Spegillinn - 31.12.1970, Qupperneq 6
væri óskandi. Þá gæti ég sótt
um svona mánaðarfrí frá
þessu helvítis blaði, Já, auð-
vitað án launa, manni minn,
hverjum datt svo sem annað
í hug, ekki mér, eftir að hafa
unnið hér í hundrað og eitt
ár. Gyðingur. Skyldi ég koma
tímaritinu út í næsta mán-
uði ? Verst með þessar sjopp-
ur úti á landi. Þær borga
bara ekki sent, nema ég sé
með lögfræðing á þeim. Lík-
lega heldur þetta pakk, að
ég lifí á loftinu. Þokkalegir
kúnnar þessi landsbyidiót.
Nú, þá er þessi ritstjórnar-
fundur búinn. Nú sagði hel-
vítið, að ég væri um allt
annað að hugsa en starfið
mitt. Hvað veit hann um
starfíð mitt? Hann hefði
heldur átt að segja, að ég
væri ekki með hugann við
hlekkina. Þá hefði honum
ratazt satt orð í munn svona
einu sinni til tilbreytingar.
Og auðvitað komst þetta
upp með húsameistarafrétt-
ina. Og leyfa manni ekki
einu sinni að gefa skýringar.
Hvernig skít skyldi hann
hafa ætlað að gefa í afsak-
anir mínar? Það þætti mér
fróðlegt að vira. Kannski
náskít, það hæfði honum
bezt. Ég skil ekki þessa
menn. Svo hló helvítis fram-
kvæmdastjórinn, þegar ég
sagðist þurfa meiri laun til
að lifa mannsæmandi lífi.
Ég bið að heilsa barþjón-
unum, sagði hann. Ekki að
undra, þótt hann sé kallað-
ur járnkallinn. Hver er kom-
inn til með að segja, að ég
þurfi ekki bílastyrk út á
skódann minn. Hann kostaði
þó tíu þúsund krónur. Ég get
ekki séð, að mér fari neitt
betur að vera á reiðhjóli en
hverjum öðrum. Hann getur
sjálfur fengið sér reiðhjól.
Því skyldi ég ekki mega
geyma tómar flöskur í bíln-
um mínum, ef mér hentar.
Ég fæ ekki heldur séð, að
neinum komi við, þótt ég sé
með úldinn fisk og myglað
fransbrauð í aftursætinih
Gæti ekki alveg eins hugs-
azt, að þetta væri listaverk
af Skólavörðuholtinu. Þá
man ég það, ég þarf að fá
mér nýtt seglgarn til að
binda upp bremsupedalann.
Því þurfti þessi löggi endi-
lega að koma að, þegar ég
keyrði á umferðarljósið. Ekki
gat ég gert að því, þótt
snærið í bremsunni slitnaði.
Og halda, að ég hafi keyrt
fullur. Ekki nema það þó.
Hann ætti að sjá mig keyra
ófullan, þá fyrst yrði ég
stoppaður. Hvað er svona
löggi að rífa sig. Hann hefði
átt að sjá mig, þegar ég var
löggi fyrir austan. Þá hand-
éraði maður sko fyllibytt-
urnar vel og með elegans.
Hvernig geta menn ætlazt
til, að maður muni eftir að
hafa með sér ökuskírteini.
Það var þó heppni, að ég
skyldi finna það heima. Hefði
ég nú verið búinn að henda
jakkanum, sem ég hætti að
nota í hitteðfyrra. Oft kem-
ur sér vel að vera ekki alltaf
að taka til hja sér. Mig vant-
ar peninga, segir húseigand-
inn. Hann hlýtur þó að skilja
að maður verður að dressa
sig upp. Og þau eru sko
ekki gefin fötin hjá honum
Gulla Bergmann. Já, hvað
er þetta, maður, engan æs-
ing. Auðvitað vissi ég, að ég
átti að vera kominn inn í
stúdíó klukkan níu. Ég bara
gleymdi mér upp í Nausti.
Það var svoddan fjör á barn-
um. Þetta er nú meira þrasið.
Auðvitað verður þú að ljúka
sminkinu á tveimur mínút-
um. Það nægir líka alveg.
Hvers konar magaveikissvip-
ur er þetta eiginlega? Hvað
eru menn alltaf að puða í
lífmu með skeiðklukku í
hendinni ? Þetta eru nú meiri
vitfirringarnir. Ég skil ann-
ars ekkert í þessu grjóti, sem
ég fékk í magann um daginn.
Alveg eins og skotinn og
beint á sjúkrahús. Læknir-
inn sagði, að þetta væri
af stressi og óreglulegu líf-
erni. Fara sér hægar, sagði
hann. Ég að fara mér hægar,
sá var góður, eins og ég sé
einhver taugaveiklaður stre-
ber. Andskotinn, eg er búinn
að steingleyma rullunni.
Hvar er nú hvíslarinn á ör-
lagastundu? Verst, hvað ég
fæ lítið fyrir þetta. Eða á
árshátíðinni um daginn. Það
var meira að segja frumsam-
ið hjá mér og ég komst fyrir
rest í gegnum handritið.
Undarlegt, að enginn skyldi
hlæja. Algerlega húmorlaus-
ir andskotar, blaðamenn.
Hvar er nú bíllykillinn minn ?
Hvar skyldi ég nú hafa
gleymt honum? Ég skil ekk-
ert í þessu. En sú heppni,
hann er í svissinum. Ég
6