og prentun:
Lithoprent
Afgreiðsla, áskrift:
Sími 20865, kl. 13-15
Pósthólf 594, sími 83065
1 Dagur í lífi heiðurs-
manns
9 Smáauglýsingar
11 Verjum ísland, Ijóð
13 Noregur verst, verjum
ísland
15 Tíu litlir komma-
strákar, Ijóð
20 Úr gömlum spegli:
Þáttur Jóns ok Óláfs
24 Sál felldi sína þúsund,
Hafsteinn felldi sína
tíuþúsund
26 Vessar: Buxnastríðið í
bankanum
27 Stjörnuspá og póst-
hólf 594
30 Úr vettlingi vísind-
anna: Fæðingadeild
fátækrar þjóðar.